Henti barnungum „óþekkum“ sonum sínum í gólfið Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júlí 2024 16:00 Fjölskyldan átti heima í Reykjanesbæ. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið átján mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness, en þar af verða fimmtán mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára, vegna fjölda brota gegn konu og börnum. Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir voru sögð hafa átt sér stað frá árinu 2018 til 2021, en að mati dómsins lá ekki alltaf nákvæmlega fyrir hvenær maðurinn framdi brotin þó að þau teldust sönnuð. Maðurinn kom ásamt fjölskyldu sinni til Íslands frá Írak árið 2018, en þau áttu heima í Reykjanesbæ. Brotin beindust að þáverandi eiginkonu mannsins og þremur sonum, sá elsti mun vera fimmtán ára í dag, en hinir tveir sex og sjö ára. Maðurinn var ákærður fyrir margvíslegt ofbeldi gegn eiginkonunni. Meðal annars var honum gefið að sök að slá eiginkonu sína með fiskispaða, ógna henni með hníf og skera hana í handarbakið, draga hana á hárinu og hóta að drepa hana. Einnig var hann ákærður fyrir að meina henni um læknisaðstoð þegar hún þurfti á henni að halda, neita henni um að fara úr húsi, og taka alla innkomu heimilisins til sjálfs sín. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Hann var einnig ákærður fyrir ýmis brot gagnvart sonum sínum. Á meðal þess sem honum var gefið að sök var að taka tvo yngri synina upp og henda í gólfið þegar honum fannst þeir vera óþekkir eða með of mikinn hávaða. Dómurinn taldi sannað að maðurinn hefði endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrum eiginkonu sinnar og þriggja sona. Í dómnum segir að brot mannsins hafi verið alvarleg og ófyrirleitin ofbeldisbrot gagnvart hans nánustu. Í ofbeldinu, sem var framið á heimili fjölskyldunnar, hafi falist niðurlæging og kúgun þar sem þau áttu að njóta friðhelgis og vera örugg. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn hefur ekki áður sætt refsingu, og að langt væri liðið síðan hann framdi brotin. Líkt og áður segir hlaut hann átján mánaða fangelsisdóm, en af þeim eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir. Dómsmál Reykjanesbær Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira
Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir voru sögð hafa átt sér stað frá árinu 2018 til 2021, en að mati dómsins lá ekki alltaf nákvæmlega fyrir hvenær maðurinn framdi brotin þó að þau teldust sönnuð. Maðurinn kom ásamt fjölskyldu sinni til Íslands frá Írak árið 2018, en þau áttu heima í Reykjanesbæ. Brotin beindust að þáverandi eiginkonu mannsins og þremur sonum, sá elsti mun vera fimmtán ára í dag, en hinir tveir sex og sjö ára. Maðurinn var ákærður fyrir margvíslegt ofbeldi gegn eiginkonunni. Meðal annars var honum gefið að sök að slá eiginkonu sína með fiskispaða, ógna henni með hníf og skera hana í handarbakið, draga hana á hárinu og hóta að drepa hana. Einnig var hann ákærður fyrir að meina henni um læknisaðstoð þegar hún þurfti á henni að halda, neita henni um að fara úr húsi, og taka alla innkomu heimilisins til sjálfs sín. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Hann var einnig ákærður fyrir ýmis brot gagnvart sonum sínum. Á meðal þess sem honum var gefið að sök var að taka tvo yngri synina upp og henda í gólfið þegar honum fannst þeir vera óþekkir eða með of mikinn hávaða. Dómurinn taldi sannað að maðurinn hefði endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrum eiginkonu sinnar og þriggja sona. Í dómnum segir að brot mannsins hafi verið alvarleg og ófyrirleitin ofbeldisbrot gagnvart hans nánustu. Í ofbeldinu, sem var framið á heimili fjölskyldunnar, hafi falist niðurlæging og kúgun þar sem þau áttu að njóta friðhelgis og vera örugg. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn hefur ekki áður sætt refsingu, og að langt væri liðið síðan hann framdi brotin. Líkt og áður segir hlaut hann átján mánaða fangelsisdóm, en af þeim eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir.
Dómsmál Reykjanesbær Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira