„Það væri gaman að fylla Laugardalsvöllinn og ég held að það sé alveg möguleiki“ Kári Mímisson skrifar 29. júní 2024 17:40 Pétur Pétursson, þjálfari Vals. Vísir/Anton Brink Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með lið sitt eftir 3-0 sigur gegn Þrótti en Valskonum tókst þar að tryggja farseðilinn í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Við fórum síðast í úrslitin árið 2022 og gott að fá að mæta þangað aftur. Tilfinning er því mjög góð og gaman að fá að mæta aftur í úrslitaleikinn.“ Spurður hvernig honum hafi þótt frammistaða liðsins í dag hafa verið segist Pétur vera sáttur með hana og tekur fram að Þróttur sé með gott lið sem erfitt sé að leika gegn. Þessi lið mætast í deildinni á miðvikudaginn aftur og það verðu því spennandi að sjá hvað gerist þá. „Mér fannst frammistaðan vera ágæt í dag. Þróttarar eru með gott lið og alls ekki auðvelt að vinna þær. Leikurinn var svolítið fram og til baka hjá báðum liðum í fyrri hálfleik fannst mér. Þær mögulega aðeins sterkari og fengu fleiri færi. En þetta var bara hörkuleikur og ég er sáttur með frammistöðu liðsins og úrslitin.“ Meidd útaf í hálfleik og mikið álag á liðinu Miðjumaðurinn knái, Katie Cousins, fór af velli í hálfleik en hún hefur komið mjög vel inn í lið Vals eftir að hún skipti í vetur til þeirra frá Þrótti. Pétur segir að Katie hafi verið örlítið meidd fyrir leikinn og að hann hafi ekki viljað taka neina sénsa með hana. Hann tekur sömuleiðis fram að álagið sé mikið núna hjá liðunum í deildinni en að hópurinn hans sé í fínu standi eins og er. „Katie var smá tæp fyrir leikinn og við vissum ekki alveg hvort hún myndi byrja leikinn eða ekki. Við ákváðum að taka hana út af í hálfleik svo hún ætti nú alveg að vera í lagi. Það er mikið álag á öllum liðum núna enda mikið af leikjum þessa dagana. Það er ekki fyrr en á sunnudaginn í næstu viku sem þetta fer að róast eitthvað aðeins. Við erum alveg þokkalega góð eins og er. Guðrún Elísabet er meidd, Elísa Viðarsdóttir er alveg að koma til baka og þá er Þórdís Hrönn enn að glíma við smá meiðsli. Þetta lítur samt ágætlega út hjá okkur eins og staðan er í dag.“ Topplið Bestu deildarinnar mætast í úrslitum Í úrslitaleiknum, sem fer fram þann 16. ágúst, mæta Valskonur liði Breiðabliks sem tryggði sig þangað í gær með 2-1 sigri á Þór/KA fyrir norðan eftir framlengdan leik. Flestir eru á því að þetta séu tvö bestu lið landsins og því um virkilega spennandi úrslitaleik að ræða. Þessi lið mættust sömuleiðis í úrslitunum fyrir tveimur árum síðan og þá sigraði Valur 2-1 eftir spennandi leik. „Þetta verður frábær leikur. Það væri gaman að fylla Laugardalsvöllinn og ég held að það sé alveg möguleiki,“ sagði Pétur að lokum. Besta deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með sigurinn. Við fórum síðast í úrslitin árið 2022 og gott að fá að mæta þangað aftur. Tilfinning er því mjög góð og gaman að fá að mæta aftur í úrslitaleikinn.“ Spurður hvernig honum hafi þótt frammistaða liðsins í dag hafa verið segist Pétur vera sáttur með hana og tekur fram að Þróttur sé með gott lið sem erfitt sé að leika gegn. Þessi lið mætast í deildinni á miðvikudaginn aftur og það verðu því spennandi að sjá hvað gerist þá. „Mér fannst frammistaðan vera ágæt í dag. Þróttarar eru með gott lið og alls ekki auðvelt að vinna þær. Leikurinn var svolítið fram og til baka hjá báðum liðum í fyrri hálfleik fannst mér. Þær mögulega aðeins sterkari og fengu fleiri færi. En þetta var bara hörkuleikur og ég er sáttur með frammistöðu liðsins og úrslitin.“ Meidd útaf í hálfleik og mikið álag á liðinu Miðjumaðurinn knái, Katie Cousins, fór af velli í hálfleik en hún hefur komið mjög vel inn í lið Vals eftir að hún skipti í vetur til þeirra frá Þrótti. Pétur segir að Katie hafi verið örlítið meidd fyrir leikinn og að hann hafi ekki viljað taka neina sénsa með hana. Hann tekur sömuleiðis fram að álagið sé mikið núna hjá liðunum í deildinni en að hópurinn hans sé í fínu standi eins og er. „Katie var smá tæp fyrir leikinn og við vissum ekki alveg hvort hún myndi byrja leikinn eða ekki. Við ákváðum að taka hana út af í hálfleik svo hún ætti nú alveg að vera í lagi. Það er mikið álag á öllum liðum núna enda mikið af leikjum þessa dagana. Það er ekki fyrr en á sunnudaginn í næstu viku sem þetta fer að róast eitthvað aðeins. Við erum alveg þokkalega góð eins og er. Guðrún Elísabet er meidd, Elísa Viðarsdóttir er alveg að koma til baka og þá er Þórdís Hrönn enn að glíma við smá meiðsli. Þetta lítur samt ágætlega út hjá okkur eins og staðan er í dag.“ Topplið Bestu deildarinnar mætast í úrslitum Í úrslitaleiknum, sem fer fram þann 16. ágúst, mæta Valskonur liði Breiðabliks sem tryggði sig þangað í gær með 2-1 sigri á Þór/KA fyrir norðan eftir framlengdan leik. Flestir eru á því að þetta séu tvö bestu lið landsins og því um virkilega spennandi úrslitaleik að ræða. Þessi lið mættust sömuleiðis í úrslitunum fyrir tveimur árum síðan og þá sigraði Valur 2-1 eftir spennandi leik. „Þetta verður frábær leikur. Það væri gaman að fylla Laugardalsvöllinn og ég held að það sé alveg möguleiki,“ sagði Pétur að lokum.
Besta deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira