Elín Klara valin í lið mótsins á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2024 17:01 Elín Klara Þorkelsdóttir stóð sig frábærlega á heimsmeistaramótinu hjá 20 ára landsliðum þar sem Ísland náði sögulegum árangri. @hsi_iceland Íslenska handboltakonan Elín Klara Þorkelsdóttir var valin í liði mótsins á heimsmeistaramóti tuttugu ára landsliða sem lauk í Norður Makedóníu í gær. Íslensku stelpurnar urðu í sjöunda sæti sem er besti árangur Íslands á þessu móti. Elín Klara er þarna að ná einstökum árangri en það er mikið afrek hjá henni að komast í úrvalslið mótsins þrátt fyrir að spila með landsliði sem spilar ekki um verðlaun á mótinu. Elín Klara varð tólfti markahæsti leikmaður mótsins með 40 mörk í átta leikjum en hún nýtti 67 prósent skota sinna. 29 af 40 mörkum hennar komu eftir gegnumbrot. Hún fiskaði líka sjö leikmenn af velli í tvær mínútur. The #NorthMacedonia2024 All-star Team ⭐ MVP: Lylou Borg 🇫🇷 GK: Klára Zaj 🇭🇺LW: Matilde Marie Vestergaard 🇩🇰LB: Lea Faragó 🇭🇺CB: Elín Klara Thorkelsdóttir 🇮🇸RB: Alieke Van Maurik 🇳🇱 RW: Manon Errard 🇫🇷 LP: Lilou Pintat 🇫🇷 Top scorer: Jelena Vukčević🇲🇪 — 74 goals pic.twitter.com/9bCSEGYXm3— International Handball Federation (@ihfhandball) June 30, 2024 Elín varð einnig í ellefta sæti yfir flestar stoðsendingar en hún fékk skráðar á sig 23 stoðsendingar. Hún kom því með beinum hætti að 63 mörkum íslenska liðsins á mótinu eða 7,9 mörkum í leik. Elín var í úrvalsliðinu sem leikstjórnandi en aðrar í liðinu voru ungverski markvörðurinn Klára Zaj, danski vinstri hornamaðurinn Matilde Vestergaard, ungverska vinstri skyttan Lea Faragó, hollenska hægri skyttan Alieke van Maurik, franski hægri hornamaðurinn og franski línumaðurinn Lilou Pintat. Hin franska Lylou Borg var valin mikilvægasti leikmaður mótsins en sú markahæsta var Jelena Vukcevic frá Svartfjallalandi með 74 mörk. View this post on Instagram A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
Elín Klara er þarna að ná einstökum árangri en það er mikið afrek hjá henni að komast í úrvalslið mótsins þrátt fyrir að spila með landsliði sem spilar ekki um verðlaun á mótinu. Elín Klara varð tólfti markahæsti leikmaður mótsins með 40 mörk í átta leikjum en hún nýtti 67 prósent skota sinna. 29 af 40 mörkum hennar komu eftir gegnumbrot. Hún fiskaði líka sjö leikmenn af velli í tvær mínútur. The #NorthMacedonia2024 All-star Team ⭐ MVP: Lylou Borg 🇫🇷 GK: Klára Zaj 🇭🇺LW: Matilde Marie Vestergaard 🇩🇰LB: Lea Faragó 🇭🇺CB: Elín Klara Thorkelsdóttir 🇮🇸RB: Alieke Van Maurik 🇳🇱 RW: Manon Errard 🇫🇷 LP: Lilou Pintat 🇫🇷 Top scorer: Jelena Vukčević🇲🇪 — 74 goals pic.twitter.com/9bCSEGYXm3— International Handball Federation (@ihfhandball) June 30, 2024 Elín varð einnig í ellefta sæti yfir flestar stoðsendingar en hún fékk skráðar á sig 23 stoðsendingar. Hún kom því með beinum hætti að 63 mörkum íslenska liðsins á mótinu eða 7,9 mörkum í leik. Elín var í úrvalsliðinu sem leikstjórnandi en aðrar í liðinu voru ungverski markvörðurinn Klára Zaj, danski vinstri hornamaðurinn Matilde Vestergaard, ungverska vinstri skyttan Lea Faragó, hollenska hægri skyttan Alieke van Maurik, franski hægri hornamaðurinn og franski línumaðurinn Lilou Pintat. Hin franska Lylou Borg var valin mikilvægasti leikmaður mótsins en sú markahæsta var Jelena Vukcevic frá Svartfjallalandi með 74 mörk. View this post on Instagram A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland)
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira