Fyrst kvenna og vill rjúfa múr í París: „Segja öll að þetta sé allt annað fyrirbæri“ Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson skrifa 6. júlí 2024 09:01 Erna Sóley Gunnarsdóttir verður ein af fimm keppendum Íslands á Ólympíuleikunum í París í sumar. vísir „Mig er búið að dreyma um þetta síðan ég byrjaði í frjálsum, níu ára gömul,“ segir hin 24 ára gamla Erna Sóley Gunnarsdóttir sem í gær fékk að vita að hún væri á leið á Ólympíuleikana í París. Erna Sóley mun keppa í kúluvarpi 8. ágúst og ætlar að njóta þess í botn að keppa á stærsta sviði íþróttanna, innan um allra fremsta frjálsíþróttafólk heims. „Ég man eftir að hafa horft á Ásdísi Hjálms á Ólympíuleikunum 2008. Eftir það var markmiðið skýrt að reyna að komast á Ólympíuleikana. Núna er það loksins að rætast hjá mér,“ segir Erna Sóley en Ásdís keppti í spjótkasti á þrennum Ólympíuleikum. Fyrst íslenskra kvenna í kúluvarpshringinn Erna Sóley verður fyrst íslenskra kvenna til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikum en sjö íslenskir karlar hafa afrekað það, síðast Óðinn Björn Þorsteinsson í London árið 2012. Hún vill einnig brjóta annan múr með því að kasta yfir 18 metra í París. „Já, það eru ansi margir íslenskir karlar búnir að komast á Ólympíuleika, sjö talsins held ég. Það er geðveikt að fá að koma þarna sem kona og sýna hvað við getum gert. Það var kominn tími á það og það er gaman að fá að vera partur af sögunni í þessari flottu íþrótt,“ segir Erna Sóley sem ræddi við Aron Guðmundsson á heimavelli ÍR-inga í Mjóddinni í gær. Klippa: Erna Sóley brýtur múr í París Erna Sóley bætti Íslandsmet sitt utanhúss á Akureyri um síðustu helgi þegar hún varð Íslandsmeistari með 17,91 metra kasti. Fyrra met hennar var 17,52 metrar og ljóst að hún er á hárréttri braut í aðdraganda Ólympíuleikanna, þó að tveimur sætum hafi munað á heimslista til þess að hún tryggði sér strax öruggt sæti á leikunum. „Mjög tvísýnt hvort að ég færi“ „Ég var búin að sjá fyrir mér að með góðri frammistöðu um síðustu helgi gæti þetta gerst. En svo var ég ekki inni á listanum þegar hann kom fyrst út. Þá tók við bið eftir því hvort að allar sem voru á listanum væru að fara, eða hvort einhver væri meidd eða slíkt. Það var því mjög tvísýnt hvort ég færi eða ekki. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Erna Sóley sem stefndi alltaf á að komast til Parísar. „Ég var alltaf búin að hafa þetta í planinu, eins og ég væri að fara á leikana. Ég held því bara áfram þannig, kemst vonandi í æfingabúðir og tek kannski eitt mót í viðbót til að undirbúa mig algjörlega fyrir þetta. Ég reyni að vera sem best stemmd fyrir leikana sjálfa,“ segir Erna Sóley en hvert er markmiðið í París? Hlakkar til að sjá alla bestu „Ég vil bara fá mjög löng köst. Um helgina átti ég köst sem ég hef aldrei átt áður. Meira að segja í upphitun, sem ég náði ekki alveg á mótinu. Mig langar að klára þetta ár á Ólympíuleikunum með því að brjóta 18 metra múrinn. Það er stóra markmiðið,“ segir Erna Sóley sem ætlar að njóta lífsins í París: „Ég hlakka til að sjá stemninguna. Ég hlakka til að sjá alla bestu íþróttamennina í heiminum, og vera með öllu frábæra íslenska fólkinu sem er að fara. Labba inn á leikvanginn og upplifa ólympíuandann. Ég hef talað við marga sem hafa farið á leikana sem segja allir að þetta sé allt annað fyrirbæri. Allt annað að upplifa þetta miðað við önnur íþróttamót. Þetta eru Ólympíuleikarnir og að fá að vera partur af þessu er stórkostlegt.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir „Ég var án djóks skoppandi“ „Ég var að vinna í miðasölunni á Landsmóti hestamanna þegar það var hringt í mig, klukkan 10 í morgun, og ég fékk að vita að ég væri að fara á Ólympíuleikana,“ segir himinlifandi Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, eftir gleðitíðindi dagsins. 5. júlí 2024 19:31 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Erna Sóley mun keppa í kúluvarpi 8. ágúst og ætlar að njóta þess í botn að keppa á stærsta sviði íþróttanna, innan um allra fremsta frjálsíþróttafólk heims. „Ég man eftir að hafa horft á Ásdísi Hjálms á Ólympíuleikunum 2008. Eftir það var markmiðið skýrt að reyna að komast á Ólympíuleikana. Núna er það loksins að rætast hjá mér,“ segir Erna Sóley en Ásdís keppti í spjótkasti á þrennum Ólympíuleikum. Fyrst íslenskra kvenna í kúluvarpshringinn Erna Sóley verður fyrst íslenskra kvenna til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikum en sjö íslenskir karlar hafa afrekað það, síðast Óðinn Björn Þorsteinsson í London árið 2012. Hún vill einnig brjóta annan múr með því að kasta yfir 18 metra í París. „Já, það eru ansi margir íslenskir karlar búnir að komast á Ólympíuleika, sjö talsins held ég. Það er geðveikt að fá að koma þarna sem kona og sýna hvað við getum gert. Það var kominn tími á það og það er gaman að fá að vera partur af sögunni í þessari flottu íþrótt,“ segir Erna Sóley sem ræddi við Aron Guðmundsson á heimavelli ÍR-inga í Mjóddinni í gær. Klippa: Erna Sóley brýtur múr í París Erna Sóley bætti Íslandsmet sitt utanhúss á Akureyri um síðustu helgi þegar hún varð Íslandsmeistari með 17,91 metra kasti. Fyrra met hennar var 17,52 metrar og ljóst að hún er á hárréttri braut í aðdraganda Ólympíuleikanna, þó að tveimur sætum hafi munað á heimslista til þess að hún tryggði sér strax öruggt sæti á leikunum. „Mjög tvísýnt hvort að ég færi“ „Ég var búin að sjá fyrir mér að með góðri frammistöðu um síðustu helgi gæti þetta gerst. En svo var ég ekki inni á listanum þegar hann kom fyrst út. Þá tók við bið eftir því hvort að allar sem voru á listanum væru að fara, eða hvort einhver væri meidd eða slíkt. Það var því mjög tvísýnt hvort ég færi eða ekki. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Erna Sóley sem stefndi alltaf á að komast til Parísar. „Ég var alltaf búin að hafa þetta í planinu, eins og ég væri að fara á leikana. Ég held því bara áfram þannig, kemst vonandi í æfingabúðir og tek kannski eitt mót í viðbót til að undirbúa mig algjörlega fyrir þetta. Ég reyni að vera sem best stemmd fyrir leikana sjálfa,“ segir Erna Sóley en hvert er markmiðið í París? Hlakkar til að sjá alla bestu „Ég vil bara fá mjög löng köst. Um helgina átti ég köst sem ég hef aldrei átt áður. Meira að segja í upphitun, sem ég náði ekki alveg á mótinu. Mig langar að klára þetta ár á Ólympíuleikunum með því að brjóta 18 metra múrinn. Það er stóra markmiðið,“ segir Erna Sóley sem ætlar að njóta lífsins í París: „Ég hlakka til að sjá stemninguna. Ég hlakka til að sjá alla bestu íþróttamennina í heiminum, og vera með öllu frábæra íslenska fólkinu sem er að fara. Labba inn á leikvanginn og upplifa ólympíuandann. Ég hef talað við marga sem hafa farið á leikana sem segja allir að þetta sé allt annað fyrirbæri. Allt annað að upplifa þetta miðað við önnur íþróttamót. Þetta eru Ólympíuleikarnir og að fá að vera partur af þessu er stórkostlegt.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir „Ég var án djóks skoppandi“ „Ég var að vinna í miðasölunni á Landsmóti hestamanna þegar það var hringt í mig, klukkan 10 í morgun, og ég fékk að vita að ég væri að fara á Ólympíuleikana,“ segir himinlifandi Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, eftir gleðitíðindi dagsins. 5. júlí 2024 19:31 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
„Ég var án djóks skoppandi“ „Ég var að vinna í miðasölunni á Landsmóti hestamanna þegar það var hringt í mig, klukkan 10 í morgun, og ég fékk að vita að ég væri að fara á Ólympíuleikana,“ segir himinlifandi Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, eftir gleðitíðindi dagsins. 5. júlí 2024 19:31
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti