Algeng þvæla um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar 3. júlí 2024 08:30 Öfga-hægri maðurinn Hjörtur J. Guðmundsson „blaðamaður“ á Morgunblaðinu heldur áfram að skrifa áróðursgreinar á Vísir.is undir þeim hatti að þetta séu skoðanir sem hann hefur. Hinsvegar er hann bara að endurtaka lygar sem er margoft búið að afsanna. Eitt af því sem hann heldur fram er að Evrópuþingmenn séu valdalausir, sérstaklega þegar þeir koma frá litum aðildarríkjum. Evrópuþingmenn Möltu geta örugglega frætt Hjört um það hversu mikil völd þeir hafa sem Evrópuþingmenn. Þar sem Evrópuþingið starfar á grundvelli Evrópuþingflokka, ekki aðildarríkja og hefur gert frá stofnun. Þetta er staðreynd sem Hjörtur veit fullvel en lætur eins og hún sé ekki til, þar sem þessi staðreynd hentar ekki málflutning hans og annara andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Annað er fiskveiðimál, sem er nýjasti gamli áróðurinn sem Hjörtur skrifar um. Staðreyndin er hinsvegar sú að Íslendingar semja nú þegar um fiskveiðar við Evrópusambandið sem ríki utan Evrópusambandsins (eftir þörfum og hæfni sjávarútvegsráðherra á Íslandi á hverjum tíma). Það eina sem mundi breytast við inngöngu í Evrópusambandið er að Ísland mundi þá semja um fiskveiðar sem aðildarríki Evrópusambandsins. Þetta veit Hjörtur einnig fullvel. Ef Ísland hefði samið um fiskveiðar við Evrópusambandið. Þá væri slíka samninga að finna hérna. Íslensk stjórnvöld hafa hinsvegar ekki samið um fiskveiðar við Evrópusambandið síðan árið 2008. Þarna er hinsvegar hægt að lesa eldri samning frá árinu 1993. Þarna má reyndar einnig sjá samning Íslands við Evrópusambandið um veiðar á makríl fyrir árið 2024. Auk annara samninga um fiskveiðar á stofnum sem flakka um lögsögur ríkja á Atlantshafinu. Það er staðreynd að málflutningur andstæðinga Evrópusambandinu er byggð á einhverri óskhyggju sem stenst og hefur aldrei staðist raunveruleikann. Þetta sést mjög vel á því hvað gerist og er ennþá að gerast í Bretlandi sem er eina ríki' og verður eina ríkið sem mun nokkurn tímann ganga úr Evrópusambandinu. Efnahagslega þá hefur Bretland dregist aftur úr. Síðan hafa ríkisborgarar Bretlands tapað réttinum til að búa og starfa hvar sem er innan Evrópusambandsins, réttur sem þeir höfuð fram til 31. janúar 2020 klukkan 23:00. Skoðun almennings hefur einnig breyst og er núna kominn stöðugur og fastur meirihluti fyrir því að Bretland gangi aftur inn í Evrópusambandið á næstu árum. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki slíkt á dagskránni og líklegir stjórnarflokkar eftir næstu kosningar hafa slíkt ekki á dagskránni en það gæti breytst ef þrýstingur frá almenningi í Bretlandi verður nægur, sem er alveg möguleiki á því að það gerist. Það er hinsvegar ljóst að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið hörmung fyrir almenning í Bretlandi og verður aldrei neitt annað. Þetta endalausa flóð af áróðursgreinum er ekkert nema tilraun til þess að koma Íslandi úr EES samningum og mögulega EFTA samningum. Þannig á að færa Ísland efnahagslega aftur til ársins 1963, þegar Íslandi var hvorki aðili að EFTA eða EEC en Framsóknarflokkurinn stöðvaði aðildarumsókn Íslands að EEC á þeim tíma og þótti enginn sómi af. Eins og má lesa um hérna. Það hefur verið slæmur hugsunarháttur á Íslandi að vera á móti framförum. Þessi ósiður hefur núna verið að dreifa sér til yngri kynslóða og er enginn sómi af þessu. Íslenskir stjórnmálamenn verða að átta sig á þeirri staðreynd að Ísland, sem ríki getur aðeins tryggt stöðu sína með alþjóðlegu samningum og aðild að Evrópusambandinu. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Öfga-hægri maðurinn Hjörtur J. Guðmundsson „blaðamaður“ á Morgunblaðinu heldur áfram að skrifa áróðursgreinar á Vísir.is undir þeim hatti að þetta séu skoðanir sem hann hefur. Hinsvegar er hann bara að endurtaka lygar sem er margoft búið að afsanna. Eitt af því sem hann heldur fram er að Evrópuþingmenn séu valdalausir, sérstaklega þegar þeir koma frá litum aðildarríkjum. Evrópuþingmenn Möltu geta örugglega frætt Hjört um það hversu mikil völd þeir hafa sem Evrópuþingmenn. Þar sem Evrópuþingið starfar á grundvelli Evrópuþingflokka, ekki aðildarríkja og hefur gert frá stofnun. Þetta er staðreynd sem Hjörtur veit fullvel en lætur eins og hún sé ekki til, þar sem þessi staðreynd hentar ekki málflutning hans og annara andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Annað er fiskveiðimál, sem er nýjasti gamli áróðurinn sem Hjörtur skrifar um. Staðreyndin er hinsvegar sú að Íslendingar semja nú þegar um fiskveiðar við Evrópusambandið sem ríki utan Evrópusambandsins (eftir þörfum og hæfni sjávarútvegsráðherra á Íslandi á hverjum tíma). Það eina sem mundi breytast við inngöngu í Evrópusambandið er að Ísland mundi þá semja um fiskveiðar sem aðildarríki Evrópusambandsins. Þetta veit Hjörtur einnig fullvel. Ef Ísland hefði samið um fiskveiðar við Evrópusambandið. Þá væri slíka samninga að finna hérna. Íslensk stjórnvöld hafa hinsvegar ekki samið um fiskveiðar við Evrópusambandið síðan árið 2008. Þarna er hinsvegar hægt að lesa eldri samning frá árinu 1993. Þarna má reyndar einnig sjá samning Íslands við Evrópusambandið um veiðar á makríl fyrir árið 2024. Auk annara samninga um fiskveiðar á stofnum sem flakka um lögsögur ríkja á Atlantshafinu. Það er staðreynd að málflutningur andstæðinga Evrópusambandinu er byggð á einhverri óskhyggju sem stenst og hefur aldrei staðist raunveruleikann. Þetta sést mjög vel á því hvað gerist og er ennþá að gerast í Bretlandi sem er eina ríki' og verður eina ríkið sem mun nokkurn tímann ganga úr Evrópusambandinu. Efnahagslega þá hefur Bretland dregist aftur úr. Síðan hafa ríkisborgarar Bretlands tapað réttinum til að búa og starfa hvar sem er innan Evrópusambandsins, réttur sem þeir höfuð fram til 31. janúar 2020 klukkan 23:00. Skoðun almennings hefur einnig breyst og er núna kominn stöðugur og fastur meirihluti fyrir því að Bretland gangi aftur inn í Evrópusambandið á næstu árum. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki slíkt á dagskránni og líklegir stjórnarflokkar eftir næstu kosningar hafa slíkt ekki á dagskránni en það gæti breytst ef þrýstingur frá almenningi í Bretlandi verður nægur, sem er alveg möguleiki á því að það gerist. Það er hinsvegar ljóst að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið hörmung fyrir almenning í Bretlandi og verður aldrei neitt annað. Þetta endalausa flóð af áróðursgreinum er ekkert nema tilraun til þess að koma Íslandi úr EES samningum og mögulega EFTA samningum. Þannig á að færa Ísland efnahagslega aftur til ársins 1963, þegar Íslandi var hvorki aðili að EFTA eða EEC en Framsóknarflokkurinn stöðvaði aðildarumsókn Íslands að EEC á þeim tíma og þótti enginn sómi af. Eins og má lesa um hérna. Það hefur verið slæmur hugsunarháttur á Íslandi að vera á móti framförum. Þessi ósiður hefur núna verið að dreifa sér til yngri kynslóða og er enginn sómi af þessu. Íslenskir stjórnmálamenn verða að átta sig á þeirri staðreynd að Ísland, sem ríki getur aðeins tryggt stöðu sína með alþjóðlegu samningum og aðild að Evrópusambandinu. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar