Andrea svekkir sig ekki á mannlegum mistökum Aron Guðmundsson skrifar 4. júlí 2024 16:13 Andrea Kolbeinsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í tíu þúsund metra hlaupi í Ármannshlaupinu í fyrradag en mun ekki fá tíma sinn og bætinguna þar, líkt og aðrir hlauparar, skráða í afrekaskrá FRÍ. Mynd: Frjálsíþróttadeild Ármanns Þeir hlauparar sem tóku þátt í Ármannshlaupinu í fyrradag munu ekki fá afrek sín skráð í afrekaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands. Í tilkynningu segir að hlaupaleiðin teljist of stutt en fimmtíu og átta metra vantaði upp á metrana tíu þúsund sem hlaupararnir áttu að hlaupa. Ein þeirra sem þreytti hlaupið í fyrradag er Andrea Kolbeinsdóttir sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í greininni með því að koma fyrst í mark í kvennaflokki. „Auðvitað er þetta svekkjandi fyrir alla. Það voru margir sem að hlupu þarna í fyrradag sem að voru að bæta sig. Bætingar sem að verða svo ekki teknar gildar,“ segir Andrea í samtali við Vísi en hún stóð uppi sem sigurvegari Ármannshlaupsins, tíu kílómetra götuhlaupi, í kvennaflokki á tímanum 34:08. Þegar búið er að taka skekkjuna á hlaupalengdinni með í reikninginn er hún samt að bæta sinn besta tíma í greininni frá upphafi sem er skráður 35:00. Bæting sem verður hins vegar ekki skráð í afrekaskránna vegna metranna fimmtíu og átta sem vantaði upp á. Andrea og Arnar Pétursson stóðu uppi sem Íslandsmeistarar í tíu þúsund metra hlaupi utanhúss í fyrradag eftir sigur í Armannshlaupinu.Mynd: Frjálsíþróttadeild Ármanns Fram kemur í tilkynningu frá frjálsíþróttadeild Ármanns, umsjónaraðila hlaupsins, að mannleg mistök megi rekja til þess að fimmtíu og átta metra vantaði upp á þá tíu þúsund sem mynduðu hlaupaleiðina en sökum framkvæmda á henni þurfti á síðustu stundu að breyta hlaupaleiðinni. „Ef að ég hugsa út í þetta út frá sjálfri mér þá taldi ég upphaflega að ég væri að bæta minn besta tíma í tíu kílómetra götuhlaupi um fimmtíu sekúndur. Hlaupið var fimmtíu og átta metrum of stutt og ég gæti því bætt um fimmtán sekúndum við tímann minn í fyrradag til að jafna þá skekkju út. Þá sé ég að ég væri enn að bæta minn besta tíma í greininni. Ég er því alveg sátt með tímann minn þrátt fyrir að ég fái hann ekki löglega skráðan í afrekaskránna. Þá stendur Íslandsmeistaratitillinn enn þá þrátt fyrir að hlaupið sé ekki löglegt. Þannig að þegar að upp er staðið eru eflaust margir hlauparar sem standa eftir pirraðri en ég.“ Andrea Kolbeinsdóttir hefur komið víða við á sínum hlaupaferli til þessa og unnið hvert mótið á fætur öðru hér á landiVÍSIR/HULDA MARGRÉT Enginn að gera þetta að leik sínum En hefurðu lent í því áður að mæld vegalengd í keppnishlaupi sé of stutt? Því maður hefur nú heyrt af því áður að slíkt hafi gerst. „Já ég hef lent í þessu einu sinni áður og einmitt í tíu kílómetra hlaupi en þar var skekkjan töluvert meiri. Það hlaup var eitthvað um átta hundruð metrum of stutt. Það föttuðu það allir bara um leið og þeir komu yfir marklínuna. En hlaupið í fyrradag var svo ótrúlega lítið of stutt. Maður var ekki alveg viss þegar að maður kom í mark hvort þetta væri löglegt hlaup eða ekki. Þegar að ég kem í mark lít ég á úrið mitt og það sýnir mér að ég sé búin að hlaupa 9,98 kílómetra. Ég fer þá strax að hugsa að þetta hlaup hafi mögulega verið of stutt. Þetta kom mér því ekki á óvart. Það var hins vegar enginn að gera það að leik sínum að hafa þetta hlaup of stutt. Það var enginn að gera þetta viljandi. Þarna var náttúrulega verið að hlaupa nýja leið frá því sem hefur verið gert áður. Það voru einhverjar framkvæmdir sem sköruðust á við þessa nýju leið og því þurfti að breyta henni örlítið bara með mjög skömmum fyrirvara. Maður skilur þetta því ótrúlega vel að svona skyldi hafa gerst. Þótt það sé svekkjandi.“ Enn einn Íslandsmeistaratitillinn í hús hjá Andreu og ekki er langt í næsta hlaup. „Alltaf gaman að fá Íslandsmeistaratitil. Ég er akkúrat á leiðinni norður á Akureyri núna þar sem að í kvöld fer fram Íslandsmótið í hálfu maraþoni.“ Andrea á harða spretti í Ármannshlaupinu í fyrradagMynd: Frjálsíþróttadeild Ármanns Hefur verið óstöðvandi Andrea hefur átt góðu gengi að fagna upp á síðkastið á Meistaramóti Íslands á Akureyri um síðustu helgi stóð hún uppi sem sigurvegari í 5000 metra hlaupi, 3000 metra hindrunarhlaupi, þar sem að hún á sjálf Íslandsmetið í greininni, og svo 1500 metra hlaupi. „Það hefur ekki gerst áður, eftir minni bestu vitund, að öll þessi hlaup séu á dagskrá á innan við viku tímabili. Það er bara skemmtileg áskorun að glíma við það.“ En er ekkert mál að skipta á milli þessara mismunandi tegunda hlaupa á þessum knappa tíma? „Mér finnst það bara mjög skemmtilegt að hafa þetta svona fjölbreytt. Fyrir mitt leiti finnst mér þetta mjög svipaðar greinar, kannski sér í lagi ef maður tekur fjallahlaupin, sem maður stundar líka, með í þetta. Það er bara geggjað að hafa vera búin að vinna smá í hraðanum um síðustu helgi. Það nýtist mér vel þegar komið er í þetta tíu kílómetra hlaup í fyrradag sem og hálfa maraþonið í kvöld.“ Hættir ekki að hlaupa Þá mun Andrea ekki taka upp á því að slaka á eftir hálfa maraþonið á Akureyri í kvöld. „Það verður stutt hvíld því ég er búin að skrá mig í fimmtíu kílómetra Dyrfjallahlaupið núna á laugardaginn. Það er kannski smá klikkað og vitleysa í mér en ég lít á það sem svona skemmtilegt hlaup og svo keyri ég á þetta alla leið í Laugavegshlaupinu eftir viku.“ Andrea. Maður fer ekki í þetta prógram nema að hafa ástríðu fyrir því að hlaupa. Þú elskar þetta er það ekki? „Það er bara nákvæmlega þannig. Það kannski sést að ég elska að hlaupa mikið því ég er eiginlega að keppa allt of mikið.“ Frjálsar íþróttir Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
„Auðvitað er þetta svekkjandi fyrir alla. Það voru margir sem að hlupu þarna í fyrradag sem að voru að bæta sig. Bætingar sem að verða svo ekki teknar gildar,“ segir Andrea í samtali við Vísi en hún stóð uppi sem sigurvegari Ármannshlaupsins, tíu kílómetra götuhlaupi, í kvennaflokki á tímanum 34:08. Þegar búið er að taka skekkjuna á hlaupalengdinni með í reikninginn er hún samt að bæta sinn besta tíma í greininni frá upphafi sem er skráður 35:00. Bæting sem verður hins vegar ekki skráð í afrekaskránna vegna metranna fimmtíu og átta sem vantaði upp á. Andrea og Arnar Pétursson stóðu uppi sem Íslandsmeistarar í tíu þúsund metra hlaupi utanhúss í fyrradag eftir sigur í Armannshlaupinu.Mynd: Frjálsíþróttadeild Ármanns Fram kemur í tilkynningu frá frjálsíþróttadeild Ármanns, umsjónaraðila hlaupsins, að mannleg mistök megi rekja til þess að fimmtíu og átta metra vantaði upp á þá tíu þúsund sem mynduðu hlaupaleiðina en sökum framkvæmda á henni þurfti á síðustu stundu að breyta hlaupaleiðinni. „Ef að ég hugsa út í þetta út frá sjálfri mér þá taldi ég upphaflega að ég væri að bæta minn besta tíma í tíu kílómetra götuhlaupi um fimmtíu sekúndur. Hlaupið var fimmtíu og átta metrum of stutt og ég gæti því bætt um fimmtán sekúndum við tímann minn í fyrradag til að jafna þá skekkju út. Þá sé ég að ég væri enn að bæta minn besta tíma í greininni. Ég er því alveg sátt með tímann minn þrátt fyrir að ég fái hann ekki löglega skráðan í afrekaskránna. Þá stendur Íslandsmeistaratitillinn enn þá þrátt fyrir að hlaupið sé ekki löglegt. Þannig að þegar að upp er staðið eru eflaust margir hlauparar sem standa eftir pirraðri en ég.“ Andrea Kolbeinsdóttir hefur komið víða við á sínum hlaupaferli til þessa og unnið hvert mótið á fætur öðru hér á landiVÍSIR/HULDA MARGRÉT Enginn að gera þetta að leik sínum En hefurðu lent í því áður að mæld vegalengd í keppnishlaupi sé of stutt? Því maður hefur nú heyrt af því áður að slíkt hafi gerst. „Já ég hef lent í þessu einu sinni áður og einmitt í tíu kílómetra hlaupi en þar var skekkjan töluvert meiri. Það hlaup var eitthvað um átta hundruð metrum of stutt. Það föttuðu það allir bara um leið og þeir komu yfir marklínuna. En hlaupið í fyrradag var svo ótrúlega lítið of stutt. Maður var ekki alveg viss þegar að maður kom í mark hvort þetta væri löglegt hlaup eða ekki. Þegar að ég kem í mark lít ég á úrið mitt og það sýnir mér að ég sé búin að hlaupa 9,98 kílómetra. Ég fer þá strax að hugsa að þetta hlaup hafi mögulega verið of stutt. Þetta kom mér því ekki á óvart. Það var hins vegar enginn að gera það að leik sínum að hafa þetta hlaup of stutt. Það var enginn að gera þetta viljandi. Þarna var náttúrulega verið að hlaupa nýja leið frá því sem hefur verið gert áður. Það voru einhverjar framkvæmdir sem sköruðust á við þessa nýju leið og því þurfti að breyta henni örlítið bara með mjög skömmum fyrirvara. Maður skilur þetta því ótrúlega vel að svona skyldi hafa gerst. Þótt það sé svekkjandi.“ Enn einn Íslandsmeistaratitillinn í hús hjá Andreu og ekki er langt í næsta hlaup. „Alltaf gaman að fá Íslandsmeistaratitil. Ég er akkúrat á leiðinni norður á Akureyri núna þar sem að í kvöld fer fram Íslandsmótið í hálfu maraþoni.“ Andrea á harða spretti í Ármannshlaupinu í fyrradagMynd: Frjálsíþróttadeild Ármanns Hefur verið óstöðvandi Andrea hefur átt góðu gengi að fagna upp á síðkastið á Meistaramóti Íslands á Akureyri um síðustu helgi stóð hún uppi sem sigurvegari í 5000 metra hlaupi, 3000 metra hindrunarhlaupi, þar sem að hún á sjálf Íslandsmetið í greininni, og svo 1500 metra hlaupi. „Það hefur ekki gerst áður, eftir minni bestu vitund, að öll þessi hlaup séu á dagskrá á innan við viku tímabili. Það er bara skemmtileg áskorun að glíma við það.“ En er ekkert mál að skipta á milli þessara mismunandi tegunda hlaupa á þessum knappa tíma? „Mér finnst það bara mjög skemmtilegt að hafa þetta svona fjölbreytt. Fyrir mitt leiti finnst mér þetta mjög svipaðar greinar, kannski sér í lagi ef maður tekur fjallahlaupin, sem maður stundar líka, með í þetta. Það er bara geggjað að hafa vera búin að vinna smá í hraðanum um síðustu helgi. Það nýtist mér vel þegar komið er í þetta tíu kílómetra hlaup í fyrradag sem og hálfa maraþonið í kvöld.“ Hættir ekki að hlaupa Þá mun Andrea ekki taka upp á því að slaka á eftir hálfa maraþonið á Akureyri í kvöld. „Það verður stutt hvíld því ég er búin að skrá mig í fimmtíu kílómetra Dyrfjallahlaupið núna á laugardaginn. Það er kannski smá klikkað og vitleysa í mér en ég lít á það sem svona skemmtilegt hlaup og svo keyri ég á þetta alla leið í Laugavegshlaupinu eftir viku.“ Andrea. Maður fer ekki í þetta prógram nema að hafa ástríðu fyrir því að hlaupa. Þú elskar þetta er það ekki? „Það er bara nákvæmlega þannig. Það kannski sést að ég elska að hlaupa mikið því ég er eiginlega að keppa allt of mikið.“
Frjálsar íþróttir Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira