Meira um ofbeldi og hótanir og starfsfólk upplifir óöryggi í vinnunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. júlí 2024 22:01 Á dögunum var brotin rúða á heilsugæslunni í miðbæ. Nýlegt dómsmál hefur einnig vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar. Vísir/Elín Tilfellum þar sem heilbrigðisstarfsfólki er hótað og það jafnvel beitt ofbeldi fjölgar að sögn formanns Félags íslenskra heimilislækna og forstjóra lækninga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Starfsfólk heilsugæslu þar sem ráðist var á lækni á vinnutíma upplifir óöryggi í vinnunni. Íslenska ríkið var á dögunum sýknað af kröfum heimilislæknis sem árið 2021 varð fyrir árás sjúklings á meðan hann var í vinnunni. Læknirinn vildi að skaðabótaábyrgð ríkisins yrði viðurkennd á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands, en á það féllst dómurinn ekki. Sjúklingurinn sem réðist á lækninn hlaut sjálfur dóm vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur málið vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar í miðbæ þar sem árásin átti sér stað. Síðan hefur öryggisvörður alla jafna staðið vakt við heilsugæsluna, en fyrr í vikunni var til að mynda rúða brotin þegar reynt var að brjótast inn á heilsugæsluna. Í morgun átti forstjóri Heilsugæslunnar fund með starfsfólki heilsugæslunnar í miðbæ þar sem farið var yfir stöðuna með starfsfólki í kjölfar dómsins. „Þetta hefur auðvitað gefið okkur tilefni til að hugsa um öryggismál og þessi dómur hefur verið til skoðunar hjá okkur, hann er visst áhyggjuefni,“ segir Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Einar Ákvæðið í kjarasamningi frá 2019 hafi falið í sér viðurkenningu á því að heilbrigðisstarfsfólk væri í aukinni hættu á að hljóta áverka eða meiðsli í starfi. „Þessi dómur í raun og veru gefur það til kynna að þetta ákvæði nái ekki markmiði sínu, það bæti ekki starfsmanni endilega það tjón sem hann getur orðið fyrir í starfi,“ segir Nanna. Hún ætlar að bæði Læknafélag Íslands og fagfélög annarra heilbrigðisstétta láti sig málið varða. Heilsugæslan muni fylgjast áfram með framvindu málsins verði því áfrýjað, en að sögn Nönnu stendur einnig yfir vinna við að fara yfir öryggisáætlanir. „Hótunum og ofbeldi, þetta virðist fara vaxandi og það virðist vera lægri þröskuldur fyrir þessu. Þannig að enn frekar þurfum við að vera meðvituð um hvað réttindi okkar starfsmenn eiga,“ segir Nanna. Undir þetta tekur formaður Félags heimilislækna. „Við höfum tekið eftir því, bæði á heilsugæslunni en þetta er líka vandamál inni á spítalanum, að það er algengara að heilbrigðisstarfsfólk verði fyrir hótunum og jafnvel ofbeldi,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna. Margrét Ólafía Torfadóttir er formaður Félags íslenskra heimilislækna. Vísir/Elín „Ég veit að sumar heilsugæslur hafa aukið öryggi hjá sér með því að hafa einfaldlega öryggisvörð viðbúinn allan daginn, það er gert líka á bráðamóttökunni. Og nokkrar heilsugæslur hafa öryggisvörð á vaktþjónustunni hjá sér sem getur þá gripið inn í eða farið með inn í viðtal ef það er ógnandi skjólstæðingur,“ segir Margrét. Könnun sem gerð var fyrir tveimur árum sýni til að mynda að um fjörutíu prósent lækna á heilsugæslu hafi orðið fyrir hótunum í vinnunni. Þá sögðust átján læknar og sérfræðingar hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Margrét segir brýnt að bæta úr starfsaðstæðum lækna. „Þeir eru oft að inni á lokaðri