Man United nálægt því að selja Greenwood til Frakklands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júlí 2024 15:00 Mason Greenwood gæti verið á leið til Frakklands. Diego Souto/Getty Images Franska úrvalsdeildarliðið Marseille nálgast það að festa kaup á hinum 22 ára gamla Mason Greenwood frá Manchester United. Greenwood hefur ekki leikið með United í um tvö og hálft ár, eða síðan hann var sakaður um kynferðisbrot og heimilisofbeldi gagnvart kærustu sinni árið 2022. Hann fékk þó tækifæri með Getafe á síðasta tímabili þar sem hann var á láni frá United. Hjá Getafe lék Greenwood 33 deildarleiki og skoraði í þeim átta mörk. Frá árinu 2018 hefur Greenwood leikið 83 deildarleiki fyrir United og skoraði í þeim 22 mörk. Þá hefur hann leikið einn leik fyrir enska landsliðið árið 2020. Sá leikur var á Laugardalsvelli þar sem Englendingar unnu 1-0 sigur gegn íslenska landsliðinu. Leikurinn dró þó dilk á eftir sér fyrir Greenwood og kollega hans hjá Manchester City, Phil Foden. Nú virðist kafla Greenwood hjá Manchester United hins vegar vera að ljúka. Greenwood er sagður vera á leið til Marseille í Frakklandi fyrir um 30 milljónir punda, eða um 5,3 milljarða íslenskra króna. Marseille sendi tilboð í leikmanninn í gær og er talið að samningaviðræður gangi vel. Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir hins vegar frá því að United vilji fá 40-50 prósent af söluverði Greenwoods ef Marseille selur leikmanninn aftur í framtíðinni. 🚨🔴 More on Mason Greenwood. In any case, Man United will include big sell-on clause into the deal.It could be even up to 40/50% of the future sale, clubs are in talks about that.Olympique Marseille, getting closer after official bid sent earlier today. 🔵⚪️⏳ pic.twitter.com/DgScFv8lny— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 8, 2024 Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Greenwood hefur ekki leikið með United í um tvö og hálft ár, eða síðan hann var sakaður um kynferðisbrot og heimilisofbeldi gagnvart kærustu sinni árið 2022. Hann fékk þó tækifæri með Getafe á síðasta tímabili þar sem hann var á láni frá United. Hjá Getafe lék Greenwood 33 deildarleiki og skoraði í þeim átta mörk. Frá árinu 2018 hefur Greenwood leikið 83 deildarleiki fyrir United og skoraði í þeim 22 mörk. Þá hefur hann leikið einn leik fyrir enska landsliðið árið 2020. Sá leikur var á Laugardalsvelli þar sem Englendingar unnu 1-0 sigur gegn íslenska landsliðinu. Leikurinn dró þó dilk á eftir sér fyrir Greenwood og kollega hans hjá Manchester City, Phil Foden. Nú virðist kafla Greenwood hjá Manchester United hins vegar vera að ljúka. Greenwood er sagður vera á leið til Marseille í Frakklandi fyrir um 30 milljónir punda, eða um 5,3 milljarða íslenskra króna. Marseille sendi tilboð í leikmanninn í gær og er talið að samningaviðræður gangi vel. Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir hins vegar frá því að United vilji fá 40-50 prósent af söluverði Greenwoods ef Marseille selur leikmanninn aftur í framtíðinni. 🚨🔴 More on Mason Greenwood. In any case, Man United will include big sell-on clause into the deal.It could be even up to 40/50% of the future sale, clubs are in talks about that.Olympique Marseille, getting closer after official bid sent earlier today. 🔵⚪️⏳ pic.twitter.com/DgScFv8lny— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 8, 2024
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira