Leitaði til Kanada til að finna leikmann fyrir kvennalið Vals Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 14:01 Kanadíski-ítalski framherjinn Alyssa Cerino spilar næsta vetur með Val í Bónus deild kvenna í körfubolta. @bccderthonabasket Valsmenn hafa samið við nýjan erlendan leikmann fyrir kvennakörfuboltalið félagsins. Leikmaðurinn er kanadíski-ítalski framherjinn Alyssa Cerino. Valur hafði áður samið við bandaríska leikstjórnandann JuToreyiu Willis. Valsliðið missti frá sér Íslandsmeistaratitilinn í vor en er nú að safna liði. Alyssa spilaði með Scrivia í A2 deildinni á Ítalíu á síðasta tímabili en liðið vann úrslitakeppnina og fór upp í efstu deild. Alyssa skilaði 10,0 stigum og 6,3 fráköstum að meðaltali í leik en hún hitti úr 33 prósent þriggja stiga skota sinna og 68 prósent vítanna. Tímabilið á undan spilaði hún með FIBA Euro Cup liðinu Sportiva frá Portúgal og var þá með 8,5 stig og 7,5 fráköst í leik. Alyssa er fædd 1997 og hélt upp á 27 ára afmælið á dögunum. Hún er 184 sentímetrar á hæð. Hún spilaði með Carleton Ravens í háskólaboltanum í Kanada áður en hún fór í atvinnumennsku. Liðið vann tvo meistaratitla meðan hún var í skólanum og hún var einu sinni valin mikilvægasti leikmaðurinn í úrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa) Jamil Abiad, nýr þjálfari Valsliðsins, þekkir vel til Alyssu en hann fylgdist með henni í Kanada: „Þegar ég fór að leita að leikmönnum í maí hafði ég strax samband við Alyssu. Hún smellpassar við okkar lið og þann bolta sem ég vil að við spilum. Mjög fjölhæfur leikmaður og góð á báðum endum vallarins,“ sagði Jamil Abiad í frétt á miðlum Vals. JuToreyia Willi er fædd árið 2000 og spilaði á síðasta tímabili í efstu deild í Sviss þar sem hún var valin varnarmaður ársins og í „annað“ úrvalslið ársins. Hún spilaði með Golden Tigers í Tuskegee háskólanum í Alabama þar sem hún skoraði yfir þúsund stig á ferli sínum en aðeins tveimur öðrum leikmönnum hefur tekist það. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa) Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira
Valur hafði áður samið við bandaríska leikstjórnandann JuToreyiu Willis. Valsliðið missti frá sér Íslandsmeistaratitilinn í vor en er nú að safna liði. Alyssa spilaði með Scrivia í A2 deildinni á Ítalíu á síðasta tímabili en liðið vann úrslitakeppnina og fór upp í efstu deild. Alyssa skilaði 10,0 stigum og 6,3 fráköstum að meðaltali í leik en hún hitti úr 33 prósent þriggja stiga skota sinna og 68 prósent vítanna. Tímabilið á undan spilaði hún með FIBA Euro Cup liðinu Sportiva frá Portúgal og var þá með 8,5 stig og 7,5 fráköst í leik. Alyssa er fædd 1997 og hélt upp á 27 ára afmælið á dögunum. Hún er 184 sentímetrar á hæð. Hún spilaði með Carleton Ravens í háskólaboltanum í Kanada áður en hún fór í atvinnumennsku. Liðið vann tvo meistaratitla meðan hún var í skólanum og hún var einu sinni valin mikilvægasti leikmaðurinn í úrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa) Jamil Abiad, nýr þjálfari Valsliðsins, þekkir vel til Alyssu en hann fylgdist með henni í Kanada: „Þegar ég fór að leita að leikmönnum í maí hafði ég strax samband við Alyssu. Hún smellpassar við okkar lið og þann bolta sem ég vil að við spilum. Mjög fjölhæfur leikmaður og góð á báðum endum vallarins,“ sagði Jamil Abiad í frétt á miðlum Vals. JuToreyia Willi er fædd árið 2000 og spilaði á síðasta tímabili í efstu deild í Sviss þar sem hún var valin varnarmaður ársins og í „annað“ úrvalslið ársins. Hún spilaði með Golden Tigers í Tuskegee háskólanum í Alabama þar sem hún skoraði yfir þúsund stig á ferli sínum en aðeins tveimur öðrum leikmönnum hefur tekist það. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa)
Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira