Algeng þvæla um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar 3. júlí 2024 08:30 Öfga-hægri maðurinn Hjörtur J. Guðmundsson „blaðamaður“ á Morgunblaðinu heldur áfram að skrifa áróðursgreinar á Vísir.is undir þeim hatti að þetta séu skoðanir sem hann hefur. Hinsvegar er hann bara að endurtaka lygar sem er margoft búið að afsanna. Eitt af því sem hann heldur fram er að Evrópuþingmenn séu valdalausir, sérstaklega þegar þeir koma frá litum aðildarríkjum. Evrópuþingmenn Möltu geta örugglega frætt Hjört um það hversu mikil völd þeir hafa sem Evrópuþingmenn. Þar sem Evrópuþingið starfar á grundvelli Evrópuþingflokka, ekki aðildarríkja og hefur gert frá stofnun. Þetta er staðreynd sem Hjörtur veit fullvel en lætur eins og hún sé ekki til, þar sem þessi staðreynd hentar ekki málflutning hans og annara andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Annað er fiskveiðimál, sem er nýjasti gamli áróðurinn sem Hjörtur skrifar um. Staðreyndin er hinsvegar sú að Íslendingar semja nú þegar um fiskveiðar við Evrópusambandið sem ríki utan Evrópusambandsins (eftir þörfum og hæfni sjávarútvegsráðherra á Íslandi á hverjum tíma). Það eina sem mundi breytast við inngöngu í Evrópusambandið er að Ísland mundi þá semja um fiskveiðar sem aðildarríki Evrópusambandsins. Þetta veit Hjörtur einnig fullvel. Ef Ísland hefði samið um fiskveiðar við Evrópusambandið. Þá væri slíka samninga að finna hérna. Íslensk stjórnvöld hafa hinsvegar ekki samið um fiskveiðar við Evrópusambandið síðan árið 2008. Þarna er hinsvegar hægt að lesa eldri samning frá árinu 1993. Þarna má reyndar einnig sjá samning Íslands við Evrópusambandið um veiðar á makríl fyrir árið 2024. Auk annara samninga um fiskveiðar á stofnum sem flakka um lögsögur ríkja á Atlantshafinu. Það er staðreynd að málflutningur andstæðinga Evrópusambandinu er byggð á einhverri óskhyggju sem stenst og hefur aldrei staðist raunveruleikann. Þetta sést mjög vel á því hvað gerist og er ennþá að gerast í Bretlandi sem er eina ríki' og verður eina ríkið sem mun nokkurn tímann ganga úr Evrópusambandinu. Efnahagslega þá hefur Bretland dregist aftur úr. Síðan hafa ríkisborgarar Bretlands tapað réttinum til að búa og starfa hvar sem er innan Evrópusambandsins, réttur sem þeir höfuð fram til 31. janúar 2020 klukkan 23:00. Skoðun almennings hefur einnig breyst og er núna kominn stöðugur og fastur meirihluti fyrir því að Bretland gangi aftur inn í Evrópusambandið á næstu árum. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki slíkt á dagskránni og líklegir stjórnarflokkar eftir næstu kosningar hafa slíkt ekki á dagskránni en það gæti breytst ef þrýstingur frá almenningi í Bretlandi verður nægur, sem er alveg möguleiki á því að það gerist. Það er hinsvegar ljóst að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið hörmung fyrir almenning í Bretlandi og verður aldrei neitt annað. Þetta endalausa flóð af áróðursgreinum er ekkert nema tilraun til þess að koma Íslandi úr EES samningum og mögulega EFTA samningum. Þannig á að færa Ísland efnahagslega aftur til ársins 1963, þegar Íslandi var hvorki aðili að EFTA eða EEC en Framsóknarflokkurinn stöðvaði aðildarumsókn Íslands að EEC á þeim tíma og þótti enginn sómi af. Eins og má lesa um hérna. Það hefur verið slæmur hugsunarháttur á Íslandi að vera á móti framförum. Þessi ósiður hefur núna verið að dreifa sér til yngri kynslóða og er enginn sómi af þessu. Íslenskir stjórnmálamenn verða að átta sig á þeirri staðreynd að Ísland, sem ríki getur aðeins tryggt stöðu sína með alþjóðlegu samningum og aðild að Evrópusambandinu. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Öfga-hægri maðurinn Hjörtur J. Guðmundsson „blaðamaður“ á Morgunblaðinu heldur áfram að skrifa áróðursgreinar á Vísir.is undir þeim hatti að þetta séu skoðanir sem hann hefur. Hinsvegar er hann bara að endurtaka lygar sem er margoft búið að afsanna. Eitt af því sem hann heldur fram er að Evrópuþingmenn séu valdalausir, sérstaklega þegar þeir koma frá litum aðildarríkjum. Evrópuþingmenn Möltu geta örugglega frætt Hjört um það hversu mikil völd þeir hafa sem Evrópuþingmenn. Þar sem Evrópuþingið starfar á grundvelli Evrópuþingflokka, ekki aðildarríkja og hefur gert frá stofnun. Þetta er staðreynd sem Hjörtur veit fullvel en lætur eins og hún sé ekki til, þar sem þessi staðreynd hentar ekki málflutning hans og annara andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Annað er fiskveiðimál, sem er nýjasti gamli áróðurinn sem Hjörtur skrifar um. Staðreyndin er hinsvegar sú að Íslendingar semja nú þegar um fiskveiðar við Evrópusambandið sem ríki utan Evrópusambandsins (eftir þörfum og hæfni sjávarútvegsráðherra á Íslandi á hverjum tíma). Það eina sem mundi breytast við inngöngu í Evrópusambandið er að Ísland mundi þá semja um fiskveiðar sem aðildarríki Evrópusambandsins. Þetta veit Hjörtur einnig fullvel. Ef Ísland hefði samið um fiskveiðar við Evrópusambandið. Þá væri slíka samninga að finna hérna. Íslensk stjórnvöld hafa hinsvegar ekki samið um fiskveiðar við Evrópusambandið síðan árið 2008. Þarna er hinsvegar hægt að lesa eldri samning frá árinu 1993. Þarna má reyndar einnig sjá samning Íslands við Evrópusambandið um veiðar á makríl fyrir árið 2024. Auk annara samninga um fiskveiðar á stofnum sem flakka um lögsögur ríkja á Atlantshafinu. Það er staðreynd að málflutningur andstæðinga Evrópusambandinu er byggð á einhverri óskhyggju sem stenst og hefur aldrei staðist raunveruleikann. Þetta sést mjög vel á því hvað gerist og er ennþá að gerast í Bretlandi sem er eina ríki' og verður eina ríkið sem mun nokkurn tímann ganga úr Evrópusambandinu. Efnahagslega þá hefur Bretland dregist aftur úr. Síðan hafa ríkisborgarar Bretlands tapað réttinum til að búa og starfa hvar sem er innan Evrópusambandsins, réttur sem þeir höfuð fram til 31. janúar 2020 klukkan 23:00. Skoðun almennings hefur einnig breyst og er núna kominn stöðugur og fastur meirihluti fyrir því að Bretland gangi aftur inn í Evrópusambandið á næstu árum. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki slíkt á dagskránni og líklegir stjórnarflokkar eftir næstu kosningar hafa slíkt ekki á dagskránni en það gæti breytst ef þrýstingur frá almenningi í Bretlandi verður nægur, sem er alveg möguleiki á því að það gerist. Það er hinsvegar ljóst að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið hörmung fyrir almenning í Bretlandi og verður aldrei neitt annað. Þetta endalausa flóð af áróðursgreinum er ekkert nema tilraun til þess að koma Íslandi úr EES samningum og mögulega EFTA samningum. Þannig á að færa Ísland efnahagslega aftur til ársins 1963, þegar Íslandi var hvorki aðili að EFTA eða EEC en Framsóknarflokkurinn stöðvaði aðildarumsókn Íslands að EEC á þeim tíma og þótti enginn sómi af. Eins og má lesa um hérna. Það hefur verið slæmur hugsunarháttur á Íslandi að vera á móti framförum. Þessi ósiður hefur núna verið að dreifa sér til yngri kynslóða og er enginn sómi af þessu. Íslenskir stjórnmálamenn verða að átta sig á þeirri staðreynd að Ísland, sem ríki getur aðeins tryggt stöðu sína með alþjóðlegu samningum og aðild að Evrópusambandinu. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar