N1-mót og Dyrfjallahlaup í skítaveðri Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 22:45 Þau Þórdís og Hemmi vonuðust eftir norðlenska blíðviðrinu sem aldrei kom á N1 mótinu. Staðan var ekki mikið skárri í Loðmundafirði, sem þáttakendur í Dyrfjallahlaupinu fóru um. vísir Ein stærsta ferðahelgi landsins stendur nú yfir. Landsmenn flykkjast um landið á fótboltamót, tónlistarhátíðir og langhlaup. Þessa helgina ætlar veðrið hins vegar að setja strik í reikninginn, að minnsta kosti á Norður- og Norðausturlandi. „Við erum á degi fjögur hér fyrir norðan. Það sást í bláan himinn í sirka sex mínútur í gærkvöldi, af þessum fjórum dögum,“ segir Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, í samtali við Vísi um ástandið á Akureyri þar sem N1-mótið fór fram þessa helgina. „Veðurspáin hefur líka verið of bjartsýn. Það var gert ráð fyrir frekar lítilli rigningu, en svo hefur bara verið hellidemba. Ljósi punkturinn er sennilega sá að það var mikil stemning að fara í jólahúsið hérna fyrir norðan í þremur gráðum.“ Svona var veðrið á mótinu alla þá fjóra daga sem það fór fram á Akureyri.vísir Hún viðurkennir að veðrið hafi haft áhrif á stemninguna, þó að bærinn sé smekkfullur og mótið gengið vel. „En það er bara frekar lágskýjað yfir fólki, vegna þess hversu blautt það er búið að vera. Þetta eru mínir fyrstu fjórir dagar í sumarfríi. Svo erum við að keyra heim á morgun og þá á þetta víst að breytast, með sól fyrir norðan og slæmu veðri fyrir sunnan. Það hefði verið að gaman að fá smjörþefinn af þessu norðlenska blíðvirði,“ „Þetta er samt búið að vera frábært. Og þessir leikir margir þeir mest spennandi sem ég hef horft á, á ævinni. Miklu meira spennandi en EM“ segir Þórdís. Bongó í fyrra en frost í ár Á Borgarfirði eystri var Dyrfjallahlaupið svokallaða haldið þessa helgina sömuleiðis. Rakel María Hjaltadóttir hafði beðið eftir hlaupinu með mikilli eftirvæntingu, eftir vel heppnað hlaup í blíðskaparveðri á síðasta ári. Í ár tók „skítakuldi“ á móti hlaupurum. „Ég var bara komin með hélaðar augabrúnir,“ segir Rakel María í samtali við Vísi. „Það var viðbjóðslega kalt.“ Í Dyrfjallahlaupinu er boðið upp á 11,7 kílómetraleið um Brúnavík, 24 kílómetra Víknaslóðaleið og 50 kílómetra „ultra“-hlaup. Rakel María fór alla fimmtíu kílómetrana. Á leið upp Kækjuskörð var mikill snjór en veðrið skánaði þó á köflum. Rakel María ásamt kærasta sínum Guðmundi Lúther fyrir hlaup.aðsend „Þetta var samt bara sturlað, þetta er eitt allra fallegasta hlaup á Íslandi. Það versta var að í fyrra sá maður útsýnið og þessa stórbrotnu náttúru sem maður fékk ekki alveg að njóta í dag. Við trúðum því ekki hvað það væri kalt í júlí á Íslandi. Þetta er alls ekki í lagi. Við vorum að frjósa núna á meðan við vorum í tuttugu stigum og logni í fyrra.“ Svona voru aðstæður í Loðmundarfirði. „Gæslan var upp á tíu. Það var björgunarsveitarfólk alls staðar. Mjög vel passað upp á okkur af því það var svo mikill kuldi. Hættulegar aðstæður sennilega á köflum,“ segir Rakel María sem sýndi fylgjendum sínum á Instagram frá ferðinni. Sólin lét sjá sig á köflum.aðsend Veður Hlaup Sumarmótin Akureyri Íþróttir barna Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
„Við erum á degi fjögur hér fyrir norðan. Það sást í bláan himinn í sirka sex mínútur í gærkvöldi, af þessum fjórum dögum,“ segir Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, í samtali við Vísi um ástandið á Akureyri þar sem N1-mótið fór fram þessa helgina. „Veðurspáin hefur líka verið of bjartsýn. Það var gert ráð fyrir frekar lítilli rigningu, en svo hefur bara verið hellidemba. Ljósi punkturinn er sennilega sá að það var mikil stemning að fara í jólahúsið hérna fyrir norðan í þremur gráðum.“ Svona var veðrið á mótinu alla þá fjóra daga sem það fór fram á Akureyri.vísir Hún viðurkennir að veðrið hafi haft áhrif á stemninguna, þó að bærinn sé smekkfullur og mótið gengið vel. „En það er bara frekar lágskýjað yfir fólki, vegna þess hversu blautt það er búið að vera. Þetta eru mínir fyrstu fjórir dagar í sumarfríi. Svo erum við að keyra heim á morgun og þá á þetta víst að breytast, með sól fyrir norðan og slæmu veðri fyrir sunnan. Það hefði verið að gaman að fá smjörþefinn af þessu norðlenska blíðvirði,“ „Þetta er samt búið að vera frábært. Og þessir leikir margir þeir mest spennandi sem ég hef horft á, á ævinni. Miklu meira spennandi en EM“ segir Þórdís. Bongó í fyrra en frost í ár Á Borgarfirði eystri var Dyrfjallahlaupið svokallaða haldið þessa helgina sömuleiðis. Rakel María Hjaltadóttir hafði beðið eftir hlaupinu með mikilli eftirvæntingu, eftir vel heppnað hlaup í blíðskaparveðri á síðasta ári. Í ár tók „skítakuldi“ á móti hlaupurum. „Ég var bara komin með hélaðar augabrúnir,“ segir Rakel María í samtali við Vísi. „Það var viðbjóðslega kalt.“ Í Dyrfjallahlaupinu er boðið upp á 11,7 kílómetraleið um Brúnavík, 24 kílómetra Víknaslóðaleið og 50 kílómetra „ultra“-hlaup. Rakel María fór alla fimmtíu kílómetrana. Á leið upp Kækjuskörð var mikill snjór en veðrið skánaði þó á köflum. Rakel María ásamt kærasta sínum Guðmundi Lúther fyrir hlaup.aðsend „Þetta var samt bara sturlað, þetta er eitt allra fallegasta hlaup á Íslandi. Það versta var að í fyrra sá maður útsýnið og þessa stórbrotnu náttúru sem maður fékk ekki alveg að njóta í dag. Við trúðum því ekki hvað það væri kalt í júlí á Íslandi. Þetta er alls ekki í lagi. Við vorum að frjósa núna á meðan við vorum í tuttugu stigum og logni í fyrra.“ Svona voru aðstæður í Loðmundarfirði. „Gæslan var upp á tíu. Það var björgunarsveitarfólk alls staðar. Mjög vel passað upp á okkur af því það var svo mikill kuldi. Hættulegar aðstæður sennilega á köflum,“ segir Rakel María sem sýndi fylgjendum sínum á Instagram frá ferðinni. Sólin lét sjá sig á köflum.aðsend
Veður Hlaup Sumarmótin Akureyri Íþróttir barna Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira