N1-mót og Dyrfjallahlaup í skítaveðri Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 22:45 Þau Þórdís og Hemmi vonuðust eftir norðlenska blíðviðrinu sem aldrei kom á N1 mótinu. Staðan var ekki mikið skárri í Loðmundafirði, sem þáttakendur í Dyrfjallahlaupinu fóru um. vísir Ein stærsta ferðahelgi landsins stendur nú yfir. Landsmenn flykkjast um landið á fótboltamót, tónlistarhátíðir og langhlaup. Þessa helgina ætlar veðrið hins vegar að setja strik í reikninginn, að minnsta kosti á Norður- og Norðausturlandi. „Við erum á degi fjögur hér fyrir norðan. Það sást í bláan himinn í sirka sex mínútur í gærkvöldi, af þessum fjórum dögum,“ segir Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, í samtali við Vísi um ástandið á Akureyri þar sem N1-mótið fór fram þessa helgina. „Veðurspáin hefur líka verið of bjartsýn. Það var gert ráð fyrir frekar lítilli rigningu, en svo hefur bara verið hellidemba. Ljósi punkturinn er sennilega sá að það var mikil stemning að fara í jólahúsið hérna fyrir norðan í þremur gráðum.“ Svona var veðrið á mótinu alla þá fjóra daga sem það fór fram á Akureyri.vísir Hún viðurkennir að veðrið hafi haft áhrif á stemninguna, þó að bærinn sé smekkfullur og mótið gengið vel. „En það er bara frekar lágskýjað yfir fólki, vegna þess hversu blautt það er búið að vera. Þetta eru mínir fyrstu fjórir dagar í sumarfríi. Svo erum við að keyra heim á morgun og þá á þetta víst að breytast, með sól fyrir norðan og slæmu veðri fyrir sunnan. Það hefði verið að gaman að fá smjörþefinn af þessu norðlenska blíðvirði,“ „Þetta er samt búið að vera frábært. Og þessir leikir margir þeir mest spennandi sem ég hef horft á, á ævinni. Miklu meira spennandi en EM“ segir Þórdís. Bongó í fyrra en frost í ár Á Borgarfirði eystri var Dyrfjallahlaupið svokallaða haldið þessa helgina sömuleiðis. Rakel María Hjaltadóttir hafði beðið eftir hlaupinu með mikilli eftirvæntingu, eftir vel heppnað hlaup í blíðskaparveðri á síðasta ári. Í ár tók „skítakuldi“ á móti hlaupurum. „Ég var bara komin með hélaðar augabrúnir,“ segir Rakel María í samtali við Vísi. „Það var viðbjóðslega kalt.“ Í Dyrfjallahlaupinu er boðið upp á 11,7 kílómetraleið um Brúnavík, 24 kílómetra Víknaslóðaleið og 50 kílómetra „ultra“-hlaup. Rakel María fór alla fimmtíu kílómetrana. Á leið upp Kækjuskörð var mikill snjór en veðrið skánaði þó á köflum. Rakel María ásamt kærasta sínum Guðmundi Lúther fyrir hlaup.aðsend „Þetta var samt bara sturlað, þetta er eitt allra fallegasta hlaup á Íslandi. Það versta var að í fyrra sá maður útsýnið og þessa stórbrotnu náttúru sem maður fékk ekki alveg að njóta í dag. Við trúðum því ekki hvað það væri kalt í júlí á Íslandi. Þetta er alls ekki í lagi. Við vorum að frjósa núna á meðan við vorum í tuttugu stigum og logni í fyrra.“ Svona voru aðstæður í Loðmundarfirði. „Gæslan var upp á tíu. Það var björgunarsveitarfólk alls staðar. Mjög vel passað upp á okkur af því það var svo mikill kuldi. Hættulegar aðstæður sennilega á köflum,“ segir Rakel María sem sýndi fylgjendum sínum á Instagram frá ferðinni. Sólin lét sjá sig á köflum.aðsend Veður Hlaup Sumarmótin Akureyri Íþróttir barna Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
„Við erum á degi fjögur hér fyrir norðan. Það sást í bláan himinn í sirka sex mínútur í gærkvöldi, af þessum fjórum dögum,“ segir Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, í samtali við Vísi um ástandið á Akureyri þar sem N1-mótið fór fram þessa helgina. „Veðurspáin hefur líka verið of bjartsýn. Það var gert ráð fyrir frekar lítilli rigningu, en svo hefur bara verið hellidemba. Ljósi punkturinn er sennilega sá að það var mikil stemning að fara í jólahúsið hérna fyrir norðan í þremur gráðum.“ Svona var veðrið á mótinu alla þá fjóra daga sem það fór fram á Akureyri.vísir Hún viðurkennir að veðrið hafi haft áhrif á stemninguna, þó að bærinn sé smekkfullur og mótið gengið vel. „En það er bara frekar lágskýjað yfir fólki, vegna þess hversu blautt það er búið að vera. Þetta eru mínir fyrstu fjórir dagar í sumarfríi. Svo erum við að keyra heim á morgun og þá á þetta víst að breytast, með sól fyrir norðan og slæmu veðri fyrir sunnan. Það hefði verið að gaman að fá smjörþefinn af þessu norðlenska blíðvirði,“ „Þetta er samt búið að vera frábært. Og þessir leikir margir þeir mest spennandi sem ég hef horft á, á ævinni. Miklu meira spennandi en EM“ segir Þórdís. Bongó í fyrra en frost í ár Á Borgarfirði eystri var Dyrfjallahlaupið svokallaða haldið þessa helgina sömuleiðis. Rakel María Hjaltadóttir hafði beðið eftir hlaupinu með mikilli eftirvæntingu, eftir vel heppnað hlaup í blíðskaparveðri á síðasta ári. Í ár tók „skítakuldi“ á móti hlaupurum. „Ég var bara komin með hélaðar augabrúnir,“ segir Rakel María í samtali við Vísi. „Það var viðbjóðslega kalt.“ Í Dyrfjallahlaupinu er boðið upp á 11,7 kílómetraleið um Brúnavík, 24 kílómetra Víknaslóðaleið og 50 kílómetra „ultra“-hlaup. Rakel María fór alla fimmtíu kílómetrana. Á leið upp Kækjuskörð var mikill snjór en veðrið skánaði þó á köflum. Rakel María ásamt kærasta sínum Guðmundi Lúther fyrir hlaup.aðsend „Þetta var samt bara sturlað, þetta er eitt allra fallegasta hlaup á Íslandi. Það versta var að í fyrra sá maður útsýnið og þessa stórbrotnu náttúru sem maður fékk ekki alveg að njóta í dag. Við trúðum því ekki hvað það væri kalt í júlí á Íslandi. Þetta er alls ekki í lagi. Við vorum að frjósa núna á meðan við vorum í tuttugu stigum og logni í fyrra.“ Svona voru aðstæður í Loðmundarfirði. „Gæslan var upp á tíu. Það var björgunarsveitarfólk alls staðar. Mjög vel passað upp á okkur af því það var svo mikill kuldi. Hættulegar aðstæður sennilega á köflum,“ segir Rakel María sem sýndi fylgjendum sínum á Instagram frá ferðinni. Sólin lét sjá sig á köflum.aðsend
Veður Hlaup Sumarmótin Akureyri Íþróttir barna Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira