Stefán Teitur seldur til Preston Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 14:18 Stefán Teitur Þórðarson er orðinn leikmaður Preston. Hér er hann á ferðinni gegn Hollandi í síðasta mánuði, í 20. A-landsleik sínum. Getty/Jose Breton Enska knattspyrnufélagið Preston North End tilkynnti í dag um kaup á Skagamanninum eftirsótta Stefáni Teiti Þórðarsyni, frá danska félaginu Silkeborg. Kaupverðið er ekki gefið upp en í tilkynningu frá Silkeborg um helgina kom fram að félagið væri í viðræðum vegna Stefáns, og gerði nú ráð fyrir að hagnaður ársins yrði 140 milljónum íslenskra króna meiri en áður var talið. Welcome to PNE, Stefán Teitur Thórdarson. 🇮🇸The Iceland international joins us on a three-year deal from Silkeborg IF for an undisclosed fee. ✍️#pnefc— Preston North End FC (@pnefc) July 9, 2024 Stefán Teitur er miðjumaður sem á að baki 20 A-landsleiki fyrir Ísland, þar af einn gegn Englandi á Wembley í júní. „Ég er í skýjunum. Ég er mjög stoltur af mér og minni fjölskyldu nú þegar ég geng í raðir svona stórs félags. Þetta er draumur að rætast hjá mér,“ segir Stefán Teitur á heimasíðu Preston. Preston leikur í næstefstu deild Englands og endaði þar í tíunda sæti á síðustu leiktíð. Fleiri félög í sömu deild munu hafa barist um starfskrafta Stefáns Teits því Tipsbladet í Danmörku greindi frá miklum áhuga bæði Derby og QPR. Ný stjórinn hans, Ryan Lowe, sagði mikið fagnaðarefni að hafa landað Stefáni, sérstaklega vegna áhuga annarra félaga í deildinni. Stefán Teitur er 25 ára og kom til Silkeborg fyrir fjórum árum, frá uppeldisfélagi sínu ÍA. Hann lék yfir hundrað leiki fyrir Silkeborg og skoraði á síðustu leiktíð 11 mörk, og varð danskur bikarmeistari. Danski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira
Kaupverðið er ekki gefið upp en í tilkynningu frá Silkeborg um helgina kom fram að félagið væri í viðræðum vegna Stefáns, og gerði nú ráð fyrir að hagnaður ársins yrði 140 milljónum íslenskra króna meiri en áður var talið. Welcome to PNE, Stefán Teitur Thórdarson. 🇮🇸The Iceland international joins us on a three-year deal from Silkeborg IF for an undisclosed fee. ✍️#pnefc— Preston North End FC (@pnefc) July 9, 2024 Stefán Teitur er miðjumaður sem á að baki 20 A-landsleiki fyrir Ísland, þar af einn gegn Englandi á Wembley í júní. „Ég er í skýjunum. Ég er mjög stoltur af mér og minni fjölskyldu nú þegar ég geng í raðir svona stórs félags. Þetta er draumur að rætast hjá mér,“ segir Stefán Teitur á heimasíðu Preston. Preston leikur í næstefstu deild Englands og endaði þar í tíunda sæti á síðustu leiktíð. Fleiri félög í sömu deild munu hafa barist um starfskrafta Stefáns Teits því Tipsbladet í Danmörku greindi frá miklum áhuga bæði Derby og QPR. Ný stjórinn hans, Ryan Lowe, sagði mikið fagnaðarefni að hafa landað Stefáni, sérstaklega vegna áhuga annarra félaga í deildinni. Stefán Teitur er 25 ára og kom til Silkeborg fyrir fjórum árum, frá uppeldisfélagi sínu ÍA. Hann lék yfir hundrað leiki fyrir Silkeborg og skoraði á síðustu leiktíð 11 mörk, og varð danskur bikarmeistari.
Danski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira