Liverpool vill fá fund um stúkuslagsmál Darwin Núnez Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2024 08:30 Darwin Núnez missti algjörlega stjórn á sér og það gæti kostað hann langt bann. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool vilja fá vita alla söguna á bak við það þegar framherji liðsins Darwin Núnez hoppaði upp í stúku og slóst við áhorfendur eftir tap Úrúgvæ í undanúrslitum Suðurameríkukeppninnar. ESPN hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Liverpool hafi kallað eftir fundi með bæði Núnez og forráðamönnum úrúgvæska knattspyrnusambandsins. Source: Liverpool seek Núñez talks over fan fightsLiverpool will hold talks with Darwin Núñez and the Uruguayan Football Federation, a source has told ESPN, to better understand what happened after Wednesday's Copa América semifinal.https://t.co/mSFX2o8bhL— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 11, 2024 Núnez á von á refsingu frá Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku sem hefur tekið málið inn á sitt borð. Eftir þann úrskurð gæti Alþjóða knattspyrnusambandið blandað sér í málið og dæmt hann mögulega einnig í bann með félagsliði sínu. Úrúgvæ tapaði 1-0 á móti Kólumbíu. Eftir leikinn sást Núnez klifra upp í stúkuna þar sem hann slóst síðan við stuðningsmenn kólumbíska liðsins. Myndir og myndbönd náðust af atvikinu og það er ljóst að Núnez er ekki að koma vel út þar. Hann gæti því átt yfir höfði sér langt bann. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Úrúgvæska blaðið El Pais segir frá því að í þessum hluta stúkunnar hafi verið fjölskyldur og vinir landsliðsmanna Úrúgvæ. Hans vörn er því eflaust sú að hann hafi verið að passa upp á fjölskyldumeðlimi sína. Eftir atvikið var Núnez kominn með ungan son sinn í fangið. Liverpool ætlar að finna rétta tímann til að hafa samband við leikmanninn og athuga stöðuna á honum og hans fjölskyldu. Auk þess munu forráðamenn Liverpool sækja sér upplýsingar um hvað gerðist í raun og veru. Núnez ætti að vera á leiðinni í langþráð sumarfrí en Liverpool er á leiðinni í æfinga- og keppnisferð til Bandaríkjanna. Núnez átti að missa af þeirri ferð þar sem að hann þarf sitt sumarfrí eftir að löngu tímabili var að ljúka. Fyrsti leikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er 17. ágúst á móti nýliðum Ipswich Town. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
ESPN hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Liverpool hafi kallað eftir fundi með bæði Núnez og forráðamönnum úrúgvæska knattspyrnusambandsins. Source: Liverpool seek Núñez talks over fan fightsLiverpool will hold talks with Darwin Núñez and the Uruguayan Football Federation, a source has told ESPN, to better understand what happened after Wednesday's Copa América semifinal.https://t.co/mSFX2o8bhL— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 11, 2024 Núnez á von á refsingu frá Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku sem hefur tekið málið inn á sitt borð. Eftir þann úrskurð gæti Alþjóða knattspyrnusambandið blandað sér í málið og dæmt hann mögulega einnig í bann með félagsliði sínu. Úrúgvæ tapaði 1-0 á móti Kólumbíu. Eftir leikinn sást Núnez klifra upp í stúkuna þar sem hann slóst síðan við stuðningsmenn kólumbíska liðsins. Myndir og myndbönd náðust af atvikinu og það er ljóst að Núnez er ekki að koma vel út þar. Hann gæti því átt yfir höfði sér langt bann. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Úrúgvæska blaðið El Pais segir frá því að í þessum hluta stúkunnar hafi verið fjölskyldur og vinir landsliðsmanna Úrúgvæ. Hans vörn er því eflaust sú að hann hafi verið að passa upp á fjölskyldumeðlimi sína. Eftir atvikið var Núnez kominn með ungan son sinn í fangið. Liverpool ætlar að finna rétta tímann til að hafa samband við leikmanninn og athuga stöðuna á honum og hans fjölskyldu. Auk þess munu forráðamenn Liverpool sækja sér upplýsingar um hvað gerðist í raun og veru. Núnez ætti að vera á leiðinni í langþráð sumarfrí en Liverpool er á leiðinni í æfinga- og keppnisferð til Bandaríkjanna. Núnez átti að missa af þeirri ferð þar sem að hann þarf sitt sumarfrí eftir að löngu tímabili var að ljúka. Fyrsti leikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er 17. ágúst á móti nýliðum Ipswich Town.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira