56 prósent Demókrata vilja að Biden stígi til hliðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2024 11:54 Af yfirlýsingum síðustu daga er ljóst að Demókrötum þykir vænt um Joe Biden en það fjarar undan stuðningi við hann. Getty/Kevin Dietsch Tveir af hverju þremur Bandaríkjamönnum segir Joe Biden Bandaríkjaforseta eiga að draga sig í hlé í forsetakosningunum vestanhafs. Alls eru 56 prósent Demókrata sama sinnis og sjö af hverjum tíu óháðum. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Washington Post, ABC News og Ipsos. Þrátt fyrir að þær raddir heyrist sífellt hærra sem kalla eftir því að forsetinn stigi til hliðar aldurs síns vegna hefur Biden þvertekið fyrir að hafa nokkuð slíkt í hyggju. Könnunin sýnir hins vegar að staðhæfingar forsetans um að það sé aðeins ákveðin „flokkselíta“ sem vilji að hann víki eiga ekki við rök að styðjast. Þátttakendur í könnuninni voru einnig spurðir að því hvort þeir vildu heldur sjá Biden eða Donald Trump í Hvíta húsinu en stuðningur við frambjóðendurna virðist hnífjafn; báðir mældust með 46 prósent stuðning. Þetta er ekki alveg í takt við aðrar kannanir en Washington Post greinir frá því að ef niðurstöður átta annarra skoðanakannana, sem teknar voru eftir kappræður Biden og Trump, eru skoðaðar hefur forskot Trump aukist úr einu prósenti fyrir kappræðurnar í 3,5 prósent eftir kappræðurnar. Á þessum tíma fyrir fjórum árum var Biden með níu til ellefu prósent forskot á Trump og sigraði hann með 4,6 prósent mun. Athygli vekur að 50 prósent Bandaríkjamanna vilja að Trump stígi til hliðar sem forsetaefni Repúblikanaflokksins. Þá segja 58 prósent að báðir séu of gamlir til að sinna forsetaembættinu. Demókratar voru einnig spurðir opinnar spurningar um hvern þeir vildu sjá taka við af Biden. Alls nefndu 29 prósent Kamölu Harris varaforseta, sjö prósent Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, og fjögur prósent Michelle Obama. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Washington Post, ABC News og Ipsos. Þrátt fyrir að þær raddir heyrist sífellt hærra sem kalla eftir því að forsetinn stigi til hliðar aldurs síns vegna hefur Biden þvertekið fyrir að hafa nokkuð slíkt í hyggju. Könnunin sýnir hins vegar að staðhæfingar forsetans um að það sé aðeins ákveðin „flokkselíta“ sem vilji að hann víki eiga ekki við rök að styðjast. Þátttakendur í könnuninni voru einnig spurðir að því hvort þeir vildu heldur sjá Biden eða Donald Trump í Hvíta húsinu en stuðningur við frambjóðendurna virðist hnífjafn; báðir mældust með 46 prósent stuðning. Þetta er ekki alveg í takt við aðrar kannanir en Washington Post greinir frá því að ef niðurstöður átta annarra skoðanakannana, sem teknar voru eftir kappræður Biden og Trump, eru skoðaðar hefur forskot Trump aukist úr einu prósenti fyrir kappræðurnar í 3,5 prósent eftir kappræðurnar. Á þessum tíma fyrir fjórum árum var Biden með níu til ellefu prósent forskot á Trump og sigraði hann með 4,6 prósent mun. Athygli vekur að 50 prósent Bandaríkjamanna vilja að Trump stígi til hliðar sem forsetaefni Repúblikanaflokksins. Þá segja 58 prósent að báðir séu of gamlir til að sinna forsetaembættinu. Demókratar voru einnig spurðir opinnar spurningar um hvern þeir vildu sjá taka við af Biden. Alls nefndu 29 prósent Kamölu Harris varaforseta, sjö prósent Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, og fjögur prósent Michelle Obama.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira