Faglært starfsfólk og eftirlit skorti í búsetuúrræðum fyrir börn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. júlí 2024 09:00 Skúli Magnússon, Umboðsmaður Alþingis, segir eftirlit og faglært starfsfólk skorta hjá tveimur einkareknum búsetuúrræðum fyrir börn. Vilhelm/Vinakot Eftirlit umboðsmanns Alþingis með Klettabæ og Vinakoti, einkarekin búsetuúrræði fyrir börn, leiddi í ljós að fagfólk hefur takmarkaða aðkomu að umönnun barna sem fá þar þjónustu frá degi til dags. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu umboðsmanns Alþingis sem byggir á tveimur skýrslum sem voru gerðar um starfsemi Klettabæs og Vinakots. Ábendingar og tilmæli umboðsmanns til Klettabæ, Vinakots og stjórnvalda eru um margt þau sömu í skýrslunum tveimur. Lúta þau m.a. að því að það skorti umgjörð og eftirlit af hálfu sveitarfélaga með starfseminni og aðkomu fagfólks að umönnun barnanna sem eru á aldrinum þrettán til átján ára. Þurfi að tryggja réttindi barnanna Umboðsmaður vísar til laga, reglna og fjölþjóðlega viðmiða sem leggja áherslu á menntun, þjálfun og færni þeirra sem starfa með börnum sem eru vistuð utan heimilis eða eru með þroska- og geðraskanir. „Huga verði að því hvort þau fái þá sérhæfðu og þverfaglegu þjónustu sem þau eiga rétt á og leita leiða til að tryggja að faglærðir starfsmenn annist börnin a.m.k. hluta úr degi auk þess að veita starfsfólki viðhlítandi fræðslu um réttindi barnanna,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður ítrekar jafnframt að tryggja þurfi bæði innra eftirlit og aðhald hlutaðeigandi sveitarfélaga með einkareknu stöðunum. Að auki þarf að fullnægja upplýsingagjöf til barnanna um réttindi þeirra er varða kvörtunar-, kæru- og málskotsleiðir og tiltæka réttindagæslu. Gefur ráðherrum verkefni Umboðsmaður minnir þá á meginregluna um sjálfsákvörðunarrétt barna um persónuleg málefni. Ganga eigi út frá því þótt sá réttur geti sætt vissum takmörkum vegna öryggis og velferðar barnanna sjálfra. Þá vísar umboðsmaður því til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, að tryggja að þvingunarráðstafanir gagnvart börnum á heimilum og stofnunum sé búin viðhlítandi lagaumgjörð. Því er einnig beint til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að meta sérstaklega hvort réttaröyggi barna með fötlun sé nægilega tryggt að þessu leyti. Gæta þurfi að öryggi barna „Gagnvart Klettabæ er mælst til þess að kortlagt verði hvaða athafnir og ákvarðanir feli í sér þvingun eða nauðung í skilningi barnaverndarlaga og laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Þá þurfi að vega og meta vægi öryggissjónarmiða gagnvart skaðsemi félagslegrar einangrunar, sem sé töluverð, og eftir atvikum endurskoða núverandi fyrirkomulag m.t.t. slíks hagsmunamats.“ Varðandi Vinakot er bent á að gæta þurfi öryggi bæði barna og starfsmanna. Vísar umboðsmaður þá til þess að í sumum tilvikum hefur þar aðeins verið gert ráð fyrir einum starfsmanni á vakt, jafnvel óreyndum, og í einhverjum tilvikum karlmanni með stúlku. Umboðsmaður Alþingis Barnavernd Réttindi barna Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu umboðsmanns Alþingis sem byggir á tveimur skýrslum sem voru gerðar um starfsemi Klettabæs og Vinakots. Ábendingar og tilmæli umboðsmanns til Klettabæ, Vinakots og stjórnvalda eru um margt þau sömu í skýrslunum tveimur. Lúta þau m.a. að því að það skorti umgjörð og eftirlit af hálfu sveitarfélaga með starfseminni og aðkomu fagfólks að umönnun barnanna sem eru á aldrinum þrettán til átján ára. Þurfi að tryggja réttindi barnanna Umboðsmaður vísar til laga, reglna og fjölþjóðlega viðmiða sem leggja áherslu á menntun, þjálfun og færni þeirra sem starfa með börnum sem eru vistuð utan heimilis eða eru með þroska- og geðraskanir. „Huga verði að því hvort þau fái þá sérhæfðu og þverfaglegu þjónustu sem þau eiga rétt á og leita leiða til að tryggja að faglærðir starfsmenn annist börnin a.m.k. hluta úr degi auk þess að veita starfsfólki viðhlítandi fræðslu um réttindi barnanna,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður ítrekar jafnframt að tryggja þurfi bæði innra eftirlit og aðhald hlutaðeigandi sveitarfélaga með einkareknu stöðunum. Að auki þarf að fullnægja upplýsingagjöf til barnanna um réttindi þeirra er varða kvörtunar-, kæru- og málskotsleiðir og tiltæka réttindagæslu. Gefur ráðherrum verkefni Umboðsmaður minnir þá á meginregluna um sjálfsákvörðunarrétt barna um persónuleg málefni. Ganga eigi út frá því þótt sá réttur geti sætt vissum takmörkum vegna öryggis og velferðar barnanna sjálfra. Þá vísar umboðsmaður því til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, að tryggja að þvingunarráðstafanir gagnvart börnum á heimilum og stofnunum sé búin viðhlítandi lagaumgjörð. Því er einnig beint til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að meta sérstaklega hvort réttaröyggi barna með fötlun sé nægilega tryggt að þessu leyti. Gæta þurfi að öryggi barna „Gagnvart Klettabæ er mælst til þess að kortlagt verði hvaða athafnir og ákvarðanir feli í sér þvingun eða nauðung í skilningi barnaverndarlaga og laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Þá þurfi að vega og meta vægi öryggissjónarmiða gagnvart skaðsemi félagslegrar einangrunar, sem sé töluverð, og eftir atvikum endurskoða núverandi fyrirkomulag m.t.t. slíks hagsmunamats.“ Varðandi Vinakot er bent á að gæta þurfi öryggi bæði barna og starfsmanna. Vísar umboðsmaður þá til þess að í sumum tilvikum hefur þar aðeins verið gert ráð fyrir einum starfsmanni á vakt, jafnvel óreyndum, og í einhverjum tilvikum karlmanni með stúlku.
Umboðsmaður Alþingis Barnavernd Réttindi barna Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Sjá meira