Spá því að nýjum krabbameinstilfellum á Íslandi fjölgi um 57 prósent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2024 10:23 Krabbameinstilfellum mun fjölga en fleiri munu læknast eða lifa með meinið. Stöð 2 Árlegur meðalfjöldi nýrra krabbameinstilfella á Íslandi verður allt að 2.903 árið 2040 en um er að ræða 57 prósent fjölgun miðað við árslok 2022. Mannfjöldabreytingar munu knýja þróunina, ekki síst ört hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Þetta kemur fram í grein í Læknablaðinu, þar sem fjallað er um nýja rannsókn á nýgengi og algengi krabbameina á Íslandi til ársins 2040. Þar segir meðal annars að fyrirséð fjölgun krabbameinssjúklinga og bætt lifun muni auka álag á heilbrigðiskerfið, sem brýnt sé að bregðast við. Alls greindust 1.853 ný krabbameinstilfelli árið 2022 en líkt og fyrr segir verða þau 2.903 árið 2040 ef spá rannsakenda nær fram að ganga. Nýjum brjóstakrabbameinsgreiningum hjá konum mun fjölga úr 260 í 373 og blöðruhálskirtilskrabbameinsgreiningum hjá körlum úr 240 í 361, svo dæmi séu tekin. Gert er ráð fyrir að algengustu meinin verði þau sömu; í brjóstum, blöðruhálskirtli, ristli og endaþarmi, lungum og húð. Samkvæmt spánni mun þeim einnig fjölga verulega sem læknast af eða lifa með krabbameini. Í árslok 2040 verði fjöldi lifenda á bilinu 25 til 30 þúsund, sem er 40-76 prósent aukning. Framfarir í læknavísindum veki vonir um að fleiri læknist en áður. „Jafnvel þó að unnið verði markvisst að því að fyrirbyggja krabbamein er ljóst að fjölgun nýrra tilfella á Íslandi samhliða mikilli fjölgun þeirra sem lifa eftir greiningu krabbameins mun auka þörf fyrir sérhæfða og almenna heilbrigðisþjónustu. Til að mæta þeirri þörf er ljóst að víða þarf að bæta úrræði og geta niðurstöður þessarar rannsóknar verið leiðbeinandi við uppbyggingu nauðsynlegra innviða,“ segir í greininni. Athygli vekur að umrædd fjölgun nýrra krabbameinstilfella á Íslandi, 57 prósent, er töluvert meiri en á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt spám verður hún 41 prósent í Noregi, 24 prósent í Svíþjóð, 23 prósent í Danmörku og 21 prósent í Finnlandi. Í greininni segir að þetta megi rekja til þess að Íslendingar séu yngri þjóð og að eftirstríðsárakynslóðin sé hlutfallslega stærri hér á landi. Hér má finna greinina í heild. Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Þetta kemur fram í grein í Læknablaðinu, þar sem fjallað er um nýja rannsókn á nýgengi og algengi krabbameina á Íslandi til ársins 2040. Þar segir meðal annars að fyrirséð fjölgun krabbameinssjúklinga og bætt lifun muni auka álag á heilbrigðiskerfið, sem brýnt sé að bregðast við. Alls greindust 1.853 ný krabbameinstilfelli árið 2022 en líkt og fyrr segir verða þau 2.903 árið 2040 ef spá rannsakenda nær fram að ganga. Nýjum brjóstakrabbameinsgreiningum hjá konum mun fjölga úr 260 í 373 og blöðruhálskirtilskrabbameinsgreiningum hjá körlum úr 240 í 361, svo dæmi séu tekin. Gert er ráð fyrir að algengustu meinin verði þau sömu; í brjóstum, blöðruhálskirtli, ristli og endaþarmi, lungum og húð. Samkvæmt spánni mun þeim einnig fjölga verulega sem læknast af eða lifa með krabbameini. Í árslok 2040 verði fjöldi lifenda á bilinu 25 til 30 þúsund, sem er 40-76 prósent aukning. Framfarir í læknavísindum veki vonir um að fleiri læknist en áður. „Jafnvel þó að unnið verði markvisst að því að fyrirbyggja krabbamein er ljóst að fjölgun nýrra tilfella á Íslandi samhliða mikilli fjölgun þeirra sem lifa eftir greiningu krabbameins mun auka þörf fyrir sérhæfða og almenna heilbrigðisþjónustu. Til að mæta þeirri þörf er ljóst að víða þarf að bæta úrræði og geta niðurstöður þessarar rannsóknar verið leiðbeinandi við uppbyggingu nauðsynlegra innviða,“ segir í greininni. Athygli vekur að umrædd fjölgun nýrra krabbameinstilfella á Íslandi, 57 prósent, er töluvert meiri en á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt spám verður hún 41 prósent í Noregi, 24 prósent í Svíþjóð, 23 prósent í Danmörku og 21 prósent í Finnlandi. Í greininni segir að þetta megi rekja til þess að Íslendingar séu yngri þjóð og að eftirstríðsárakynslóðin sé hlutfallslega stærri hér á landi. Hér má finna greinina í heild.
Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira