„Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Ritstjórn skrifar 3. júlí 2024 14:30 Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. Annar mannanna, sem var stunginn í andlitið, segir að fyrir árásina hafi Mohamad hótað honum og fjölskyldu hans lífláti ítrekað. Vegna þessa hafi fjölskylda hans flutt frá Íslandi til Dubai áður en árásin átti sér stað. Hann og fjölskylda hans hafi gripið til þess ráðs eftir að Mohamad braut rúðu á bílnum hans. „Þetta er stórhættulegt vandamál,“ sagði maðurinn fyrir dómi í morgun þegar aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjaness. „Ég var alltaf tilbúinn í huganum, hvenær sem er. Kourani kemur annað hvort heim til mín eða eitthvert annað til að ráðast á mig.“ Maðurinn, sem vinnur í OK Market, segir að hann og samstarfsfélagi hans, sem varð einnig fyrir árásinni, hafi staðið við afgreiðsluborðið þegar Mohamad hafi komið í verslunina. Hann hafi spurt manninn hvers vegna hann væri ekki að svara skilaboðunum sínum og síðan ráðist á þá. Að sögn mannsins var hann sjálfur heppinn að vera með skæri við hönd, sem hann gat gripið til svo hann gæti varist árásinni. Hann var stunginn í andlitið, en fyrir dómi útskýrði hann að hnífsoddurinn væri enn í andlitinu á honum. Hann sýndi röntgenmynd á símanum sínum því til stuðnings og sagðist ætla að láta fjarlægja oddinn bráðlega. Maðurinn sagði að eftir atvikið hafi Mohamad haldið áfram að senda hótanir í tölvupósti úr fangelsi. Hann segist ekki upplifa sama öryggi og áður þegar hann vinnur í versluninni. Þá segist hann óttast að Mohamad verði aftur frjáls maður. „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt eða barn dómarans. Hann mun gera allt.“ Málið mjög þungbært Hinn maðurinn sem varð fyrir árásinni gaf einnig skýrslu fyrir dómi í morgun. Hann sagði málið hafa haft þungbær áhrif fyrir sig, og honum þætti erfitt að mæta fyrir dóminn. „Núna er allt neikvætt fyrir framan mig. Ég hef aldrei orðið fyrir svoleiðis áður,“ sagði hann. „Strákurinn minn er alltaf að spyrja hvort þessi eða hinn sé ógnandi maðurinn sem réðst á mig.“ „Óútreiknanlegur maður með mikla ofbeldissögu“ Mohamad Kourani er ekki bara ákærður fyrir árásina í OK Market heldur varðar dómsmálið líka ákærur er varða brot gegn lögregluþjónum og fangavörðum. Hann er til að mynda ákærður fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti. Sá lögreglumaður gaf vitni fyrir dómi í morgun. Að sögn lögreglumannsins sagði Muhamad ítrekað: „I will kill you and your family,“ eða „Ég mun drepa þig og fjölskyldu þína.“ „Þetta er mjög óútreiknanlegur maður með mikla ofbeldissögu. Ég tók þess vegna þessum hótunum alvarlega,“ sagði lögreglumaðurinn. Dómsmál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Hlaut dóm á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar Mohamad Kourani, sýrlenskur karlmaður sem ítrekað hefur komist í kast við lögin, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stunguárásar í OK Market í Valshverfinu í þann 7. mars. Sléttri viku eftir árásina var hann dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. 5. apríl 2024 16:10 Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Annar mannanna, sem var stunginn í andlitið, segir að fyrir árásina hafi Mohamad hótað honum og fjölskyldu hans lífláti ítrekað. Vegna þessa hafi fjölskylda hans flutt frá Íslandi til Dubai áður en árásin átti sér stað. Hann og fjölskylda hans hafi gripið til þess ráðs eftir að Mohamad braut rúðu á bílnum hans. „Þetta er stórhættulegt vandamál,“ sagði maðurinn fyrir dómi í morgun þegar aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjaness. „Ég var alltaf tilbúinn í huganum, hvenær sem er. Kourani kemur annað hvort heim til mín eða eitthvert annað til að ráðast á mig.“ Maðurinn, sem vinnur í OK Market, segir að hann og samstarfsfélagi hans, sem varð einnig fyrir árásinni, hafi staðið við afgreiðsluborðið þegar Mohamad hafi komið í verslunina. Hann hafi spurt manninn hvers vegna hann væri ekki að svara skilaboðunum sínum og síðan ráðist á þá. Að sögn mannsins var hann sjálfur heppinn að vera með skæri við hönd, sem hann gat gripið til svo hann gæti varist árásinni. Hann var stunginn í andlitið, en fyrir dómi útskýrði hann að hnífsoddurinn væri enn í andlitinu á honum. Hann sýndi röntgenmynd á símanum sínum því til stuðnings og sagðist ætla að láta fjarlægja oddinn bráðlega. Maðurinn sagði að eftir atvikið hafi Mohamad haldið áfram að senda hótanir í tölvupósti úr fangelsi. Hann segist ekki upplifa sama öryggi og áður þegar hann vinnur í versluninni. Þá segist hann óttast að Mohamad verði aftur frjáls maður. „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt eða barn dómarans. Hann mun gera allt.“ Málið mjög þungbært Hinn maðurinn sem varð fyrir árásinni gaf einnig skýrslu fyrir dómi í morgun. Hann sagði málið hafa haft þungbær áhrif fyrir sig, og honum þætti erfitt að mæta fyrir dóminn. „Núna er allt neikvætt fyrir framan mig. Ég hef aldrei orðið fyrir svoleiðis áður,“ sagði hann. „Strákurinn minn er alltaf að spyrja hvort þessi eða hinn sé ógnandi maðurinn sem réðst á mig.“ „Óútreiknanlegur maður með mikla ofbeldissögu“ Mohamad Kourani er ekki bara ákærður fyrir árásina í OK Market heldur varðar dómsmálið líka ákærur er varða brot gegn lögregluþjónum og fangavörðum. Hann er til að mynda ákærður fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti. Sá lögreglumaður gaf vitni fyrir dómi í morgun. Að sögn lögreglumannsins sagði Muhamad ítrekað: „I will kill you and your family,“ eða „Ég mun drepa þig og fjölskyldu þína.“ „Þetta er mjög óútreiknanlegur maður með mikla ofbeldissögu. Ég tók þess vegna þessum hótunum alvarlega,“ sagði lögreglumaðurinn.
Dómsmál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Hlaut dóm á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar Mohamad Kourani, sýrlenskur karlmaður sem ítrekað hefur komist í kast við lögin, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stunguárásar í OK Market í Valshverfinu í þann 7. mars. Sléttri viku eftir árásina var hann dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. 5. apríl 2024 16:10 Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Hlaut dóm á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar Mohamad Kourani, sýrlenskur karlmaður sem ítrekað hefur komist í kast við lögin, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stunguárásar í OK Market í Valshverfinu í þann 7. mars. Sléttri viku eftir árásina var hann dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. 5. apríl 2024 16:10
Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20
Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57