„Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag“ Kári Mímisson skrifar 2. júlí 2024 22:50 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, fékk langþráð stig í hús en vildi meira. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, segir að tilfinningarnar séu blendnar eftir að lið hans gerði jafntefli við Víking í Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og gátu bæði lið tekið stigin þrjú hér í dag en niðurstaðan var markalaust jafntefli sem flestir myndu segja að væri sanngjörn úrslit. „Þau eru tvíblendin. Fyrsta stigið í langan tíma og við gleðjumst yfir því en við hefðum sannarlega viljað hafa þau þrjú og gátum alveg gert tilkall til þess enda fengum við færin til þess. Þannig að það má segja að þetta sé frekar súrsæt,“ sagði Gunnar strax að leik loknum. Síðustu sóknir leiksins féll í hönd Víkinga en á undan því hafði Fylkir fengið nokkur góð færi en inn vildi boltinn ekki. Gunnar segist hafa orðið smá smeykur undir lokin. „Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag. Þetta var skemmtilegur og opin leikur. Þetta gat fallið hvoru megin sem var. Maður var aðeins farinn að hugsa, þar sem þær hafa stolið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum í lokin gegn okkur. Þannig að maður var orðin smá smeykur við það. Ég hafði þó trú á þessu og var að vonast til þess að við gætum sett eitt mark.“ Þetta er í fyrsta sinn í sumar sem Fylkir heldur hreinu, eitthvað sem Árbæingar fagna væntanlega. Varnarleikur liðsins var mjög góður í dag og þá var Tinna Brá mjög góð milli stangan í dag. „Ég er virkilega sáttur við að takast að halda hreinu og með stelpurnar sem lögðu gríðarlega mikið í þennan leik, hjarta og sál. Við lögðum upp með að þetta væri svolítill lykilleikur fyrir okkur og ætluðum að ná í þessi þrjú stig. Við vorum að verjast vel bæði sem lið og einstaklingar og þannig náum við að halda hreinu,“ sagði Gunnar. Fylkir hafði ekki sótt stig í tvo mánuði fyrir leikinn í dag en spilamennskan heilt yfir var góð. Sérð þú miklar framfarir á leik liðsins í dag og að undanförnu? „Klárlega. Varnarleikurinn hefur verið að batna hægt og bítandi hjá okkur. Sóknarleikurinn í dag var allt annar. Við gerðum smá stöðubreytingar sem mér fannst skila góðu, betri færum og betri sóknum,“ sagði Gunnar. Besta deild kvenna Fylkir Víkingur Reykjavík Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
„Þau eru tvíblendin. Fyrsta stigið í langan tíma og við gleðjumst yfir því en við hefðum sannarlega viljað hafa þau þrjú og gátum alveg gert tilkall til þess enda fengum við færin til þess. Þannig að það má segja að þetta sé frekar súrsæt,“ sagði Gunnar strax að leik loknum. Síðustu sóknir leiksins féll í hönd Víkinga en á undan því hafði Fylkir fengið nokkur góð færi en inn vildi boltinn ekki. Gunnar segist hafa orðið smá smeykur undir lokin. „Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag. Þetta var skemmtilegur og opin leikur. Þetta gat fallið hvoru megin sem var. Maður var aðeins farinn að hugsa, þar sem þær hafa stolið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum í lokin gegn okkur. Þannig að maður var orðin smá smeykur við það. Ég hafði þó trú á þessu og var að vonast til þess að við gætum sett eitt mark.“ Þetta er í fyrsta sinn í sumar sem Fylkir heldur hreinu, eitthvað sem Árbæingar fagna væntanlega. Varnarleikur liðsins var mjög góður í dag og þá var Tinna Brá mjög góð milli stangan í dag. „Ég er virkilega sáttur við að takast að halda hreinu og með stelpurnar sem lögðu gríðarlega mikið í þennan leik, hjarta og sál. Við lögðum upp með að þetta væri svolítill lykilleikur fyrir okkur og ætluðum að ná í þessi þrjú stig. Við vorum að verjast vel bæði sem lið og einstaklingar og þannig náum við að halda hreinu,“ sagði Gunnar. Fylkir hafði ekki sótt stig í tvo mánuði fyrir leikinn í dag en spilamennskan heilt yfir var góð. Sérð þú miklar framfarir á leik liðsins í dag og að undanförnu? „Klárlega. Varnarleikurinn hefur verið að batna hægt og bítandi hjá okkur. Sóknarleikurinn í dag var allt annar. Við gerðum smá stöðubreytingar sem mér fannst skila góðu, betri færum og betri sóknum,“ sagði Gunnar.
Besta deild kvenna Fylkir Víkingur Reykjavík Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira