Banninu verður ekki flýtt Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2024 13:19 Guðlaugur Þór Þórðarson segir að banni við nýskráningum á dísil- og bensínbílum verði ekki flýtt. Vísir/Vilhelm Ráðherra orkumála segir að banni við nýskráningum á bílum sem ganga á jarðefnaeldsneyti verði ekki flýtt. Það sé þó mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig á því að hagkvæmast sé að keyra um á rafbílum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, sem gagnrýnir eina af 150 aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum. Sú snýr að útfösun bensín- og dísilbíla. Sett var í skoðun hvort banna ætti nýskráningar þessara bíla árið 2028 í stað 2030 eins og áður var lagt upp með. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir þetta einungis hafa verið skoðað í því samhengi hvort þetta hjálpi til með að flýta fyrir orkuskiptum á landinu. Hins vegar verði banninu ekki flýtt. „Aðalatriðið er að við erum að gera það sama og fyrri kynslóðir gerðu. Í orkuskiptum eitt og tvö tóku þau út olíu, kol og gas og settu endurnýjanlega íslenska orku í staðinn. Nú erum við komin að þessum þriðju orkuskiptum. Því fyrr sem við klárum þessi verkefni, því betra fyrir íslenska þjóð,“ segir Guðlaugur. Gríðarlegt hagsmunamál Það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt efnahagslíf að flýta fyrir orkuskiptunum. „Það að við verðum óháð öðrum, sem er raunhæft, og við munum komst þangað í orkumálum. Það er gríðarlegt hagsmunamál fyrir íslenska þjóð,“ segir Guðlaugur. Vonar að salan taki aftur við sér Nýskráningum rafbíla hefur fækkað gríðarlega það sem af er ári. Framkvæmdastjóri FÍB benti á að mögulega sé afnám ívilnana um áramótin sökudólgur í þeirri þróun. „Það er margt spennandi að gerast í þessu og vonandi tekur sala við sér aftur á rafbílunum. En aðalatriðið er að það er hagkvæmara að vera á rafbíl. Það er mikilvægt að fólk sé meðvitað um það. Breyting sem þessi, menn geta verið vitrir eftir á,“ segir Guðlaugur. Orkumál Loftslagsmál Bílar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, sem gagnrýnir eina af 150 aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum. Sú snýr að útfösun bensín- og dísilbíla. Sett var í skoðun hvort banna ætti nýskráningar þessara bíla árið 2028 í stað 2030 eins og áður var lagt upp með. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir þetta einungis hafa verið skoðað í því samhengi hvort þetta hjálpi til með að flýta fyrir orkuskiptum á landinu. Hins vegar verði banninu ekki flýtt. „Aðalatriðið er að við erum að gera það sama og fyrri kynslóðir gerðu. Í orkuskiptum eitt og tvö tóku þau út olíu, kol og gas og settu endurnýjanlega íslenska orku í staðinn. Nú erum við komin að þessum þriðju orkuskiptum. Því fyrr sem við klárum þessi verkefni, því betra fyrir íslenska þjóð,“ segir Guðlaugur. Gríðarlegt hagsmunamál Það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt efnahagslíf að flýta fyrir orkuskiptunum. „Það að við verðum óháð öðrum, sem er raunhæft, og við munum komst þangað í orkumálum. Það er gríðarlegt hagsmunamál fyrir íslenska þjóð,“ segir Guðlaugur. Vonar að salan taki aftur við sér Nýskráningum rafbíla hefur fækkað gríðarlega það sem af er ári. Framkvæmdastjóri FÍB benti á að mögulega sé afnám ívilnana um áramótin sökudólgur í þeirri þróun. „Það er margt spennandi að gerast í þessu og vonandi tekur sala við sér aftur á rafbílunum. En aðalatriðið er að það er hagkvæmara að vera á rafbíl. Það er mikilvægt að fólk sé meðvitað um það. Breyting sem þessi, menn geta verið vitrir eftir á,“ segir Guðlaugur.
Orkumál Loftslagsmál Bílar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent