Greinendur vænta þess að afkoma bankanna haldi áfram að versna
Greinendur gera að jafnaði ráð fyrir því að hagnaður stóru viðskiptabankanna sem skráðir eru í Kauphöll Íslands muni dragast nokkuð saman milli ára á öðrum ársfjórðungi. Útlit er fyrir að hagnaður bankanna fyrir tekjuskatt dragist saman um 18 til 20 prósent en miðað við þær spár munu þeir ekki ná arðsemismarkmiðum sínum.
Tengdar fréttir
Greinandi er „ekki sérlega“ bjartsýnn á þjónustutekjur Íslandsbanka í ár
Það mun vera þungur róður í fjárfestingarbankastarfsemi. Jakobsson Capital er „ekki sérlega bjartsýnt“ á þjónustutekjur Íslandsbanka í ár. Uppgjör bankans á fyrsta ársfjórðungi var lítillega undir væntingum greiningarfyrirtækisins að teknu tilliti til einskiptisliðar. Engu að síður er nýtt verðmat mun hærra en markaðsverð.
Íslandsbanki lokaði skortstöðu sinni á Kviku
Íslandsbanki hefur lokað skortstöðu í Kviku sem hann tók síðastliðna viku, samkvæmt upplýsingum Innherja. Athygli vekur að Íslandsbanki er með viðskiptavakt á hlutabréf Kviku og lánar að auki fjárfestum meðal annars til að kaup hlutabréf. Frá áramótum hefur gengi Kviku lækkað um ellefu prósent. Það er nokkru lægra en gengi Íslandsbanka sem hefur lækkað um 16 prósent, rétt eins og gengi Arion banka.
Tveir af stærstu hluthöfunum seldu í Íslandsbanka fyrir vel á annan milljarð
Tveir af stærstu lífeyrissjóðunum í hluthafahópi Íslandsbanka minnkuðu stöðu sína fyrir samanlagt vel á annan milljarð króna í liðnum mánuði þegar bankinn bauðst til að kaupa bréf hluthafa með öfugu tilboðsfyrirkomulagi. Hlutabréfaverð bankans hefur rétt úr kútnum undanfarna daga en stjórnvöld áforma að ráðast í tugmilljarða sölu síðar á árinu í gegnum almennt útboð.
„Nokkuð einhæf“ fjármögnun eykur endurfjármögnunaráhættu bankanna
Markaðsfjármögnun stóru viðskiptabankanna innanlands er enn „nokkuð einhæf“ og eigi að takast að minnka endurfjármögnunaráhættu þeirra er mikilvægt að þeim takist að auka útgáfur ótryggðra skuldabréfa í krónum, að sögn Seðlabankans. Bankarnir hafa hins vegar nýtt sér hagfelldari aðstæður á erlendum mörkuðum á þessu ári til að sækja sér fjármagn á betri kjörum en áður sem ætti að hafa jákvæð áhrif á útlánavexti.