N1-mót og Dyrfjallahlaup í skítaveðri Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 22:45 Þau Þórdís og Hemmi vonuðust eftir norðlenska blíðviðrinu sem aldrei kom á N1 mótinu. Staðan var ekki mikið skárri í Loðmundafirði, sem þáttakendur í Dyrfjallahlaupinu fóru um. vísir Ein stærsta ferðahelgi landsins stendur nú yfir. Landsmenn flykkjast um landið á fótboltamót, tónlistarhátíðir og langhlaup. Þessa helgina ætlar veðrið hins vegar að setja strik í reikninginn, að minnsta kosti á Norður- og Norðausturlandi. „Við erum á degi fjögur hér fyrir norðan. Það sást í bláan himinn í sirka sex mínútur í gærkvöldi, af þessum fjórum dögum,“ segir Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, í samtali við Vísi um ástandið á Akureyri þar sem N1-mótið fór fram þessa helgina. „Veðurspáin hefur líka verið of bjartsýn. Það var gert ráð fyrir frekar lítilli rigningu, en svo hefur bara verið hellidemba. Ljósi punkturinn er sennilega sá að það var mikil stemning að fara í jólahúsið hérna fyrir norðan í þremur gráðum.“ Svona var veðrið á mótinu alla þá fjóra daga sem það fór fram á Akureyri.vísir Hún viðurkennir að veðrið hafi haft áhrif á stemninguna, þó að bærinn sé smekkfullur og mótið gengið vel. „En það er bara frekar lágskýjað yfir fólki, vegna þess hversu blautt það er búið að vera. Þetta eru mínir fyrstu fjórir dagar í sumarfríi. Svo erum við að keyra heim á morgun og þá á þetta víst að breytast, með sól fyrir norðan og slæmu veðri fyrir sunnan. Það hefði verið að gaman að fá smjörþefinn af þessu norðlenska blíðvirði,“ „Þetta er samt búið að vera frábært. Og þessir leikir margir þeir mest spennandi sem ég hef horft á, á ævinni. Miklu meira spennandi en EM“ segir Þórdís. Bongó í fyrra en frost í ár Á Borgarfirði eystri var Dyrfjallahlaupið svokallaða haldið þessa helgina sömuleiðis. Rakel María Hjaltadóttir hafði beðið eftir hlaupinu með mikilli eftirvæntingu, eftir vel heppnað hlaup í blíðskaparveðri á síðasta ári. Í ár tók „skítakuldi“ á móti hlaupurum. „Ég var bara komin með hélaðar augabrúnir,“ segir Rakel María í samtali við Vísi. „Það var viðbjóðslega kalt.“ Í Dyrfjallahlaupinu er boðið upp á 11,7 kílómetraleið um Brúnavík, 24 kílómetra Víknaslóðaleið og 50 kílómetra „ultra“-hlaup. Rakel María fór alla fimmtíu kílómetrana. Á leið upp Kækjuskörð var mikill snjór en veðrið skánaði þó á köflum. Rakel María ásamt kærasta sínum Guðmundi Lúther fyrir hlaup.aðsend „Þetta var samt bara sturlað, þetta er eitt allra fallegasta hlaup á Íslandi. Það versta var að í fyrra sá maður útsýnið og þessa stórbrotnu náttúru sem maður fékk ekki alveg að njóta í dag. Við trúðum því ekki hvað það væri kalt í júlí á Íslandi. Þetta er alls ekki í lagi. Við vorum að frjósa núna á meðan við vorum í tuttugu stigum og logni í fyrra.“ Svona voru aðstæður í Loðmundarfirði. „Gæslan var upp á tíu. Það var björgunarsveitarfólk alls staðar. Mjög vel passað upp á okkur af því það var svo mikill kuldi. Hættulegar aðstæður sennilega á köflum,“ segir Rakel María sem sýndi fylgjendum sínum á Instagram frá ferðinni. Sólin lét sjá sig á köflum.aðsend Veður Hlaup Sumarmótin Akureyri Íþróttir barna Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
„Við erum á degi fjögur hér fyrir norðan. Það sást í bláan himinn í sirka sex mínútur í gærkvöldi, af þessum fjórum dögum,“ segir Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, í samtali við Vísi um ástandið á Akureyri þar sem N1-mótið fór fram þessa helgina. „Veðurspáin hefur líka verið of bjartsýn. Það var gert ráð fyrir frekar lítilli rigningu, en svo hefur bara verið hellidemba. Ljósi punkturinn er sennilega sá að það var mikil stemning að fara í jólahúsið hérna fyrir norðan í þremur gráðum.“ Svona var veðrið á mótinu alla þá fjóra daga sem það fór fram á Akureyri.vísir Hún viðurkennir að veðrið hafi haft áhrif á stemninguna, þó að bærinn sé smekkfullur og mótið gengið vel. „En það er bara frekar lágskýjað yfir fólki, vegna þess hversu blautt það er búið að vera. Þetta eru mínir fyrstu fjórir dagar í sumarfríi. Svo erum við að keyra heim á morgun og þá á þetta víst að breytast, með sól fyrir norðan og slæmu veðri fyrir sunnan. Það hefði verið að gaman að fá smjörþefinn af þessu norðlenska blíðvirði,“ „Þetta er samt búið að vera frábært. Og þessir leikir margir þeir mest spennandi sem ég hef horft á, á ævinni. Miklu meira spennandi en EM“ segir Þórdís. Bongó í fyrra en frost í ár Á Borgarfirði eystri var Dyrfjallahlaupið svokallaða haldið þessa helgina sömuleiðis. Rakel María Hjaltadóttir hafði beðið eftir hlaupinu með mikilli eftirvæntingu, eftir vel heppnað hlaup í blíðskaparveðri á síðasta ári. Í ár tók „skítakuldi“ á móti hlaupurum. „Ég var bara komin með hélaðar augabrúnir,“ segir Rakel María í samtali við Vísi. „Það var viðbjóðslega kalt.“ Í Dyrfjallahlaupinu er boðið upp á 11,7 kílómetraleið um Brúnavík, 24 kílómetra Víknaslóðaleið og 50 kílómetra „ultra“-hlaup. Rakel María fór alla fimmtíu kílómetrana. Á leið upp Kækjuskörð var mikill snjór en veðrið skánaði þó á köflum. Rakel María ásamt kærasta sínum Guðmundi Lúther fyrir hlaup.aðsend „Þetta var samt bara sturlað, þetta er eitt allra fallegasta hlaup á Íslandi. Það versta var að í fyrra sá maður útsýnið og þessa stórbrotnu náttúru sem maður fékk ekki alveg að njóta í dag. Við trúðum því ekki hvað það væri kalt í júlí á Íslandi. Þetta er alls ekki í lagi. Við vorum að frjósa núna á meðan við vorum í tuttugu stigum og logni í fyrra.“ Svona voru aðstæður í Loðmundarfirði. „Gæslan var upp á tíu. Það var björgunarsveitarfólk alls staðar. Mjög vel passað upp á okkur af því það var svo mikill kuldi. Hættulegar aðstæður sennilega á köflum,“ segir Rakel María sem sýndi fylgjendum sínum á Instagram frá ferðinni. Sólin lét sjá sig á köflum.aðsend
Veður Hlaup Sumarmótin Akureyri Íþróttir barna Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira