56 prósent Demókrata vilja að Biden stígi til hliðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2024 11:54 Af yfirlýsingum síðustu daga er ljóst að Demókrötum þykir vænt um Joe Biden en það fjarar undan stuðningi við hann. Getty/Kevin Dietsch Tveir af hverju þremur Bandaríkjamönnum segir Joe Biden Bandaríkjaforseta eiga að draga sig í hlé í forsetakosningunum vestanhafs. Alls eru 56 prósent Demókrata sama sinnis og sjö af hverjum tíu óháðum. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Washington Post, ABC News og Ipsos. Þrátt fyrir að þær raddir heyrist sífellt hærra sem kalla eftir því að forsetinn stigi til hliðar aldurs síns vegna hefur Biden þvertekið fyrir að hafa nokkuð slíkt í hyggju. Könnunin sýnir hins vegar að staðhæfingar forsetans um að það sé aðeins ákveðin „flokkselíta“ sem vilji að hann víki eiga ekki við rök að styðjast. Þátttakendur í könnuninni voru einnig spurðir að því hvort þeir vildu heldur sjá Biden eða Donald Trump í Hvíta húsinu en stuðningur við frambjóðendurna virðist hnífjafn; báðir mældust með 46 prósent stuðning. Þetta er ekki alveg í takt við aðrar kannanir en Washington Post greinir frá því að ef niðurstöður átta annarra skoðanakannana, sem teknar voru eftir kappræður Biden og Trump, eru skoðaðar hefur forskot Trump aukist úr einu prósenti fyrir kappræðurnar í 3,5 prósent eftir kappræðurnar. Á þessum tíma fyrir fjórum árum var Biden með níu til ellefu prósent forskot á Trump og sigraði hann með 4,6 prósent mun. Athygli vekur að 50 prósent Bandaríkjamanna vilja að Trump stígi til hliðar sem forsetaefni Repúblikanaflokksins. Þá segja 58 prósent að báðir séu of gamlir til að sinna forsetaembættinu. Demókratar voru einnig spurðir opinnar spurningar um hvern þeir vildu sjá taka við af Biden. Alls nefndu 29 prósent Kamölu Harris varaforseta, sjö prósent Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, og fjögur prósent Michelle Obama. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Washington Post, ABC News og Ipsos. Þrátt fyrir að þær raddir heyrist sífellt hærra sem kalla eftir því að forsetinn stigi til hliðar aldurs síns vegna hefur Biden þvertekið fyrir að hafa nokkuð slíkt í hyggju. Könnunin sýnir hins vegar að staðhæfingar forsetans um að það sé aðeins ákveðin „flokkselíta“ sem vilji að hann víki eiga ekki við rök að styðjast. Þátttakendur í könnuninni voru einnig spurðir að því hvort þeir vildu heldur sjá Biden eða Donald Trump í Hvíta húsinu en stuðningur við frambjóðendurna virðist hnífjafn; báðir mældust með 46 prósent stuðning. Þetta er ekki alveg í takt við aðrar kannanir en Washington Post greinir frá því að ef niðurstöður átta annarra skoðanakannana, sem teknar voru eftir kappræður Biden og Trump, eru skoðaðar hefur forskot Trump aukist úr einu prósenti fyrir kappræðurnar í 3,5 prósent eftir kappræðurnar. Á þessum tíma fyrir fjórum árum var Biden með níu til ellefu prósent forskot á Trump og sigraði hann með 4,6 prósent mun. Athygli vekur að 50 prósent Bandaríkjamanna vilja að Trump stígi til hliðar sem forsetaefni Repúblikanaflokksins. Þá segja 58 prósent að báðir séu of gamlir til að sinna forsetaembættinu. Demókratar voru einnig spurðir opinnar spurningar um hvern þeir vildu sjá taka við af Biden. Alls nefndu 29 prósent Kamölu Harris varaforseta, sjö prósent Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, og fjögur prósent Michelle Obama.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira