Caldentey fer frá Evrópumeisturum Barcelona til Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2024 13:01 Skyttan Mariona Caldentey. Stuart MacFarlane/Getty Images Hin 28 ára gamla Mariona Caldentey hefur ákveðið að færa sig um set eftir áratug hjá Barcelona. Eftir að vinna fernuna með liðinu á síðustu leiktíð hefur Caldentey samið við Arsenal. Caldentey hefur svo sannarlega verið sigursæl á sínum ferli til þessa en hjá Barcelona vann hún alls 25 titla. Varð hún sex sinnum Spánarmeistari með liðinu og þrívegis Evrópumeistari. Alls skoraði hún 114 mörk í 302 leikjum og þá hefur hún skorað 26 mörk í 72 A-landsleikjum. Var hún hluti af landsliðshópi Spánar sem varð heimsmeistari á síðasta ári. Arsenal Women have confirmed the signing of Mariona Caldentey after 10 years at Barcelona“This is the right time for a new challenge for me and Arsenal is the perfect place.” The World Cup winner saidMore ⬇️https://t.co/8xOta3v0FH— Art de Roché (@ArtdeRoche) July 2, 2024 „Ég er svo glöð með að vera komin hingað. Þetta var rétti tíminn fyrir nýja áskorun og Arsenal er hinn fullkomni staður fyrir mig. Það sem Arsenal er að gera sem félag er magnað, bæði innan vallar sem utan,“ sagði Caldentey eftir að vistaskiptin voru staðfest. „Það er ótrúlegt að sjá hvað félagið hefur gert utan vallar, með fjölda stuðningsfólks sem eltir það út um allt og öll þessi met sem hafa fallið. Ég get ekki beðið eftir að hefjast handa, vinna titla og skemmta stuðningsfólki okkar,“ bætti Caldentey við. Talið er að Caldentey eigi að fylla skarð hollensku markadrottningarinnar Vivianne Miedema sem yfirgaf félagið nú í sumar. Þá hefur Manchester United tilkynnt komu varnarmannsins Dominique Janssen. Sú er 29 ára gömul og á að baki 112 leiki með hollenska landslðinu. Var hún í liðinu þegar Holland varð Evrópumeistari 2017. Ready to make a mark in Manchester.We’re thrilled to have you, Dom 🤝🇳🇱#MUWomen— Manchester United Women (@ManUtdWomen) July 2, 2024 Janssen gerir samning til ársins 2027 með möguleika á árs framlengingu. Hin hollenska Janssen er þaulreynd eftir veru sína hjá Wolfsburg og Arsenal þar áður. Hjá Wolfsburg var hún hluti af liði sem vann efstu deild í Þýskalandi tvívegis og varð þrívegis bikarmeistari. Þá vann hún einnig titla með Arsenal þegar hún var þar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Caldentey hefur svo sannarlega verið sigursæl á sínum ferli til þessa en hjá Barcelona vann hún alls 25 titla. Varð hún sex sinnum Spánarmeistari með liðinu og þrívegis Evrópumeistari. Alls skoraði hún 114 mörk í 302 leikjum og þá hefur hún skorað 26 mörk í 72 A-landsleikjum. Var hún hluti af landsliðshópi Spánar sem varð heimsmeistari á síðasta ári. Arsenal Women have confirmed the signing of Mariona Caldentey after 10 years at Barcelona“This is the right time for a new challenge for me and Arsenal is the perfect place.” The World Cup winner saidMore ⬇️https://t.co/8xOta3v0FH— Art de Roché (@ArtdeRoche) July 2, 2024 „Ég er svo glöð með að vera komin hingað. Þetta var rétti tíminn fyrir nýja áskorun og Arsenal er hinn fullkomni staður fyrir mig. Það sem Arsenal er að gera sem félag er magnað, bæði innan vallar sem utan,“ sagði Caldentey eftir að vistaskiptin voru staðfest. „Það er ótrúlegt að sjá hvað félagið hefur gert utan vallar, með fjölda stuðningsfólks sem eltir það út um allt og öll þessi met sem hafa fallið. Ég get ekki beðið eftir að hefjast handa, vinna titla og skemmta stuðningsfólki okkar,“ bætti Caldentey við. Talið er að Caldentey eigi að fylla skarð hollensku markadrottningarinnar Vivianne Miedema sem yfirgaf félagið nú í sumar. Þá hefur Manchester United tilkynnt komu varnarmannsins Dominique Janssen. Sú er 29 ára gömul og á að baki 112 leiki með hollenska landslðinu. Var hún í liðinu þegar Holland varð Evrópumeistari 2017. Ready to make a mark in Manchester.We’re thrilled to have you, Dom 🤝🇳🇱#MUWomen— Manchester United Women (@ManUtdWomen) July 2, 2024 Janssen gerir samning til ársins 2027 með möguleika á árs framlengingu. Hin hollenska Janssen er þaulreynd eftir veru sína hjá Wolfsburg og Arsenal þar áður. Hjá Wolfsburg var hún hluti af liði sem vann efstu deild í Þýskalandi tvívegis og varð þrívegis bikarmeistari. Þá vann hún einnig titla með Arsenal þegar hún var þar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira