Ná að stytta biðlista og kynjaskipta meðferðinni Lovísa Arnardóttir skrifar 6. júlí 2024 07:00 Elías við innganginn á Lovísugangi sem er annar tveggja kvennaganga á meðferðarheimilinu. Gangurinn er nefndur eftir fyrrverandi framkvæmdastjóra samtakanna. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna, Elías Guðmundsson, segir það afar ánægjulegt að geta fjölgað meðferðarrýmum hjá sér í 29 á meðferðarheimilinu Krýsuvík. Með því verði hægt að styrkja kvennastarf samtakanna og kynjaskipta meðferðinni. Samtökin skrifuðu í vikunni undir nýjan samstarfssamning við stjórnvöld. Samningurinn kveður á um fjölgun rýma og aukinn stuðning við meðferðarheimilið. Almennt sækir fólk meðferð í Krýsuvík í um sex mánuði. Elías segir að hvert aukarými þýði að hægt sé að ganga á biðlista. Þá sé einnig unnið að því að kynjaskipta meðferðinni algjörlega með því að útbúa sérstakan kvennagang á meðferðarheimilinu. „Með þessari fjölgun erum við að búa til sérstaka kvennadeild og aðskilja meðferðina mikið meira. Þá raunverulega verður hún algjörlega kynjaskipt. Síðasta kvennaherbergið verður tekið í notkun í byrjun þessa mánaðar,“ segir Elías. Þá verði konur sérmegin í húsinu, með sitt eigið reykingasvæði, sitt borð í borðsalnum og sitt svæði í fyrirlestrasalnum. „Við minnkun allan samgang en þau eru auðvitað hérna í sex mánuði þannig það er alltaf eitthvað smá,“ segir Elías. Markmið samtakanna sé að lágmarka samgang eins mikið og hægt er. Meðferðarheimilið er rekið í Krýsuvíkurskólanum.Vísir/Vilhelm Kvennagangarnir á meðferðarheimilinu verða tveir og eru nefndir í höfuðið á tveimur konum sem starfað hafa á meðferðarheimilinu. Annars vegar er það Lovísugangur sem er nefndur í höfuðið á Lovísu Christiansen sem var framkvæmdastjóri frá 1997 til 2018 og hins vegar er það Sigurlínugangur sem er nefndur í höfuðið á Sigurlínu Davíðsdóttur sem er einn af stofnendum samtakanna og handleiðari starfsfólks. „Þessar konur unnu alveg ótrúlega mikið óeigingjarnt starf fyrir samtökin og væru þau varla til án þeirra framlags. Þær hafa báðar reynst mér einstaklega vel þegar ég kom til starfa og fæ enn að leita til þeirra,“ segir Elías. Gera allt til að loka ekki Iðulega eru á sumrin fluttar fréttir af lokunum á meðferðardeildum Vogs vegna fjárskorts. Elías segir Krýsuvíkursamtökin leggja mikið á sig til að koma í veg fyrir slíkar lokanir. „Við getum ekki hugsað okkur að loka. Við drögum ekki einu sinni úr. Það er full starfsemi,“ segir Elías. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kom fram í vikunni að samkomulagið kveði á um aukið aðgengi að þjónustunni og fjölgun meðferðarplássa um þriðjung, ásamt því að efla faglegt meðferðarstarf í Krýsuvík. 100 á biðlista Árið 2023 voru að jafnaði 22 einstaklingar í meðferð á meðferðarheimilinu í Krýsuvík en með auknum stuðningi fjölgar rýmunum sem verða 29 talsins. Samtökin hafa staðið fyrir framkvæmdum og endurbótum á húsnæði Krýsuvíkur í þeim tilgangi að fjölga rýmum og auka aðgengi að þjónustunni. „Við erum með yfir hundrað manns á biðlista þannig hvert rúm er kærkomið og hjálpar,“ segir Elías. Hjá þeim er engin afvötnun og ekki í boði að koma ef þörf er á henni. Meðferðin er hugsuð sem langtímameðferð. Konurnar fá sitt eigið borð í matsalnum.Vísir/Vilhelm „Þú þarft að koma nokkuð afeitraður. Þú getur kannski komið með slæma timburmenn og sofið þá af þér en ákjósanlegast er að fólk sé búið að fara á fíknigeðdeild eða á Vog í afeitrun,“ segir Elías. Elías segir þau hafa verið að ná góðum árangri. Vilja útskrifa 23 á þessu ári „Við erum búin að útskrifa 20 manns á fyrri hluta þessa árs en útskrifuðum 22 í heildina í fyrra,“ segir Elías og að þau vonist til þess að geta útskrifað um 32 á þessu ári. Það væri fjölgun um helming og mjög jákvæð þróun. „Við árangursmælum starfið og það eru um 80 prósent sem ná að vera edrú í eitt ár og 50 prósent í fjögur ár og eru að bæta menntunarstig sitt og lífið allt að batna. Það er erfitt að mæla edrúmennsku. Einstaklingur getur verið edrú en með allt niður um sig en svo er annar sem getur verið að drekka og hefur átt fjögur góð ár. En aukið menntunarstig er alvöru mælikvarði.“ Hvað varðar vímuefnin sem fólk er að neyta segir hann ópíóíða mjög áberandi núna en eins komi kannabis, áfengi, hass, krakk í hæðum og lægðum. „Það er meira af fíkniefnum í umferð á Íslandi en áður. Lögreglan finnur 100 kílóa kókaínsendingu. Það er mikið sem þeir ná en það er samt aldrei neinn skortur á markaði. Það er ekkert panikk og það segir eiginlega allt sem segja þarf.“ Krýsuvíkursamtökin voru stofnuð árið 1986 og hafa veitt langtímameðferð fyrir fólk með vímuefnavanda samfleytt frá árinu 1989. Síðustu ár hafa samtökin verið í nánu samstarfi við meðferðastöðina High Watch Recovery Center í Kent í Connecticut í Bandaríkjunum. Starfsfólki Krýsuvíkursamtakanna hefur þannig boðist að fara til þeirra og sækja ýmis námskeið í áfallamiðaðri meðferð. „Þetta er ein elsta meðferðarstofnun í heimi. Meðferðin byggir á tólf spora grunni sem við vinnum eftir en síðustu tíu ár eða svo hafa þau verið að bæta við reyndri áfallafræði. Þau hafa vaxið vel og farið úr 40 rúmum í 80 og eru með 14 afeitrunarrúm. Þau eru stöðugt með þjálfunarprógramm í gangi fyrir starfsfólkið og starfsfólkið okkar fær núna að fara inn í þessar þjálfun,“ segir Elías. Konurnar fá sitt eigið reykingasvæði úti.Vísir/Vilhelm Starfsfólkið fari út í viku í senn í þjálfun í áfallamiðaðri nálgun meðferðar. „Við þurfum bara að fljúga fólkinu út og það vill svo vel til að Play hefur stutt okkur rækilega í því verkefni. Þau fljúga til flugvallar í New York sem er um tveimur tímum frá borginni en bara klukkustund frá High Watch. Þannig þetta er allt mjög heppilegt.“ Elías segir þau himinlifandi með stuðning frá heilbrigðisráðuneytinu. Willum hafi sýnt verkefnum þeirra mikinn áhuga og þau séu þakklát fyrir það. Þeim skorti þó alltaf meira fjármagn. Elías bendir á að meðferðardagurinn hafi í fyrra kostað ríkið um 18.600 í fyrra og nótt í gistiskýlinu um 56 þúsund. Elías segir það hafa skipt sköpum að meðferðaraðilar hafi nú hafið opið samtal. Þau séu miklu sterkari saman.Vísir/Vilhelm „Við erum háð framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Við söfnuðum fyrir þessum framkvæmdum. Þau eru að hjálpa okkur með reksturinn. Við þurfum alltaf að fjármagna um 10 til 15 prósent af honum sjálf. Það er það skrítna í þessum bransa. Ég tek oft dæmi um það þegar við byrjuðum og við vorum illa stödd fjárhagslega. Þá fór þvottavélin og ég hringdi í vini mína sem reka fyrirtæki og gátu gefið okkur þvottavél. Það var ekkert mál, en það myndi aldrei gerast á meðferðardeild á Landspítalanum.“ Elías segist þó merkja breytingar í viðhorfum til bransans. Hann hafi verið sveltur lengi en það sem hafi mestu skipt undanfarið sé opið samtal meðferðaraðila. „Við, SÁÁ og Samhjálp erum með sameiginlega sýn og erum tilbúin að vinna meira saman. Það hefur ekki verið áður. Það er gott fyrir alla. Það eru allir með sitt stef og nálgun en við vinnum öll að því sama. Saman erum við miklu sterkari.“ Heilbrigðismál Geðheilbrigði Fíkn SÁÁ Meðferðarheimili Félagasamtök Tengdar fréttir Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00 „Næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus“ Kolfreyja Sól Bogadóttir er tónlistarkona og vinnur á frístundaheimili í grunnskóla. Fyrir ári síðan var hún heimilislaus og djúpt sokkin í neyslu ópíóíða. Hún segir líf sitt hafa breyst með undraverðum hætti eftir að hún dvaldi á Hlaðgerðarkoti í langtímameðferð. 5. apríl 2024 10:46 Kokkar í Krýsuvík hjá fyrrverandi eiginmanni og vini sínum Sólveig Eiríksdóttir, sem oftast er kölluð Solla og kennd við Gló eða Grænan kost, er komin í draumastarfið á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Elías Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Krýsuvíkursamtakanna og fyrrverandi eiginmaður Sollu, bauð henni að vinna þar sem kokkur. Hún segir alla sína fyrrverandi vera vini sína. 10. febrúar 2024 14:33 „Konur eiga ekki að vera á Vernd með karlmönnum“ Konu hefur nú í fyrsta sinn verið heimilað að ljúka afplánun í Batahúsi, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið afplánun dóms. Hingað til hefur þeim aðeins staðið til boða að fara á áfangaheimilið Vernd, sem er eina áfangaheimilið sem hingað til hefur staðið föngum til boða til afplánuna, og farið svo í Batahús að því loknu. 16. nóvember 2023 07:01 „Þessi draumar um það að verða ríkur á því að selja dóp er óraunhæfur“ Í Íslandi í dag síðastliðið vor var sagt frá því hvernig þeir félagar Tolli Morthens og Agnar Bragason höfðu lagt í merkilega vinnu með starfshópi sem félagsmálaráðherra Ásmundur Einar Daðason skipaði til að finna leiðir til að styðja fanga til þátttöku í samfélaginu af lokinni afplánun. 9. febrúar 2021 11:31 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Samtökin skrifuðu í vikunni undir nýjan samstarfssamning við stjórnvöld. Samningurinn kveður á um fjölgun rýma og aukinn stuðning við meðferðarheimilið. Almennt sækir fólk meðferð í Krýsuvík í um sex mánuði. Elías segir að hvert aukarými þýði að hægt sé að ganga á biðlista. Þá sé einnig unnið að því að kynjaskipta meðferðinni algjörlega með því að útbúa sérstakan kvennagang á meðferðarheimilinu. „Með þessari fjölgun erum við að búa til sérstaka kvennadeild og aðskilja meðferðina mikið meira. Þá raunverulega verður hún algjörlega kynjaskipt. Síðasta kvennaherbergið verður tekið í notkun í byrjun þessa mánaðar,“ segir Elías. Þá verði konur sérmegin í húsinu, með sitt eigið reykingasvæði, sitt borð í borðsalnum og sitt svæði í fyrirlestrasalnum. „Við minnkun allan samgang en þau eru auðvitað hérna í sex mánuði þannig það er alltaf eitthvað smá,“ segir Elías. Markmið samtakanna sé að lágmarka samgang eins mikið og hægt er. Meðferðarheimilið er rekið í Krýsuvíkurskólanum.Vísir/Vilhelm Kvennagangarnir á meðferðarheimilinu verða tveir og eru nefndir í höfuðið á tveimur konum sem starfað hafa á meðferðarheimilinu. Annars vegar er það Lovísugangur sem er nefndur í höfuðið á Lovísu Christiansen sem var framkvæmdastjóri frá 1997 til 2018 og hins vegar er það Sigurlínugangur sem er nefndur í höfuðið á Sigurlínu Davíðsdóttur sem er einn af stofnendum samtakanna og handleiðari starfsfólks. „Þessar konur unnu alveg ótrúlega mikið óeigingjarnt starf fyrir samtökin og væru þau varla til án þeirra framlags. Þær hafa báðar reynst mér einstaklega vel þegar ég kom til starfa og fæ enn að leita til þeirra,“ segir Elías. Gera allt til að loka ekki Iðulega eru á sumrin fluttar fréttir af lokunum á meðferðardeildum Vogs vegna fjárskorts. Elías segir Krýsuvíkursamtökin leggja mikið á sig til að koma í veg fyrir slíkar lokanir. „Við getum ekki hugsað okkur að loka. Við drögum ekki einu sinni úr. Það er full starfsemi,“ segir Elías. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kom fram í vikunni að samkomulagið kveði á um aukið aðgengi að þjónustunni og fjölgun meðferðarplássa um þriðjung, ásamt því að efla faglegt meðferðarstarf í Krýsuvík. 100 á biðlista Árið 2023 voru að jafnaði 22 einstaklingar í meðferð á meðferðarheimilinu í Krýsuvík en með auknum stuðningi fjölgar rýmunum sem verða 29 talsins. Samtökin hafa staðið fyrir framkvæmdum og endurbótum á húsnæði Krýsuvíkur í þeim tilgangi að fjölga rýmum og auka aðgengi að þjónustunni. „Við erum með yfir hundrað manns á biðlista þannig hvert rúm er kærkomið og hjálpar,“ segir Elías. Hjá þeim er engin afvötnun og ekki í boði að koma ef þörf er á henni. Meðferðin er hugsuð sem langtímameðferð. Konurnar fá sitt eigið borð í matsalnum.Vísir/Vilhelm „Þú þarft að koma nokkuð afeitraður. Þú getur kannski komið með slæma timburmenn og sofið þá af þér en ákjósanlegast er að fólk sé búið að fara á fíknigeðdeild eða á Vog í afeitrun,“ segir Elías. Elías segir þau hafa verið að ná góðum árangri. Vilja útskrifa 23 á þessu ári „Við erum búin að útskrifa 20 manns á fyrri hluta þessa árs en útskrifuðum 22 í heildina í fyrra,“ segir Elías og að þau vonist til þess að geta útskrifað um 32 á þessu ári. Það væri fjölgun um helming og mjög jákvæð þróun. „Við árangursmælum starfið og það eru um 80 prósent sem ná að vera edrú í eitt ár og 50 prósent í fjögur ár og eru að bæta menntunarstig sitt og lífið allt að batna. Það er erfitt að mæla edrúmennsku. Einstaklingur getur verið edrú en með allt niður um sig en svo er annar sem getur verið að drekka og hefur átt fjögur góð ár. En aukið menntunarstig er alvöru mælikvarði.“ Hvað varðar vímuefnin sem fólk er að neyta segir hann ópíóíða mjög áberandi núna en eins komi kannabis, áfengi, hass, krakk í hæðum og lægðum. „Það er meira af fíkniefnum í umferð á Íslandi en áður. Lögreglan finnur 100 kílóa kókaínsendingu. Það er mikið sem þeir ná en það er samt aldrei neinn skortur á markaði. Það er ekkert panikk og það segir eiginlega allt sem segja þarf.“ Krýsuvíkursamtökin voru stofnuð árið 1986 og hafa veitt langtímameðferð fyrir fólk með vímuefnavanda samfleytt frá árinu 1989. Síðustu ár hafa samtökin verið í nánu samstarfi við meðferðastöðina High Watch Recovery Center í Kent í Connecticut í Bandaríkjunum. Starfsfólki Krýsuvíkursamtakanna hefur þannig boðist að fara til þeirra og sækja ýmis námskeið í áfallamiðaðri meðferð. „Þetta er ein elsta meðferðarstofnun í heimi. Meðferðin byggir á tólf spora grunni sem við vinnum eftir en síðustu tíu ár eða svo hafa þau verið að bæta við reyndri áfallafræði. Þau hafa vaxið vel og farið úr 40 rúmum í 80 og eru með 14 afeitrunarrúm. Þau eru stöðugt með þjálfunarprógramm í gangi fyrir starfsfólkið og starfsfólkið okkar fær núna að fara inn í þessar þjálfun,“ segir Elías. Konurnar fá sitt eigið reykingasvæði úti.Vísir/Vilhelm Starfsfólkið fari út í viku í senn í þjálfun í áfallamiðaðri nálgun meðferðar. „Við þurfum bara að fljúga fólkinu út og það vill svo vel til að Play hefur stutt okkur rækilega í því verkefni. Þau fljúga til flugvallar í New York sem er um tveimur tímum frá borginni en bara klukkustund frá High Watch. Þannig þetta er allt mjög heppilegt.“ Elías segir þau himinlifandi með stuðning frá heilbrigðisráðuneytinu. Willum hafi sýnt verkefnum þeirra mikinn áhuga og þau séu þakklát fyrir það. Þeim skorti þó alltaf meira fjármagn. Elías bendir á að meðferðardagurinn hafi í fyrra kostað ríkið um 18.600 í fyrra og nótt í gistiskýlinu um 56 þúsund. Elías segir það hafa skipt sköpum að meðferðaraðilar hafi nú hafið opið samtal. Þau séu miklu sterkari saman.Vísir/Vilhelm „Við erum háð framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Við söfnuðum fyrir þessum framkvæmdum. Þau eru að hjálpa okkur með reksturinn. Við þurfum alltaf að fjármagna um 10 til 15 prósent af honum sjálf. Það er það skrítna í þessum bransa. Ég tek oft dæmi um það þegar við byrjuðum og við vorum illa stödd fjárhagslega. Þá fór þvottavélin og ég hringdi í vini mína sem reka fyrirtæki og gátu gefið okkur þvottavél. Það var ekkert mál, en það myndi aldrei gerast á meðferðardeild á Landspítalanum.“ Elías segist þó merkja breytingar í viðhorfum til bransans. Hann hafi verið sveltur lengi en það sem hafi mestu skipt undanfarið sé opið samtal meðferðaraðila. „Við, SÁÁ og Samhjálp erum með sameiginlega sýn og erum tilbúin að vinna meira saman. Það hefur ekki verið áður. Það er gott fyrir alla. Það eru allir með sitt stef og nálgun en við vinnum öll að því sama. Saman erum við miklu sterkari.“
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Fíkn SÁÁ Meðferðarheimili Félagasamtök Tengdar fréttir Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00 „Næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus“ Kolfreyja Sól Bogadóttir er tónlistarkona og vinnur á frístundaheimili í grunnskóla. Fyrir ári síðan var hún heimilislaus og djúpt sokkin í neyslu ópíóíða. Hún segir líf sitt hafa breyst með undraverðum hætti eftir að hún dvaldi á Hlaðgerðarkoti í langtímameðferð. 5. apríl 2024 10:46 Kokkar í Krýsuvík hjá fyrrverandi eiginmanni og vini sínum Sólveig Eiríksdóttir, sem oftast er kölluð Solla og kennd við Gló eða Grænan kost, er komin í draumastarfið á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Elías Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Krýsuvíkursamtakanna og fyrrverandi eiginmaður Sollu, bauð henni að vinna þar sem kokkur. Hún segir alla sína fyrrverandi vera vini sína. 10. febrúar 2024 14:33 „Konur eiga ekki að vera á Vernd með karlmönnum“ Konu hefur nú í fyrsta sinn verið heimilað að ljúka afplánun í Batahúsi, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið afplánun dóms. Hingað til hefur þeim aðeins staðið til boða að fara á áfangaheimilið Vernd, sem er eina áfangaheimilið sem hingað til hefur staðið föngum til boða til afplánuna, og farið svo í Batahús að því loknu. 16. nóvember 2023 07:01 „Þessi draumar um það að verða ríkur á því að selja dóp er óraunhæfur“ Í Íslandi í dag síðastliðið vor var sagt frá því hvernig þeir félagar Tolli Morthens og Agnar Bragason höfðu lagt í merkilega vinnu með starfshópi sem félagsmálaráðherra Ásmundur Einar Daðason skipaði til að finna leiðir til að styðja fanga til þátttöku í samfélaginu af lokinni afplánun. 9. febrúar 2021 11:31 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00
„Næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus“ Kolfreyja Sól Bogadóttir er tónlistarkona og vinnur á frístundaheimili í grunnskóla. Fyrir ári síðan var hún heimilislaus og djúpt sokkin í neyslu ópíóíða. Hún segir líf sitt hafa breyst með undraverðum hætti eftir að hún dvaldi á Hlaðgerðarkoti í langtímameðferð. 5. apríl 2024 10:46
Kokkar í Krýsuvík hjá fyrrverandi eiginmanni og vini sínum Sólveig Eiríksdóttir, sem oftast er kölluð Solla og kennd við Gló eða Grænan kost, er komin í draumastarfið á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Elías Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Krýsuvíkursamtakanna og fyrrverandi eiginmaður Sollu, bauð henni að vinna þar sem kokkur. Hún segir alla sína fyrrverandi vera vini sína. 10. febrúar 2024 14:33
„Konur eiga ekki að vera á Vernd með karlmönnum“ Konu hefur nú í fyrsta sinn verið heimilað að ljúka afplánun í Batahúsi, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið afplánun dóms. Hingað til hefur þeim aðeins staðið til boða að fara á áfangaheimilið Vernd, sem er eina áfangaheimilið sem hingað til hefur staðið föngum til boða til afplánuna, og farið svo í Batahús að því loknu. 16. nóvember 2023 07:01
„Þessi draumar um það að verða ríkur á því að selja dóp er óraunhæfur“ Í Íslandi í dag síðastliðið vor var sagt frá því hvernig þeir félagar Tolli Morthens og Agnar Bragason höfðu lagt í merkilega vinnu með starfshópi sem félagsmálaráðherra Ásmundur Einar Daðason skipaði til að finna leiðir til að styðja fanga til þátttöku í samfélaginu af lokinni afplánun. 9. febrúar 2021 11:31