Sætustu karlarnir eru á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júlí 2024 20:04 Freyja Stefanía, sem er nýorðin 100 ára og er elsti íbúi Vestmannaeyjabæjar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Freyja Stefanía í Vestmannaeyjum slær ekki slöku við en hún er elsti íbúi Eyjunnar, 100 ára gömul. Freyja hefur ferðast víða um heiminn en hún segir að Ísland sé alltaf best og þar séu sætustu karlarnir. Freyja gengur teinrétt um gangana í Hraunbúðum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili þar sem fer vel um hana með öðrum heimilisfólki. „Skaparinn hefur gefið mér þetta, ég hef bæði farið vel með mig að ég tel og er hraust að eðli,” segir Freyja. Freyja varð 100 ára fyrir nokkrum dögum, eða 26. júní, sama dag og Guðni forseti en hún fékk einmitt heillaskeyti frá honum, sem er komið upp á vegg í herberginu hennar. Heillaskeytið, sem Freyja fékk frá forseta Íslands þegar hún varð 100 ára 26. júní en það er sami afmælisdagur og Guðna Th. forseta lýðveldisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Freyja hefur ferðast mikið og meðal annars farið til Kína, Japans, Indlands, Balí, Tælands, Havaii og Rússlands svo eitthvað sé nefnt en Ísland er alltaf best segir hún. „Og ég kyssti Íslandi þegar ég kom til baka. Lagðist á hnén á flugvellinum, ég var svo fegin að vera á minni jörð, þó leið mér vel og allt en þetta var skrítin tilfinning, ég bara lagðist á hnén og kyssti jörðina,” segir hún. Er Ísland best í heimi? „Best í heimi já, það ég held og sætastir karlar,” segir Freyja og skellihlær. „Mér finnst mikið gaman að horfa á fallega menn eins og þig,” bætir hún við og hlær enn meira. En ætlar Freyja á þjóðhátíð? „Ég veit það ekki, það fer bara eftir því hvernig ég er svona.” Freyja með fréttamanni en hún er ótrúlega ern og hress orðin aldargömul. Henni líður mjög vel á Hraunbúðum.Aðsend En hvernig finnst Freyju að vera elsti íbúi Vestmannaeyjabæjar ? „Maður reynir þá að vera til fyrirmyndar og ég er þakklát fyrir það sem búið er að vona að ég fari að kveðja. Ég veit ekki hvenær maður er tilbúin,” segir Freyja. En þú lítur rosalega vel út og ert ern og hress. „Já, þakka þér fyrir, það er gott að heyra það. Það var ágætt að hitta þig og fólk er allt gott við mann, yndislegt bara,” segir elsti íbúi Vestmannaeyjarbæjar, Freyja Stefanía. Freyja segir að sætustu karlmenn heimsins séu á Íslandi en hún hefur ferðast til ótal landa í gegnum árin og hefur því góðan samanburð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Freyja gengur teinrétt um gangana í Hraunbúðum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili þar sem fer vel um hana með öðrum heimilisfólki. „Skaparinn hefur gefið mér þetta, ég hef bæði farið vel með mig að ég tel og er hraust að eðli,” segir Freyja. Freyja varð 100 ára fyrir nokkrum dögum, eða 26. júní, sama dag og Guðni forseti en hún fékk einmitt heillaskeyti frá honum, sem er komið upp á vegg í herberginu hennar. Heillaskeytið, sem Freyja fékk frá forseta Íslands þegar hún varð 100 ára 26. júní en það er sami afmælisdagur og Guðna Th. forseta lýðveldisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Freyja hefur ferðast mikið og meðal annars farið til Kína, Japans, Indlands, Balí, Tælands, Havaii og Rússlands svo eitthvað sé nefnt en Ísland er alltaf best segir hún. „Og ég kyssti Íslandi þegar ég kom til baka. Lagðist á hnén á flugvellinum, ég var svo fegin að vera á minni jörð, þó leið mér vel og allt en þetta var skrítin tilfinning, ég bara lagðist á hnén og kyssti jörðina,” segir hún. Er Ísland best í heimi? „Best í heimi já, það ég held og sætastir karlar,” segir Freyja og skellihlær. „Mér finnst mikið gaman að horfa á fallega menn eins og þig,” bætir hún við og hlær enn meira. En ætlar Freyja á þjóðhátíð? „Ég veit það ekki, það fer bara eftir því hvernig ég er svona.” Freyja með fréttamanni en hún er ótrúlega ern og hress orðin aldargömul. Henni líður mjög vel á Hraunbúðum.Aðsend En hvernig finnst Freyju að vera elsti íbúi Vestmannaeyjabæjar ? „Maður reynir þá að vera til fyrirmyndar og ég er þakklát fyrir það sem búið er að vona að ég fari að kveðja. Ég veit ekki hvenær maður er tilbúin,” segir Freyja. En þú lítur rosalega vel út og ert ern og hress. „Já, þakka þér fyrir, það er gott að heyra það. Það var ágætt að hitta þig og fólk er allt gott við mann, yndislegt bara,” segir elsti íbúi Vestmannaeyjarbæjar, Freyja Stefanía. Freyja segir að sætustu karlmenn heimsins séu á Íslandi en hún hefur ferðast til ótal landa í gegnum árin og hefur því góðan samanburð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira