„Fjölskyldustund“ Demókrata lokið án niðurstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2024 15:50 Mike Quigley frá Illinois sagðist eftir fundinn standa fastur á þeirri skoðun að Biden ætti að víkja en vildi ekki tjá sig frekar; hann væri þegar dottinn út af jólakortalistanum. AP/John McDonnell Fundi þingmanna Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings lauk nú fyrir stundu en til umræðu var staða Joe Biden sem forsetaefnis flokksins. Fáir vildu tjá sig á leið út af fundinum, sem viðstaddir lýstu sem „fjölskyldustund“ og vettvangi til að ræða saman og hlusta á aðra. Ef marka má ummæli þingmanna sem tjáðu sig eftir fundinn voru skoðanir skiptar en segja má að dregið hafi úr líkum á uppreisn gegn forsetanum. Richard E. Neal frá Massachusetts sagði að fundurinn hefði verið jákvæður en það væri enn of snemmt að spá fyrir um málalok. Lou Correa frá Kaliforníu sagði að margir hefðu lýst áhyggjum vegna Biden en jafnframt lýst yfir stuðningi við hann. Það virðist raunar vera sú lína sem margir Demókratar hafa ákveðið að taka; að viðra áhyggjur sínar en kalla samt ekki eindregið eftir því að forsetinn stígi til hliðar. „Þegar allt kemur til alls þá voru það kjósendur sem völdu Biden, ekki við í lokuðu herbergi,“ sagði Correa. „Þetta var gott fjölskyldusamtal,“ sagði Jim McGovern frá Massachusetts. „Það finnst einhver flötur á þessu.“ „Við erum ekki einu sinni að lesa sömu bókina“ Washington Post hefur eftir ónefndum þingmanni sagði allar raddir hafa heyrst á fundinum; þeirra sem vildu Biden áfram og þeirra sem vildu sjá hann draga sig í hlé. Menn hefðu verulegar áhyggjur að kosningabaráttan myndi halda áfram að litast af umræðu um aldur og getu Biden til að sinna forsetaembættinu. Annar sagði þingmenn einnig uggandi um hvaða áhrif frammistaða Biden myndi hafa á niðurstöður þingkosninga. Spurður að því hvort samstaða hefði náðst á fundinum sagði hann að menn hefðu að minnsta kosti verið sammála um að það væri Biden að taka endanlega ákvörðun um framhaldið. Steve Cohen frá Tennessee var beittari í svörum þegar hann var inntur eftir því hvort menn væru á sömu blaðsíðu. „Við erum ekki einu sinni að lesa sömu bókina,“ sagði hann. Margir þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Biden hafa lýst yfir einörðum stuðningi við forsetann, þeirra á meðal varaforsetinn Kamala Harris og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu. Sjálfur hefur Biden margítrekað að hann hafi alls ekki í hyggju að láta gott heita. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Fáir vildu tjá sig á leið út af fundinum, sem viðstaddir lýstu sem „fjölskyldustund“ og vettvangi til að ræða saman og hlusta á aðra. Ef marka má ummæli þingmanna sem tjáðu sig eftir fundinn voru skoðanir skiptar en segja má að dregið hafi úr líkum á uppreisn gegn forsetanum. Richard E. Neal frá Massachusetts sagði að fundurinn hefði verið jákvæður en það væri enn of snemmt að spá fyrir um málalok. Lou Correa frá Kaliforníu sagði að margir hefðu lýst áhyggjum vegna Biden en jafnframt lýst yfir stuðningi við hann. Það virðist raunar vera sú lína sem margir Demókratar hafa ákveðið að taka; að viðra áhyggjur sínar en kalla samt ekki eindregið eftir því að forsetinn stígi til hliðar. „Þegar allt kemur til alls þá voru það kjósendur sem völdu Biden, ekki við í lokuðu herbergi,“ sagði Correa. „Þetta var gott fjölskyldusamtal,“ sagði Jim McGovern frá Massachusetts. „Það finnst einhver flötur á þessu.“ „Við erum ekki einu sinni að lesa sömu bókina“ Washington Post hefur eftir ónefndum þingmanni sagði allar raddir hafa heyrst á fundinum; þeirra sem vildu Biden áfram og þeirra sem vildu sjá hann draga sig í hlé. Menn hefðu verulegar áhyggjur að kosningabaráttan myndi halda áfram að litast af umræðu um aldur og getu Biden til að sinna forsetaembættinu. Annar sagði þingmenn einnig uggandi um hvaða áhrif frammistaða Biden myndi hafa á niðurstöður þingkosninga. Spurður að því hvort samstaða hefði náðst á fundinum sagði hann að menn hefðu að minnsta kosti verið sammála um að það væri Biden að taka endanlega ákvörðun um framhaldið. Steve Cohen frá Tennessee var beittari í svörum þegar hann var inntur eftir því hvort menn væru á sömu blaðsíðu. „Við erum ekki einu sinni að lesa sömu bókina,“ sagði hann. Margir þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Biden hafa lýst yfir einörðum stuðningi við forsetann, þeirra á meðal varaforsetinn Kamala Harris og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu. Sjálfur hefur Biden margítrekað að hann hafi alls ekki í hyggju að láta gott heita.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira