„Verður alls ekki keyrt í gegn í mikilli andstöðu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. júlí 2024 12:31 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði. Vísir/Arnar Ekki kemur til greina að keyra í gegn verkefni sem tengist áformum Carbfix í Hafnarfirði í mikilli andstöðu við íbúa að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. Hún kveðst skilja áhyggjur íbúa og tekur undir að hluti borhola kæmu til með að liggja full nálægt byggð. Hún ítrekar einnig að engar skuldbindandi ákvarðanir hafi verið teknar um verkefnið. Líkt og fjallað hefur verið um hyggst Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, reisa tíu borteiga í grennd við íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í berggrunn til kolefnisbindingar. Viljayfirlýsing um að skoða málið áfram var undirrituð milli aðstandenda verkefnisins og Hafnarfjarðarbæjar fyrir um einu og hálfu ári síðan. Áformin hafa mætt töluverðri andstöðu meðal íbúa en Rósa Guðbjatsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segir þá skoðun enn standa yfir. „Það lá alltaf strax fyrir að það þyrfti að skýra marga þætti í verkefninu og útkljá áður en að við gætum tekið afstöðu og við erum bara ennþá þar og ég vil bara ítreka að það hefur ennþá engin skuldbindandi ákvörðun verið tekin gagnvart þessu verkefni,“ segir Rósa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gangrýndi íbúi í Hvaleyrarholti möguleg áform um meiriháttar hafnaruppbyggingu í Straumsvík í tengslum við verkefnið og kvaðst ósáttur við að fá höfn í bakgarðinn. Íbúar hafa einnig lýst áhyggjum af nálægð væntanlegra borteiga við byggðí Hafnarfirði. „Ég skil áhyggjur íbúa mjög vel. Borteigarnir, alla veganna einn eða tveir þeirra eru ansi nálægt byggð og ég skil mjög vel að fólk hafi áhyggjur af því og það er meðal annars sá þáttur sem að við þurfum mjög vandlega að skoða áður en við getum tekið afstöðu,“ segir Rósa. Hún ítrekar að marga þætti málsins eigi eftir að skýra mun betur áður en bæjarfulltrúar, þar á meðal hún sjálf, geti tekið afstöðu í málinu. Nú sé beðið eftir áliti Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu um verkefnið sem sé væntanlegt á næstu vikum. Þá eru fjárhagslegir þættir verkefnisins algjörlega óútkljáðir að sögn Rósu. „Þannig að þetta er komið mun styttra heldur en margur heldur,“ segir Rósa. Líkt og áður hefur komið fram útilokar hún ekki að fram fari íbúakosning um málið en mögulega þurfi ekki til hennar að koma. Það velti á því hvernig málinu vindur fram og frekari gögn liggja fyrir. „Ég legg líka áherslu á það að ég mun sem bæjarstjóri sjá til þess að svona verkefni verður alls ekki keyrt í gegn í mikilli andstöðu við nágranna og aðra, það er aðal atriðið,“ segir Rósa. Hafnarfjörður Skipulag Loftslagsmál Hafnarmál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Líkt og fjallað hefur verið um hyggst Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, reisa tíu borteiga í grennd við íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í berggrunn til kolefnisbindingar. Viljayfirlýsing um að skoða málið áfram var undirrituð milli aðstandenda verkefnisins og Hafnarfjarðarbæjar fyrir um einu og hálfu ári síðan. Áformin hafa mætt töluverðri andstöðu meðal íbúa en Rósa Guðbjatsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segir þá skoðun enn standa yfir. „Það lá alltaf strax fyrir að það þyrfti að skýra marga þætti í verkefninu og útkljá áður en að við gætum tekið afstöðu og við erum bara ennþá þar og ég vil bara ítreka að það hefur ennþá engin skuldbindandi ákvörðun verið tekin gagnvart þessu verkefni,“ segir Rósa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gangrýndi íbúi í Hvaleyrarholti möguleg áform um meiriháttar hafnaruppbyggingu í Straumsvík í tengslum við verkefnið og kvaðst ósáttur við að fá höfn í bakgarðinn. Íbúar hafa einnig lýst áhyggjum af nálægð væntanlegra borteiga við byggðí Hafnarfirði. „Ég skil áhyggjur íbúa mjög vel. Borteigarnir, alla veganna einn eða tveir þeirra eru ansi nálægt byggð og ég skil mjög vel að fólk hafi áhyggjur af því og það er meðal annars sá þáttur sem að við þurfum mjög vandlega að skoða áður en við getum tekið afstöðu,“ segir Rósa. Hún ítrekar að marga þætti málsins eigi eftir að skýra mun betur áður en bæjarfulltrúar, þar á meðal hún sjálf, geti tekið afstöðu í málinu. Nú sé beðið eftir áliti Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu um verkefnið sem sé væntanlegt á næstu vikum. Þá eru fjárhagslegir þættir verkefnisins algjörlega óútkljáðir að sögn Rósu. „Þannig að þetta er komið mun styttra heldur en margur heldur,“ segir Rósa. Líkt og áður hefur komið fram útilokar hún ekki að fram fari íbúakosning um málið en mögulega þurfi ekki til hennar að koma. Það velti á því hvernig málinu vindur fram og frekari gögn liggja fyrir. „Ég legg líka áherslu á það að ég mun sem bæjarstjóri sjá til þess að svona verkefni verður alls ekki keyrt í gegn í mikilli andstöðu við nágranna og aðra, það er aðal atriðið,“ segir Rósa.
Hafnarfjörður Skipulag Loftslagsmál Hafnarmál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira