Lífið

Reynir Pétur gengur miklu minna en hann gerði

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
kærasta sinn en hún heitir fullu nafni Hanný María Haraldsdóttir . Reynir Pétur Ingvarsson íbúi á Sólheimum á skutlunni sinni.
kærasta sinn en hún heitir fullu nafni Hanný María Haraldsdóttir . Reynir Pétur Ingvarsson íbúi á Sólheimum á skutlunni sinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Göngugarpurinn Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur heldur dregið úr gönguferðum sínum því hann er komin með gangráð af því að hann var svo fljótur að mæðast. Þess í stað hjólar hann mikið, auk þess að vera á rafskutlu.

Reynir Pétur varð landsfrægur þegar hann gekk hringinn í kringum landið 1985 og vakti athygli á stöðu fatlaðra. Hann er alsæll á Sólheimum þar sem hann hefur meira og minna alltaf búið en nú fer kappinn um allt á rafskutlunni sinni.

„Þetta er æðislega gaman en hæsti hraðinn er ekki nema 15 kílómetrar, það er alveg nóg innan svæðis, verksmiðjuhraði eins og það er kallað en þegar ég kemst ekki að hjóla vegna of mikils vinds þá er ég bara á svæðinu í bílaleik á skutlunni,” segir Reynir Pétur hlæjandi.

Ertu hættur að ganga eða hvað?

„Nei, nei, ég labba ekki eins mikið, ég hjóla meira, ég fékk gangráð því ég var svolítið mæðin þegar ég gell upp brekku en það kemur miklu minna niður á reiðhjóli, ég get hjólað á fullu.”

Reynir Pétur varð landsfrægur þegar hann gekk hringinn í kringum landið 1985 og vakti athygli á stöðu fatlaðra.Magnús Hlynur Hreiðarsson

En hvað er Reynir Pétur orðinn gamall?

„Halló amen, ég er 75 ára óvart frá síðastliðnu hausti,” segir Reynir Pétur og hlær enn meira og á þeirri stundu birtist Hanný kærasta hans og gefur honum koss.

„Við erum búin að vera saman frá 1984,” segir Hanný alsæl með kærasta sinn en hún heitir fullu nafni Hanný María Haraldsdóttir.

Hanný og Reynir Pétur eru búin að vera saman frá 1984.Magnús Hlynur Hreiðarsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×