Skipstjórinn var drukkinn og skipaði stýrimanni að sigla á brott Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2024 14:17 Fraktskipið Longdawn í höfn í Vestmannaeyjum. Óskar P. Friðriksson Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn játuðu sök þegar mál ákæruvaldsins á hendur þeim var þingfest í dag. Þeim var gefið að sök að hafa skilið skipstjóra strandveiðibátsins Höddu HF eftir í sjávarháska, eftir að hafa siglt skipinu á bátinn. Þá játaði skipstjórinn að hafa verið drukkinn. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, í samtali við Vísi. Skipaði stýrimanninum að sigla á brott Í ákæru á hendur mönnunum, Eduard Dektyarev sem skiptstjóra flutningaskipsins Longdawn, og Alexander Vasilyev sem 2. stýrimanni skipsins, segir að þeir hafi verið ákærðir fyrir hættubrot og brot gegn lífi og líkama og siglingalögum. Þeir hafi aðfaranótt fimmtudagsins 16. maí 2024, í kjölfar áreksturs flutningaskipsins og fiskiskipsins Höddu HF-52, látið farast fyrir að koma skipstjóra Höddu HF til hjálpar, þar sem hann var staddur í lífsháska, um 6,5 sjómílur norðvestur af Garðskaga, heldur, samkvæmt fyrirmælum Eduard, haldið för flutningaskipsins áfram, þrátt fyrir að Alexander hafi upplýst Eduard um áreksturinn og að hann teldi sig hafa séð Höddu HF-52 vera að sökkva. Vinur til áratuga fiskaði skipstjórann úr sjónum Við áreksturinn hafi komið gat á stjórnborðshlið og kjöl Höddu HF-52 og hvolft bátnum, sem maraði hálfur í kafi. Skipstjóranum hafi tekist að koma sér út úr sökkvandi bátnum og svamlað þar í sjónum uns fiskiskipið Gola GK-41 kom að og skipverja þess tókst að bjarga úr skipstjóranum úr sjónum. Með því að skilja skipstjórann eftir í sjónum hafi mennirnir stofnað lífi hans og heilsu í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Drukkinn og undir áhrifum fíkniefna Þá segir að skipstjórinn Eduard hafi einnig verið ákærður fyrir brot á siglingalögum með því að hafa í ofangreint sinn, sem skipstjóri flutningaskipsins Longdawn, verið undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna við stjórn skipsins og þannig óhæfur til að sinna skipstjórninni með fullnægjandi hætti, en hann hafi meðal annars gefið undirmanni sínum Alexander fyrirmæli um hvernig haga skyldi för skipsins Að sögn Karls Inga játaði hann það brot einnig skýlaust og því verði farið með málið sem játningarmál og það talið sannað. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess jafnframt krafist að þeir verði sviptir rétti til skipstjórnar. Sjóslys við Garðskaga 2024 Sjávarútvegur Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Skipverjarnir ákærðir Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn hafa verið ákærðir vegna árekstur skipsins og strandveiðibátsins Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí. 10. júlí 2024 13:40 Áfengi og fíkniefni mældust í stýrimanninum Við handtöku stýrimanns á fraktskipinu Longdawn, sem talið er að hafa hvolft strandveiðibátnum Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí, var tekið öndunarsýni af honum og það reyndist jákvætt fyrir áfengi. Þá reyndist sýni einnig jákvætt fyrir áhrifum kannabiss og slævandi lyfja. 28. maí 2024 16:16 Skipið leggur úr höfn Fraktskipið Longdawn sem lenti í árekstri við strandveiðibátinn Höddu úti fyrir Garðskaga í fyrrinótt hefur lagt úr höfn í Vestmannaeyjum á leið sinni til Rotterdam. Farbanns er krafist yfir skipstjóra skipsins og stýrimanni. 