Tekið á símanotkun strætóbílstjóra með hörku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 11:13 Bílstjórinn með fingur og augu á síma en fótinn á bensíngjöfinni. Jóhannes Rúnar Svavarsson framkvæmdastjóri Strætó segir byggðasamlagið reglulega fá ábendingar um símanotkun bílstjóra. Tekið sé á símanotkuninni með hörku. Fréttastofu barst eftirfarandi myndband þar sem strætóbílstjóri sést fletta í símanum á meðan hann mjakar bílnum áfram á umferðarljósum. Hegðun bílstjóra sem virðist æ algengari í umferðinni. Til marks um þessa þróun er tölfræði sem sýnir að rekja megi fjórðung umferðarslysa til símanotkunar undir stýri hérlendis. Símanotkun er sömuleiðis einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Þetta er náttúrulega ólöglegt samkvæmt lögum, þetta er ekkert flóknara en það. Það sama gildir um okkar bílstjóra,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó í samtali við Vísi. Hann vill ekki fara nánar út í það hvernig tekið er á tilvikum sem þessum innanhúss. „En auðvitað tökum við bara alvarlega á því. Við erum með nokkra verktaka að keyra fyrir okkur en það sama gildir um þá. Það er bara tekið á þessu með hörku.“ Sambærilegt atvik átti sér stað fyrir tveimur árum og vakti mikla athygli þegar myndband af rútubílstjóra Airport Direct fór í dreifingu þar sem hann sást ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Jóhannes Svavar segir að það ætti ekki að vera vandamál fyrir bílstjóra að komast í símann yfir daginn í pásum. „Vaktakerfin eru yfirleitt þannig skipulögð að bílstjórar geta fengið sér pásu sem er oft notuð í tímajöfnun, eða til þess að fá sér kaffi eða komast á klósett. Það er alltaf að lágmarki einhverjar mínútur á milli ferða,“ segir hann. „Við höfum svo sem ekki gert athugasemdir við þráðlausan búnað, en það þarf þá að vera stutt símtal og helst tengt vinnunni.“ Hann kveðst eiga erfitt með að meta hvort um stórt vandamál sé að ræða innan Strætó. „En eitt tilvik er einum of mikið. Þetta á bara ekki að líðast. Það skiptir ekki máli hvort einhverjir aðrir séu að gera þetta, þetta eru atvinnubílstjórar og við viljum vera fyrirmyndir,“ segir Jóhannes. Strætó fær reglulega ábendingar um símanotkun bílstjóra. „Þær eru ekki taldar í hundruðum. En við bara fögnum þeim, þar sem við getum þá gripið til einhverra ráðstafana.“ Strætó Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Fréttastofu barst eftirfarandi myndband þar sem strætóbílstjóri sést fletta í símanum á meðan hann mjakar bílnum áfram á umferðarljósum. Hegðun bílstjóra sem virðist æ algengari í umferðinni. Til marks um þessa þróun er tölfræði sem sýnir að rekja megi fjórðung umferðarslysa til símanotkunar undir stýri hérlendis. Símanotkun er sömuleiðis einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Þetta er náttúrulega ólöglegt samkvæmt lögum, þetta er ekkert flóknara en það. Það sama gildir um okkar bílstjóra,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó í samtali við Vísi. Hann vill ekki fara nánar út í það hvernig tekið er á tilvikum sem þessum innanhúss. „En auðvitað tökum við bara alvarlega á því. Við erum með nokkra verktaka að keyra fyrir okkur en það sama gildir um þá. Það er bara tekið á þessu með hörku.“ Sambærilegt atvik átti sér stað fyrir tveimur árum og vakti mikla athygli þegar myndband af rútubílstjóra Airport Direct fór í dreifingu þar sem hann sást ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Jóhannes Svavar segir að það ætti ekki að vera vandamál fyrir bílstjóra að komast í símann yfir daginn í pásum. „Vaktakerfin eru yfirleitt þannig skipulögð að bílstjórar geta fengið sér pásu sem er oft notuð í tímajöfnun, eða til þess að fá sér kaffi eða komast á klósett. Það er alltaf að lágmarki einhverjar mínútur á milli ferða,“ segir hann. „Við höfum svo sem ekki gert athugasemdir við þráðlausan búnað, en það þarf þá að vera stutt símtal og helst tengt vinnunni.“ Hann kveðst eiga erfitt með að meta hvort um stórt vandamál sé að ræða innan Strætó. „En eitt tilvik er einum of mikið. Þetta á bara ekki að líðast. Það skiptir ekki máli hvort einhverjir aðrir séu að gera þetta, þetta eru atvinnubílstjórar og við viljum vera fyrirmyndir,“ segir Jóhannes. Strætó fær reglulega ábendingar um símanotkun bílstjóra. „Þær eru ekki taldar í hundruðum. En við bara fögnum þeim, þar sem við getum þá gripið til einhverra ráðstafana.“
Strætó Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira