Sýslumaður hótar því að taka aðventista af skrá Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2024 10:09 Gavin Anthony er prestur og formaður stjórnar félasgs Kirkju sjöunda dags aðventista. Hann og aðrir stjórnarmenn hafa ítrekað slegið því á frest að klára aðalfund sem hófst fyrir tveimur árum og nú er sýslumaður farinn að ókyrrast. vísir/vilhelm Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur ritað stjórn Kirkju sjöunda dags aðventista bréf þar sem hann krefst þess að ef stjórnin ljúki ekki aðalfundi sem staðið hefur í tvö ár fyrir 10. ágúst næstkomandi þá muni hann grípa til þess að fella félagið af skrá sem trúfélag. Þetta er samkvæmt heimildum Vísis. Halldór Þormar Halldórsson fulltrúi sýslumanns er í fyrirsvari fyrir trúfélög og lífsskoðunarfélög. Hann segist ekki geta staðfest þetta, málið sé í vinnslu en almennt megi segja að þegar félag er fellt af skrá missi það það réttindi sem það öðlast við skráningu. Halldór Þormar er fulltrúi sýslumanns og hann segir að til að vera fullgilt trúfélag þurfi að uppfylla ýmis skilyrði. Sýslumaður hefur ritað KSDA bréf þar sem tilkynnt er að ef aðalfundur verði ekki haldinn fyrir 10. ágúst verði KSDA tekið af skrá sem trúfélag. „Það eru greiðsla á sóknargjöldum, sem eru um 1.000 kr. á hvern félagsmann á mánuði. Félagið getur ekki formlega kallað sig trúfélag, þótt strangt til tekið sé ekkert sem kemur í veg fyrir það. Forstöðumaður í skráðu trúfélagi getur gefið fólk saman í hjúskap, en sá réttur fellur niður. Í reynd fellur líka niður réttur til að standa að öðrum athöfnum, eins og skírn og greftrun, en engu að síður eru reglur varðandi það mjög lauslegar og hver sem er getur gefið barni nafn, sem er svo tilkynnt til Þjóðskrár,“ segir Halldór. Vísir náði ekki tali af aðventistum, þegar hringt var í opinbert símanúmer var bara símsvari og boðið upp á að lesa inn skilaboð. Gavin Anthony skráður formaður Aðventista svaraði ekki síma en eftir því sem Vísir kemst næst eru skráðir meðlimir í KSDA um fimm hundruð en um 150 þeirra eru virkir. Engar heimildir til opinberrar eignaupptöku Samkvæmt heimildum Vísis er uppi orðrómur innan safnaðarins um að ef félagið verði tekið af skrá muni sýslumaður gera upptækar eigur og frysta reikninga félagsins. Að sögn Halldórs Þormars er engu slíku til að dreifa, sýslumaður hefur engar slíkar heimildir. „Nei, hið opinbera hefur engan rétt á eignaupptöku, hvorki félaga né einstaklinga, nema að undangengnum dómi og sá dómur þarf að byggja á lagaheimildum. Það eru engar heimildir í lögum til að haldleggja eignir trúfélaga.“ Gríðarleg ólga hefur verið innan raða Kirkju sjöunda dags aðventista. Og hefur hópur innan safnaðarins kært stjórnina. Deilurnar snúast aðallega um samninga KSDA við Eden Mining sem hefur milligöngu um alla efnissölu til Heidelberg. Í landi aðventista, í Þrengslunum, er að finna miklar námur sem Heidelberg hefur nýtt til að grafa fyrir íblöndunarefni í sement. Margir meðlimir telja þar ýmislegt fara á milli mála og krefjast svara en stjórnin neitar að afhenda gögn. Það er ekki létt verk fyrir aðventista að stíga fram og gagnrýna stjórnina, það er meira að segja talið siðferðilega hæpið en langlundargeð hluta safnaðarins er brostið og hafa til að mynda Jón Hjörleifur og Ómar Torfason, félagar í KSDA ritað opinbert bréf þar sem þeir boða kærur og að tala um valdarán. Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti og guðfræðingur hefur haldið af mikilli nákvæmni utan um allt sem að þessu snýr á vefsíðu sem hann heldur úti og heitir theminingcase.com. Staðan er sem sagt sú að aðalfundi sem haldinn var fyrir tveimur árum hefur ítrekað verið frestað og vilja því margir meðima líta svo á að um hafi verið að ræða valdarán innan safnaðarins. Og stjórnin sitji umboðslaus. Hvaða skilyrði þarf trúfélag að uppfylla? Halldór Þormar var þá spurður hvað það þýddi almennt fyrir trúfélag að vera fellt af skrá, umfram það sem fram hefur komið í svörum hans? Halldór sagði að þegar félag fær skráningu þurfi það að uppfylla ákveðin skilyrði og veita tilteknar upplýsingar. Þessi atriði eru: - Að félagið snúist um átrúnað með merkingarbærum hætti - Að starfsemi félagsins sé virk og stöðug. - Að félagið hafi lög og reglur, sem þurfa eðli síns vegna að uppfylla almennar félagareglur sem gera almennt ráð fyrir lýðræðislegum stjórnarháttum, þar sem reglurnar þurfa að kveða á um hverjir skipi forstöðumann og hvernig stjórn sé valin svo fátt sé nefnt. Félag þarf einnig að vera opið öllum sem uppfylla almenn skilyrði. - Að félagið geri grein fyrir ráðstöfun fjármuna og hvernig það verði rekið. Eignir, tekjur, gjöld og skuldir. - Að geta staðið fyrir athöfnum eins og hjúskaparvígslu, nafngift og greftrun og hvernig það verði gert - Að tilkynna til yfirvalda allar breytingar sem verða á þessum atriðum og skila skýrslu um starfsemina og ráðstöfun fjármuna árlega Halldór Þormar segir að ef þessum reglum sé ekki fullnægt að jafnaði geti félagið talist óstarfhæft og/eða að það hafi vanrækt skyldu sína. „Þá hafa yfirvöld tvo kosti. Annarsvegar að svipta forstöðumann félagsins rétti hans til starfans og hinsvegar að fella félagið af skrá, eða með öðrum orðum afturkalla skráningu þess. Það er ekki ljóst hvað felst í því að svipta forstöðumann rétti hans til starfans, en ætla má að þar sé átt við að koma fram fyrir hönd félagsins og gefa fólk saman í hjúskap. Erfið staða innan KSDA Staðan innan KSDA er því slæm, þar er allt í heljargreipum og fólk þorir vart að tala saman, enginn þorir að stíga fram. Einn er þó sá maður sem hefur ekki viljað una stöðunni opinberlega en það er Jón Hjörleifur sem hefur ritað Gavin bréf þar sem hann minnir hann á predikun sem hann hélt um fyrirgefninguna. Að fyrsta skrefið að sátt þyrfti sá að stíga sem gert hefur á hluta hins. Jón Hjörleifur segist gera ráð fyrir því að Gavín hafi verið að meina órólegu deildina innan aðventista, en Gavin sé ekki samkvæmur sjálfum sér því hann svari sér ekki. Trúmál Stjórnsýsla Dómsmál Félagasamtök Deilur um iðnað í Ölfusi Námuvinnsla Ölfus Tengdar fréttir Mögulegt umboðsleysi stjórnar Aðventista gæti skipt Ölfyssinga máli Kristinn Hallgrímsson lögmaður hjá ARTA lögmönnum hefur sent bæjarstjórn Ölfuss bréf þar sem hann varar hana við hugsanlegu umboðsleysi stjórnar Kirkju sjöunda dags aðventista við efnisölu (KSDA). 17. maí 2024 11:51 Segja valdarán framið og kirkju aðventista klofna Tveir félagar í Kirkju sjöunda dags aðventista (KSDA) bera stjórn safnaðarins þungum sökum og segja að þar hafi verið framið valdarán. Þeir segja söfnuðinn klofinn en undir lúra milljarða samningar þar sem heilt fjall er mulið og selt úr landi. 23. apríl 2024 08:50 Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. 6. nóvember 2023 13:55 Aðventistar takast á um námugröft innan sinna vébanda Í kvöld hefst kjörfundur kirkju Sjöundadags aðventista en þar má búast við því að tekist verði á um óbeina aðkomu Aðventkirkjunnar að risavöxnu verkefni HeidelbergCement í Þorlákshöfn. Vel gæti komið til hallarbyltingar innan safnaðarins. 22. september 2022 13:31 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Þetta er samkvæmt heimildum Vísis. Halldór Þormar Halldórsson fulltrúi sýslumanns er í fyrirsvari fyrir trúfélög og lífsskoðunarfélög. Hann segist ekki geta staðfest þetta, málið sé í vinnslu en almennt megi segja að þegar félag er fellt af skrá missi það það réttindi sem það öðlast við skráningu. Halldór Þormar er fulltrúi sýslumanns og hann segir að til að vera fullgilt trúfélag þurfi að uppfylla ýmis skilyrði. Sýslumaður hefur ritað KSDA bréf þar sem tilkynnt er að ef aðalfundur verði ekki haldinn fyrir 10. ágúst verði KSDA tekið af skrá sem trúfélag. „Það eru greiðsla á sóknargjöldum, sem eru um 1.000 kr. á hvern félagsmann á mánuði. Félagið getur ekki formlega kallað sig trúfélag, þótt strangt til tekið sé ekkert sem kemur í veg fyrir það. Forstöðumaður í skráðu trúfélagi getur gefið fólk saman í hjúskap, en sá réttur fellur niður. Í reynd fellur líka niður réttur til að standa að öðrum athöfnum, eins og skírn og greftrun, en engu að síður eru reglur varðandi það mjög lauslegar og hver sem er getur gefið barni nafn, sem er svo tilkynnt til Þjóðskrár,“ segir Halldór. Vísir náði ekki tali af aðventistum, þegar hringt var í opinbert símanúmer var bara símsvari og boðið upp á að lesa inn skilaboð. Gavin Anthony skráður formaður Aðventista svaraði ekki síma en eftir því sem Vísir kemst næst eru skráðir meðlimir í KSDA um fimm hundruð en um 150 þeirra eru virkir. Engar heimildir til opinberrar eignaupptöku Samkvæmt heimildum Vísis er uppi orðrómur innan safnaðarins um að ef félagið verði tekið af skrá muni sýslumaður gera upptækar eigur og frysta reikninga félagsins. Að sögn Halldórs Þormars er engu slíku til að dreifa, sýslumaður hefur engar slíkar heimildir. „Nei, hið opinbera hefur engan rétt á eignaupptöku, hvorki félaga né einstaklinga, nema að undangengnum dómi og sá dómur þarf að byggja á lagaheimildum. Það eru engar heimildir í lögum til að haldleggja eignir trúfélaga.“ Gríðarleg ólga hefur verið innan raða Kirkju sjöunda dags aðventista. Og hefur hópur innan safnaðarins kært stjórnina. Deilurnar snúast aðallega um samninga KSDA við Eden Mining sem hefur milligöngu um alla efnissölu til Heidelberg. Í landi aðventista, í Þrengslunum, er að finna miklar námur sem Heidelberg hefur nýtt til að grafa fyrir íblöndunarefni í sement. Margir meðlimir telja þar ýmislegt fara á milli mála og krefjast svara en stjórnin neitar að afhenda gögn. Það er ekki létt verk fyrir aðventista að stíga fram og gagnrýna stjórnina, það er meira að segja talið siðferðilega hæpið en langlundargeð hluta safnaðarins er brostið og hafa til að mynda Jón Hjörleifur og Ómar Torfason, félagar í KSDA ritað opinbert bréf þar sem þeir boða kærur og að tala um valdarán. Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti og guðfræðingur hefur haldið af mikilli nákvæmni utan um allt sem að þessu snýr á vefsíðu sem hann heldur úti og heitir theminingcase.com. Staðan er sem sagt sú að aðalfundi sem haldinn var fyrir tveimur árum hefur ítrekað verið frestað og vilja því margir meðima líta svo á að um hafi verið að ræða valdarán innan safnaðarins. Og stjórnin sitji umboðslaus. Hvaða skilyrði þarf trúfélag að uppfylla? Halldór Þormar var þá spurður hvað það þýddi almennt fyrir trúfélag að vera fellt af skrá, umfram það sem fram hefur komið í svörum hans? Halldór sagði að þegar félag fær skráningu þurfi það að uppfylla ákveðin skilyrði og veita tilteknar upplýsingar. Þessi atriði eru: - Að félagið snúist um átrúnað með merkingarbærum hætti - Að starfsemi félagsins sé virk og stöðug. - Að félagið hafi lög og reglur, sem þurfa eðli síns vegna að uppfylla almennar félagareglur sem gera almennt ráð fyrir lýðræðislegum stjórnarháttum, þar sem reglurnar þurfa að kveða á um hverjir skipi forstöðumann og hvernig stjórn sé valin svo fátt sé nefnt. Félag þarf einnig að vera opið öllum sem uppfylla almenn skilyrði. - Að félagið geri grein fyrir ráðstöfun fjármuna og hvernig það verði rekið. Eignir, tekjur, gjöld og skuldir. - Að geta staðið fyrir athöfnum eins og hjúskaparvígslu, nafngift og greftrun og hvernig það verði gert - Að tilkynna til yfirvalda allar breytingar sem verða á þessum atriðum og skila skýrslu um starfsemina og ráðstöfun fjármuna árlega Halldór Þormar segir að ef þessum reglum sé ekki fullnægt að jafnaði geti félagið talist óstarfhæft og/eða að það hafi vanrækt skyldu sína. „Þá hafa yfirvöld tvo kosti. Annarsvegar að svipta forstöðumann félagsins rétti hans til starfans og hinsvegar að fella félagið af skrá, eða með öðrum orðum afturkalla skráningu þess. Það er ekki ljóst hvað felst í því að svipta forstöðumann rétti hans til starfans, en ætla má að þar sé átt við að koma fram fyrir hönd félagsins og gefa fólk saman í hjúskap. Erfið staða innan KSDA Staðan innan KSDA er því slæm, þar er allt í heljargreipum og fólk þorir vart að tala saman, enginn þorir að stíga fram. Einn er þó sá maður sem hefur ekki viljað una stöðunni opinberlega en það er Jón Hjörleifur sem hefur ritað Gavin bréf þar sem hann minnir hann á predikun sem hann hélt um fyrirgefninguna. Að fyrsta skrefið að sátt þyrfti sá að stíga sem gert hefur á hluta hins. Jón Hjörleifur segist gera ráð fyrir því að Gavín hafi verið að meina órólegu deildina innan aðventista, en Gavin sé ekki samkvæmur sjálfum sér því hann svari sér ekki.
- Að félagið snúist um átrúnað með merkingarbærum hætti - Að starfsemi félagsins sé virk og stöðug. - Að félagið hafi lög og reglur, sem þurfa eðli síns vegna að uppfylla almennar félagareglur sem gera almennt ráð fyrir lýðræðislegum stjórnarháttum, þar sem reglurnar þurfa að kveða á um hverjir skipi forstöðumann og hvernig stjórn sé valin svo fátt sé nefnt. Félag þarf einnig að vera opið öllum sem uppfylla almenn skilyrði. - Að félagið geri grein fyrir ráðstöfun fjármuna og hvernig það verði rekið. Eignir, tekjur, gjöld og skuldir. - Að geta staðið fyrir athöfnum eins og hjúskaparvígslu, nafngift og greftrun og hvernig það verði gert - Að tilkynna til yfirvalda allar breytingar sem verða á þessum atriðum og skila skýrslu um starfsemina og ráðstöfun fjármuna árlega
Trúmál Stjórnsýsla Dómsmál Félagasamtök Deilur um iðnað í Ölfusi Námuvinnsla Ölfus Tengdar fréttir Mögulegt umboðsleysi stjórnar Aðventista gæti skipt Ölfyssinga máli Kristinn Hallgrímsson lögmaður hjá ARTA lögmönnum hefur sent bæjarstjórn Ölfuss bréf þar sem hann varar hana við hugsanlegu umboðsleysi stjórnar Kirkju sjöunda dags aðventista við efnisölu (KSDA). 17. maí 2024 11:51 Segja valdarán framið og kirkju aðventista klofna Tveir félagar í Kirkju sjöunda dags aðventista (KSDA) bera stjórn safnaðarins þungum sökum og segja að þar hafi verið framið valdarán. Þeir segja söfnuðinn klofinn en undir lúra milljarða samningar þar sem heilt fjall er mulið og selt úr landi. 23. apríl 2024 08:50 Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. 6. nóvember 2023 13:55 Aðventistar takast á um námugröft innan sinna vébanda Í kvöld hefst kjörfundur kirkju Sjöundadags aðventista en þar má búast við því að tekist verði á um óbeina aðkomu Aðventkirkjunnar að risavöxnu verkefni HeidelbergCement í Þorlákshöfn. Vel gæti komið til hallarbyltingar innan safnaðarins. 22. september 2022 13:31 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Mögulegt umboðsleysi stjórnar Aðventista gæti skipt Ölfyssinga máli Kristinn Hallgrímsson lögmaður hjá ARTA lögmönnum hefur sent bæjarstjórn Ölfuss bréf þar sem hann varar hana við hugsanlegu umboðsleysi stjórnar Kirkju sjöunda dags aðventista við efnisölu (KSDA). 17. maí 2024 11:51
Segja valdarán framið og kirkju aðventista klofna Tveir félagar í Kirkju sjöunda dags aðventista (KSDA) bera stjórn safnaðarins þungum sökum og segja að þar hafi verið framið valdarán. Þeir segja söfnuðinn klofinn en undir lúra milljarða samningar þar sem heilt fjall er mulið og selt úr landi. 23. apríl 2024 08:50
Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. 6. nóvember 2023 13:55
Aðventistar takast á um námugröft innan sinna vébanda Í kvöld hefst kjörfundur kirkju Sjöundadags aðventista en þar má búast við því að tekist verði á um óbeina aðkomu Aðventkirkjunnar að risavöxnu verkefni HeidelbergCement í Þorlákshöfn. Vel gæti komið til hallarbyltingar innan safnaðarins. 22. september 2022 13:31