Finnst það gleymast að dómarar eigi að vernda leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2024 10:32 Hér er brotið á Valskonunni Amöndu Andradóttur. Bestu mörkin vilja að leikmenn fái meiri vernd í Bestu deildinni. Vísir/Anton Bestu mörkin fengu ekki mörg mörk í elleftu umferð Bestu deildar kvenna en það var þeim mun meira af vafaatriðum þegar kom að dómgæslu í þessum leikjum. Sérfræðingarnir ræddu dómgæsluna í kvennadeildinni. Umræðan hófst þegar þær skoðuðu víti sem var ekki dæmt í markalausu jafntefli Fylkis og Víkings í Árbænum. Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum, var hörð á því að dómarinn hafi þar gert stór mistök sem kostaði Fylkisliðið mögulega sigurinn. „Mér fannst þetta vera púra víti og ótrúlega skrýtið því dómarinn er ansi nálægt þessu,“ sagði Mist. „Hann getur ekki annað en séð þetta,“ sagði Helena Ólafdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Það eru svolítið dýr vafaatriði núna. Það eru engin mörk í umferðinni. Þetta er svolítið dýrt,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Standardinn verður að vera hærri „Það er svo leiðinlegt að þurfa að vera að tala um þetta. Standardinn verður bara að vera hærri. Að það séu vafaatriði í hverjum einasta leik umferðarinnar,“ sagði Mist. „Við verðum líka að segja að Bríet er reynslumikill dómari og þetta er bara eitthvað sem hún á að sjá,“ sagði Helena en Bríet Bragadóttir dæmdi leik Fylkis og Víkings. Mikið um skrýtnar og óþarfa ákvarðanir „Ekki bara þessi stóru atriði. Það er bara einhvern vegin línan. Mér fannst þetta mót fara fínt af stað en mér hefur fundist í síðustu umferðum vera svolítið óskýr lína oft á tíðum. Svolítið mikið um skrýtnar og óþarfa ákvarðanir,“ sagði Mist. Mist finnst það stundum gleymast hjá dómurum að þeir eiga að passa upp á leikmenn. „Við komum kannski aftur að því sem Jonathan Glenn (þjálfari Keflavíkur) var að tala um. Hvert er hlutverk dómara? Jú, láta leikinn flæða og vernda leikmenn. Mér finnst eins og það sé stundum smá að gleymast,“ sagði Mist. Það má horfa á alla umræðuna um stöðu dómgæslu í Bestu deild kvenna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin kalla eftir meiri vernd fyrir leikmenn Besta deild kvenna Bestu mörkin Fylkir Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira
Umræðan hófst þegar þær skoðuðu víti sem var ekki dæmt í markalausu jafntefli Fylkis og Víkings í Árbænum. Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum, var hörð á því að dómarinn hafi þar gert stór mistök sem kostaði Fylkisliðið mögulega sigurinn. „Mér fannst þetta vera púra víti og ótrúlega skrýtið því dómarinn er ansi nálægt þessu,“ sagði Mist. „Hann getur ekki annað en séð þetta,“ sagði Helena Ólafdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Það eru svolítið dýr vafaatriði núna. Það eru engin mörk í umferðinni. Þetta er svolítið dýrt,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Standardinn verður að vera hærri „Það er svo leiðinlegt að þurfa að vera að tala um þetta. Standardinn verður bara að vera hærri. Að það séu vafaatriði í hverjum einasta leik umferðarinnar,“ sagði Mist. „Við verðum líka að segja að Bríet er reynslumikill dómari og þetta er bara eitthvað sem hún á að sjá,“ sagði Helena en Bríet Bragadóttir dæmdi leik Fylkis og Víkings. Mikið um skrýtnar og óþarfa ákvarðanir „Ekki bara þessi stóru atriði. Það er bara einhvern vegin línan. Mér fannst þetta mót fara fínt af stað en mér hefur fundist í síðustu umferðum vera svolítið óskýr lína oft á tíðum. Svolítið mikið um skrýtnar og óþarfa ákvarðanir,“ sagði Mist. Mist finnst það stundum gleymast hjá dómurum að þeir eiga að passa upp á leikmenn. „Við komum kannski aftur að því sem Jonathan Glenn (þjálfari Keflavíkur) var að tala um. Hvert er hlutverk dómara? Jú, láta leikinn flæða og vernda leikmenn. Mér finnst eins og það sé stundum smá að gleymast,“ sagði Mist. Það má horfa á alla umræðuna um stöðu dómgæslu í Bestu deild kvenna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin kalla eftir meiri vernd fyrir leikmenn
Besta deild kvenna Bestu mörkin Fylkir Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira