Bergþóra er uppalin hjá Breiðablik, spilaði með meistaraflokki félagsins frá 2019-23 og á að baki 50 leiki í deild og bikar.
Hún gekk til liðs við sænsku félagið KIF Örebro á síðasta ári og kom við sögu í 15 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni.
Hún á einnig að baki samtals 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
„Bergþóra er gríðarlega fjölhæfur leikmaður sem við teljum að muni smella vel inn í liðið okkar. Hún er að koma heim frá Svíþjóð reynslunni ríkari, tilbúin í slaginn með okkur framundan í Bestu deildinni.“
- John Andrews, þjálfari Víkings.