17. maí 2024 15:23 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, í samtali við Vísi. Skipaði stýrimanninum að sigla á brott Í ákæru á hendur mönnunum, Eduard Dektyarev sem skiptstjóra flutningaskipsins Longdawn, og Alexander Vasilyev sem 2. stýrimanni skipsins, segir að þeir hafi verið ákærðir fyrir hættubrot og brot gegn lífi og líkama og siglingalögum. Þeir hafi aðfaranótt fimmtudagsins 16. maí 2024, í kjölfar áreksturs flutningaskipsins og fiskiskipsins Höddu HF-52, látið farast fyrir að koma skipstjóra Höddu HF til hjálpar, þar sem hann var staddur í lífsháska, um 6,5 sjómílur norðvestur af Garðskaga, heldur, samkvæmt fyrirmælum Eduard, haldið för flutningaskipsins áfram, þrátt fyrir að Alexander hafi upplýst Eduard um áreksturinn og að hann teldi sig hafa séð Höddu HF-52 vera að sökkva. Vinur til áratuga fiskaði skipstjórann úr sjónum Við áreksturinn hafi komið gat á stjórnborðshlið og kjöl Höddu HF-52 og hvolft bátnum, sem maraði hálfur í kafi. Skipstjóranum hafi tekist að koma sér út úr sökkvandi bátnum og svamlað þar í sjónum uns fiskiskipið Gola GK-41 kom að og skipverja þess tókst að bjarga úr skipstjóranum úr sjónum. Með því að skilja skipstjórann eftir í sjónum hafi mennirnir stofnað lífi hans og heilsu í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Drukkinn og undir áhrifum fíkniefna Þá segir að skipstjórinn Eduard hafi einnig verið ákærður fyrir brot á siglingalögum með því að hafa í ofangreint sinn, sem skipstjóri flutningaskipsins Longdawn, verið undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna við stjórn skipsins og þannig óhæfur til að sinna skipstjórninni með fullnægjandi hætti, en hann hafi meðal annars gefið undirmanni sínum Alexander fyrirmæli um hvernig haga skyldi för skipsins Að sögn Karls Inga játaði hann það brot einnig skýlaust og því verði farið með málið sem játningarmál og það talið sannað. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess jafnframt krafist að þeir verði sviptir rétti til skipstjórnar.
Sjóslys við Garðskaga 2024 Sjávarútvegur Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Skipverjarnir ákærðir Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn hafa verið ákærðir vegna árekstur skipsins og strandveiðibátsins Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí. 10. júlí 2024 13:40 Áfengi og fíkniefni mældust í stýrimanninum Við handtöku stýrimanns á fraktskipinu Longdawn, sem talið er að hafa hvolft strandveiðibátnum Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí, var tekið öndunarsýni af honum og það reyndist jákvætt fyrir áfengi. Þá reyndist sýni einnig jákvætt fyrir áhrifum kannabiss og slævandi lyfja. 28. maí 2024 16:16 Skipið leggur úr höfn Fraktskipið Longdawn sem lenti í árekstri við strandveiðibátinn Höddu úti fyrir Garðskaga í fyrrinótt hefur lagt úr höfn í Vestmannaeyjum á leið sinni til Rotterdam. Farbanns er krafist yfir skipstjóra skipsins og stýrimanni. 17. maí 2024 15:23 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira
Skipverjarnir ákærðir Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn hafa verið ákærðir vegna árekstur skipsins og strandveiðibátsins Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí. 10. júlí 2024 13:40
Áfengi og fíkniefni mældust í stýrimanninum Við handtöku stýrimanns á fraktskipinu Longdawn, sem talið er að hafa hvolft strandveiðibátnum Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí, var tekið öndunarsýni af honum og það reyndist jákvætt fyrir áfengi. Þá reyndist sýni einnig jákvætt fyrir áhrifum kannabiss og slævandi lyfja. 28. maí 2024 16:16
Skipið leggur úr höfn Fraktskipið Longdawn sem lenti í árekstri við strandveiðibátinn Höddu úti fyrir Garðskaga í fyrrinótt hefur lagt úr höfn í Vestmannaeyjum á leið sinni til Rotterdam. Farbanns er krafist yfir skipstjóra skipsins og stýrimanni. 17. maí 2024 15:23