skrifstofu einir með skjólstæðingi. Við gerðum rannsókn fyrir tveimur árum síðan og þá kom í ljós að um 75% lækna störfuðu á skrifstofu þar sem var ekki auðvelt að komast út,“ nefnir Margrét sem dæmi. Heilbrigðismál Kjaramál Heilsugæsla Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Íslenska ríkið var á dögunum sýknað af kröfum heimilislæknis sem árið 2021 varð fyrir árás sjúklings á meðan hann var í vinnunni. Læknirinn vildi að skaðabótaábyrgð ríkisins yrði viðurkennd á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands, en á það féllst dómurinn ekki. Sjúklingurinn sem réðist á lækninn hlaut sjálfur dóm vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur málið vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar í miðbæ þar sem árásin átti sér stað. Síðan hefur öryggisvörður alla jafna staðið vakt við heilsugæsluna, en fyrr í vikunni var til að mynda rúða brotin þegar reynt var að brjótast inn á heilsugæsluna. Í morgun átti forstjóri Heilsugæslunnar fund með starfsfólki heilsugæslunnar í miðbæ þar sem farið var yfir stöðuna með starfsfólki í kjölfar dómsins. „Þetta hefur auðvitað gefið okkur tilefni til að hugsa um öryggismál og þessi dómur hefur verið til skoðunar hjá okkur, hann er visst áhyggjuefni,“ segir Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Einar Ákvæðið í kjarasamningi frá 2019 hafi falið í sér viðurkenningu á því að heilbrigðisstarfsfólk væri í aukinni hættu á að hljóta áverka eða meiðsli í starfi. „Þessi dómur í raun og veru gefur það til kynna að þetta ákvæði nái ekki markmiði sínu, það bæti ekki starfsmanni endilega það tjón sem hann getur orðið fyrir í starfi,“ segir Nanna. Hún ætlar að bæði Læknafélag Íslands og fagfélög annarra heilbrigðisstétta láti sig málið varða. Heilsugæslan muni fylgjast áfram með framvindu málsins verði því áfrýjað, en að sögn Nönnu stendur einnig yfir vinna við að fara yfir öryggisáætlanir. „Hótunum og ofbeldi, þetta virðist fara vaxandi og það virðist vera lægri þröskuldur fyrir þessu. Þannig að enn frekar þurfum við að vera meðvituð um hvað réttindi okkar starfsmenn eiga,“ segir Nanna. Undir þetta tekur formaður Félags heimilislækna. „Við höfum tekið eftir því, bæði á heilsugæslunni en þetta er líka vandamál inni á spítalanum, að það er algengara að heilbrigðisstarfsfólk verði fyrir hótunum og jafnvel ofbeldi,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna. Margrét Ólafía Torfadóttir er formaður Félags íslenskra heimilislækna. Vísir/Elín „Ég veit að sumar heilsugæslur hafa aukið öryggi hjá sér með því að hafa einfaldlega öryggisvörð viðbúinn allan daginn, það er gert líka á bráðamóttökunni. Og nokkrar heilsugæslur hafa öryggisvörð á vaktþjónustunni hjá sér sem getur þá gripið inn í eða farið með inn í viðtal ef það er ógnandi skjólstæðingur,“ segir Margrét. Könnun sem gerð var fyrir tveimur árum sýni til að mynda að um fjörutíu prósent lækna á heilsugæslu hafi orðið fyrir hótunum í vinnunni. Þá sögðust átján læknar og sérfræðingar hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Margrét segir brýnt að bæta úr starfsaðstæðum lækna. „Þeir eru oft að inni á lokaðri skrifstofu einir með skjólstæðingi. Við gerðum rannsókn fyrir tveimur árum síðan og þá kom í ljós að um 75% lækna störfuðu á skrifstofu þar sem var ekki auðvelt að komast út,“ nefnir Margrét sem dæmi.
Heilbrigðismál Kjaramál Heilsugæsla Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent