Gera margvíslegar athugasemdir við starfshætti Kviku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júlí 2024 18:11 Ármann Þorvaldsson, er forstjóti Kviku banka. Aðsend Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hafi brotið gegn ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Margvíslegar athugasemdir eru gerðar við starfshætti í tengslum við áhættumat bankans, áreiðanleikakannanir og rekjanleika í upplýsingakerfum. Þetta kemur fram í niðurstöðu fjármálaeftirlits Seðlabankans, sem birt var á vefsíðu Seðlabankans í dag. Áður hafði Íslandsbanki tekið sáttaboði fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti. Bankinn viðurkenndi að brotin væru mörg og alvarleg. Athugun á starfsemi Kviku hófst í febrúar á síðasta ári og niðurstaða lá fyrir í júní á þessu ári. Markmiðið var að leggja mat á skráningar og rekjanleika á upplýsingum í kerfum bankans í tengslum við millibankaviðskipti, reiðufjárviðskipti og millifærslur fjármuna milli landa, svo eitthvað sé nefnt. Þá var, eftir því sem við átti, lagt mat á úrbætur sem gerðar hafa verið í kjölfar vettvangsathugunar hjá bankanum sem lauk í desember 2021. Árið 2019 sektaði fjármálaeftirlitið Kviku um þrjár milljónir vegna þess að bankinn lét hjá líða að tilkynna fjármálaeftirliti um svonefnda hliðarstarfsemi bankans, eins og kveðið er á um að gera skuli í lögum um fjármálafyrirtæki. Í úttektinni nú er áhættumati bankans á starfsemi og aðferðafræði að baki því talið að nokkru ábótavant. Sömuleiðis áhættumati á á samningssamböndum og einstökum viðskiptum. Skjölun og utanumhaldi gagna bankans vegna áreiðanleikakönnunar var talið að nokkru ábótavant þar sem gögn voru geymd í mismunandi kerfum fyrir mismunandi vörur. Þá var framkvæmd aukinna áreiðanleikakannana á áhættumeiri viðskiptamönnum talin verulega ábótavant. „Í úrtaki fjármálaeftirlitsins voru 13 viðskiptamenn og voru auknar áreiðanleikakannanir og/eða skjalfesting þeirra í engum tilvikum fullnægjandi,“ segir í niðurstöðu fjármálaeftirlitsins. Uppfærslu áreiðanleikakannanna, færslueftirliti bankans og skáningu og rekjanleika í upplýsingakerfum var einnig fundið ýmislegt til foráttu. Fjármálaeftirlitið fer því fram á að bankinn myndi fela innri endurskoðanda að gera úttekt á hvort farið hafi verið að úrbótakröfum með fullnægjandi hætti og að gerði yrði grein fyrir úttektinni og niðurstöðum hennar í sérstakri skýrslu sem send yrði fjármálaeftirlitinu. Kvika banki Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðu fjármálaeftirlits Seðlabankans, sem birt var á vefsíðu Seðlabankans í dag. Áður hafði Íslandsbanki tekið sáttaboði fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti. Bankinn viðurkenndi að brotin væru mörg og alvarleg. Athugun á starfsemi Kviku hófst í febrúar á síðasta ári og niðurstaða lá fyrir í júní á þessu ári. Markmiðið var að leggja mat á skráningar og rekjanleika á upplýsingum í kerfum bankans í tengslum við millibankaviðskipti, reiðufjárviðskipti og millifærslur fjármuna milli landa, svo eitthvað sé nefnt. Þá var, eftir því sem við átti, lagt mat á úrbætur sem gerðar hafa verið í kjölfar vettvangsathugunar hjá bankanum sem lauk í desember 2021. Árið 2019 sektaði fjármálaeftirlitið Kviku um þrjár milljónir vegna þess að bankinn lét hjá líða að tilkynna fjármálaeftirliti um svonefnda hliðarstarfsemi bankans, eins og kveðið er á um að gera skuli í lögum um fjármálafyrirtæki. Í úttektinni nú er áhættumati bankans á starfsemi og aðferðafræði að baki því talið að nokkru ábótavant. Sömuleiðis áhættumati á á samningssamböndum og einstökum viðskiptum. Skjölun og utanumhaldi gagna bankans vegna áreiðanleikakönnunar var talið að nokkru ábótavant þar sem gögn voru geymd í mismunandi kerfum fyrir mismunandi vörur. Þá var framkvæmd aukinna áreiðanleikakannana á áhættumeiri viðskiptamönnum talin verulega ábótavant. „Í úrtaki fjármálaeftirlitsins voru 13 viðskiptamenn og voru auknar áreiðanleikakannanir og/eða skjalfesting þeirra í engum tilvikum fullnægjandi,“ segir í niðurstöðu fjármálaeftirlitsins. Uppfærslu áreiðanleikakannanna, færslueftirliti bankans og skáningu og rekjanleika í upplýsingakerfum var einnig fundið ýmislegt til foráttu. Fjármálaeftirlitið fer því fram á að bankinn myndi fela innri endurskoðanda að gera úttekt á hvort farið hafi verið að úrbótakröfum með fullnægjandi hætti og að gerði yrði grein fyrir úttektinni og niðurstöðum hennar í sérstakri skýrslu sem send yrði fjármálaeftirlitinu.
Kvika banki Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira