N1-mót og Dyrfjallahlaup í skítaveðri Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 22:45 Þau Þórdís og Hemmi vonuðust eftir norðlenska blíðviðrinu sem aldrei kom á N1 mótinu. Staðan var ekki mikið skárri í Loðmundafirði, sem þáttakendur í Dyrfjallahlaupinu fóru um. vísir Ein stærsta ferðahelgi landsins stendur nú yfir. Landsmenn flykkjast um landið á fótboltamót, tónlistarhátíðir og langhlaup. Þessa helgina ætlar veðrið hins vegar að setja strik í reikninginn, að minnsta kosti á Norður- og Norðausturlandi. „Við erum á degi fjögur hér fyrir norðan. Það sást í bláan himinn í sirka sex mínútur í gærkvöldi, af þessum fjórum dögum,“ segir Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, í samtali við Vísi um ástandið á Akureyri þar sem N1-mótið fór fram þessa helgina. „Veðurspáin hefur líka verið of bjartsýn. Það var gert ráð fyrir frekar lítilli rigningu, en svo hefur bara verið hellidemba. Ljósi punkturinn er sennilega sá að það var mikil stemning að fara í jólahúsið hérna fyrir norðan í þremur gráðum.“ Svona var veðrið á mótinu alla þá fjóra daga sem það fór fram á Akureyri.vísir Hún viðurkennir að veðrið hafi haft áhrif á stemninguna, þó að bærinn sé smekkfullur og mótið gengið vel. „En það er bara frekar lágskýjað yfir fólki, vegna þess hversu blautt það er búið að vera. Þetta eru mínir fyrstu fjórir dagar í sumarfríi. Svo erum við að keyra heim á morgun og þá á þetta víst að breytast, með sól fyrir norðan og slæmu veðri fyrir sunnan. Það hefði verið að gaman að fá smjörþefinn af þessu norðlenska blíðvirði,“ „Þetta er samt búið að vera frábært. Og þessir leikir margir þeir mest spennandi sem ég hef horft á, á ævinni. Miklu meira spennandi en EM“ segir Þórdís. Bongó í fyrra en frost í ár Á Borgarfirði eystri var Dyrfjallahlaupið svokallaða haldið þessa helgina sömuleiðis. Rakel María Hjaltadóttir hafði beðið eftir hlaupinu með mikilli eftirvæntingu, eftir vel heppnað hlaup í blíðskaparveðri á síðasta ári. Í ár tók „skítakuldi“ á móti hlaupurum. „Ég var bara komin með hélaðar augabrúnir,“ segir Rakel María í samtali við Vísi. „Það var viðbjóðslega kalt.“ Í Dyrfjallahlaupinu er boðið upp á 11,7 kílómetraleið um Brúnavík, 24 kílómetra Víknaslóðaleið og 50 kílómetra „ultra“-hlaup. Rakel María fór alla fimmtíu kílómetrana. Á leið upp Kækjuskörð var mikill snjór en veðrið skánaði þó á köflum. Rakel María ásamt kærasta sínum Guðmundi Lúther fyrir hlaup.aðsend „Þetta var samt bara sturlað, þetta er eitt allra fallegasta hlaup á Íslandi. Það versta var að í fyrra sá maður útsýnið og þessa stórbrotnu náttúru sem maður fékk ekki alveg að njóta í dag. Við trúðum því ekki hvað það væri kalt í júlí á Íslandi. Þetta er alls ekki í lagi. Við vorum að frjósa núna á meðan við vorum í tuttugu stigum og logni í fyrra.“ Svona voru aðstæður í Loðmundarfirði. „Gæslan var upp á tíu. Það var björgunarsveitarfólk alls staðar. Mjög vel passað upp á okkur af því það var svo mikill kuldi. Hættulegar aðstæður sennilega á köflum,“ segir Rakel María sem sýndi fylgjendum sínum á Instagram frá ferðinni. Sólin lét sjá sig á köflum.aðsend Veður Hlaup Sumarmótin Akureyri Íþróttir barna Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
„Við erum á degi fjögur hér fyrir norðan. Það sást í bláan himinn í sirka sex mínútur í gærkvöldi, af þessum fjórum dögum,“ segir Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, í samtali við Vísi um ástandið á Akureyri þar sem N1-mótið fór fram þessa helgina. „Veðurspáin hefur líka verið of bjartsýn. Það var gert ráð fyrir frekar lítilli rigningu, en svo hefur bara verið hellidemba. Ljósi punkturinn er sennilega sá að það var mikil stemning að fara í jólahúsið hérna fyrir norðan í þremur gráðum.“ Svona var veðrið á mótinu alla þá fjóra daga sem það fór fram á Akureyri.vísir Hún viðurkennir að veðrið hafi haft áhrif á stemninguna, þó að bærinn sé smekkfullur og mótið gengið vel. „En það er bara frekar lágskýjað yfir fólki, vegna þess hversu blautt það er búið að vera. Þetta eru mínir fyrstu fjórir dagar í sumarfríi. Svo erum við að keyra heim á morgun og þá á þetta víst að breytast, með sól fyrir norðan og slæmu veðri fyrir sunnan. Það hefði verið að gaman að fá smjörþefinn af þessu norðlenska blíðvirði,“ „Þetta er samt búið að vera frábært. Og þessir leikir margir þeir mest spennandi sem ég hef horft á, á ævinni. Miklu meira spennandi en EM“ segir Þórdís. Bongó í fyrra en frost í ár Á Borgarfirði eystri var Dyrfjallahlaupið svokallaða haldið þessa helgina sömuleiðis. Rakel María Hjaltadóttir hafði beðið eftir hlaupinu með mikilli eftirvæntingu, eftir vel heppnað hlaup í blíðskaparveðri á síðasta ári. Í ár tók „skítakuldi“ á móti hlaupurum. „Ég var bara komin með hélaðar augabrúnir,“ segir Rakel María í samtali við Vísi. „Það var viðbjóðslega kalt.“ Í Dyrfjallahlaupinu er boðið upp á 11,7 kílómetraleið um Brúnavík, 24 kílómetra Víknaslóðaleið og 50 kílómetra „ultra“-hlaup. Rakel María fór alla fimmtíu kílómetrana. Á leið upp Kækjuskörð var mikill snjór en veðrið skánaði þó á köflum. Rakel María ásamt kærasta sínum Guðmundi Lúther fyrir hlaup.aðsend „Þetta var samt bara sturlað, þetta er eitt allra fallegasta hlaup á Íslandi. Það versta var að í fyrra sá maður útsýnið og þessa stórbrotnu náttúru sem maður fékk ekki alveg að njóta í dag. Við trúðum því ekki hvað það væri kalt í júlí á Íslandi. Þetta er alls ekki í lagi. Við vorum að frjósa núna á meðan við vorum í tuttugu stigum og logni í fyrra.“ Svona voru aðstæður í Loðmundarfirði. „Gæslan var upp á tíu. Það var björgunarsveitarfólk alls staðar. Mjög vel passað upp á okkur af því það var svo mikill kuldi. Hættulegar aðstæður sennilega á köflum,“ segir Rakel María sem sýndi fylgjendum sínum á Instagram frá ferðinni. Sólin lét sjá sig á köflum.aðsend
Veður Hlaup Sumarmótin Akureyri Íþróttir barna Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira