Man United nálægt því að selja Greenwood til Frakklands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júlí 2024 15:00 Mason Greenwood gæti verið á leið til Frakklands. Diego Souto/Getty Images Franska úrvalsdeildarliðið Marseille nálgast það að festa kaup á hinum 22 ára gamla Mason Greenwood frá Manchester United. Greenwood hefur ekki leikið með United í um tvö og hálft ár, eða síðan hann var sakaður um kynferðisbrot og heimilisofbeldi gagnvart kærustu sinni árið 2022. Hann fékk þó tækifæri með Getafe á síðasta tímabili þar sem hann var á láni frá United. Hjá Getafe lék Greenwood 33 deildarleiki og skoraði í þeim átta mörk. Frá árinu 2018 hefur Greenwood leikið 83 deildarleiki fyrir United og skoraði í þeim 22 mörk. Þá hefur hann leikið einn leik fyrir enska landsliðið árið 2020. Sá leikur var á Laugardalsvelli þar sem Englendingar unnu 1-0 sigur gegn íslenska landsliðinu. Leikurinn dró þó dilk á eftir sér fyrir Greenwood og kollega hans hjá Manchester City, Phil Foden. Nú virðist kafla Greenwood hjá Manchester United hins vegar vera að ljúka. Greenwood er sagður vera á leið til Marseille í Frakklandi fyrir um 30 milljónir punda, eða um 5,3 milljarða íslenskra króna. Marseille sendi tilboð í leikmanninn í gær og er talið að samningaviðræður gangi vel. Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir hins vegar frá því að United vilji fá 40-50 prósent af söluverði Greenwoods ef Marseille selur leikmanninn aftur í framtíðinni. 🚨🔴 More on Mason Greenwood. In any case, Man United will include big sell-on clause into the deal.It could be even up to 40/50% of the future sale, clubs are in talks about that.Olympique Marseille, getting closer after official bid sent earlier today. 🔵⚪️⏳ pic.twitter.com/DgScFv8lny— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 8, 2024 Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Greenwood hefur ekki leikið með United í um tvö og hálft ár, eða síðan hann var sakaður um kynferðisbrot og heimilisofbeldi gagnvart kærustu sinni árið 2022. Hann fékk þó tækifæri með Getafe á síðasta tímabili þar sem hann var á láni frá United. Hjá Getafe lék Greenwood 33 deildarleiki og skoraði í þeim átta mörk. Frá árinu 2018 hefur Greenwood leikið 83 deildarleiki fyrir United og skoraði í þeim 22 mörk. Þá hefur hann leikið einn leik fyrir enska landsliðið árið 2020. Sá leikur var á Laugardalsvelli þar sem Englendingar unnu 1-0 sigur gegn íslenska landsliðinu. Leikurinn dró þó dilk á eftir sér fyrir Greenwood og kollega hans hjá Manchester City, Phil Foden. Nú virðist kafla Greenwood hjá Manchester United hins vegar vera að ljúka. Greenwood er sagður vera á leið til Marseille í Frakklandi fyrir um 30 milljónir punda, eða um 5,3 milljarða íslenskra króna. Marseille sendi tilboð í leikmanninn í gær og er talið að samningaviðræður gangi vel. Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir hins vegar frá því að United vilji fá 40-50 prósent af söluverði Greenwoods ef Marseille selur leikmanninn aftur í framtíðinni. 🚨🔴 More on Mason Greenwood. In any case, Man United will include big sell-on clause into the deal.It could be even up to 40/50% of the future sale, clubs are in talks about that.Olympique Marseille, getting closer after official bid sent earlier today. 🔵⚪️⏳ pic.twitter.com/DgScFv8lny— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 8, 2024
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti