Flug frá Keflavík til Köben tekur styttri tíma en meðaltími nauðgunar Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 28. júní 2024 15:31 Kynferðisofbeldi á ekkert skylt með kynlífi. Ofbeldið sem er beitt er í formi valdníðslu og djúprar fyrirlitningar. Markmiðið er að hafa vald yfir þér. Ef fólk hefur ekki velt því fyrir sér hver meðaltíminn er sem kynferðisofbeldi stendur yfir að þá eru það um 4,5 klukkustundir. Flug frá Keflavík til Köben tekur styttri tíma en meðaltími nauðgunar. Það má vera að sumir skilji ekki hvernig karlmaður gæti enst svona lengi en raunin er sú, enn og aftur, að kynferðisofbeldi er ekki kynlíf og á ekkert skylt við kynlíf. Árásin á mig var plönuð.Gerandinn mætti í afmælið mitt með MDMA og svefntöflu, mér algerlega óafvitandi. Mér var byrlað og stóð verknaðurinn yfir í u.þ.b. 2 klukkutíma og 15 mínútur. Þetta veit ég því ég var með Garmin úr á mér á meðan þessu stóð og það mældi allt sem gerðist á þessum tíma: Hraða hjartsláttinn sem ég fékk þegar áhrifin af efnunum komu yfir mig. Hvernig púlsinn datt niður og hvernig hann rauk upp aftur þegar meiri efni voru sett upp í mig gegn mínum vilja. Svona var mér viðhaldið í annarlegu ástandi á meðan árásinni stóð. Gengið úr skugga um að ég væri nógu rugluð af lyfjunum og ég missti meðvitund ítrekað fyrir utan örfá augnablik. Augnablik sem lifa svo skýrt í huga mér að þau gefa mér enn martraðir í dag, tveimur og hálfu ári seinna. Árás sem breytir kjarna manneskju til frambúðar Kynferðisofbeldi er ekki eitthvað sem maður verður fyrir og er einangrað atvik í lífi mans. Svona áfall breytir kjarna manneskju til frambúðar og endurraðar tengingum í heilanum. Ég upplifði algjört niðurbrot. Niðurbrot á mér sem manneskju, tóm að innan eftir að allt sem ég var hafði verið tekið frá mér. Í skýrslu úr áfallameðferðinni minni stendur: „óvíst hvort skjólstæðingur nái bata.“Í dag hugsa ég um Guðnýju sem var og Guðnýju sem ég er í dag. Fyrir og eftir. Skýrir kaflar í sitt hvorri bókinni og í seinni bókinni eru ekkert nema flóknar þrautir á fyrstu 100 blaðsíðunum. Það er ekki bara þrautarganga að vera beitt kynferðisofbeldi, því vinnan sem byrjar á þessu augnabliki er þrotlaus alla daga, ævina á enda. Að tilkynna kynferðisofbeldi er stórt skref sem ekki öll taka en þess þó heldur er mikilvægt að trúa þolendum þegar þau skref eru tekin. Getur þú ímyndað þér að verða fyrir ofbeldi og árás í marga klukkutíma og enginn trúir þér? Sjaldnast eru vitni í svona málum. Sumum, eins og mér, er byrlað til að tryggja erfiðleika við að muna ofbeldið. Sum segja aldrei frá því og samfélagið okkar á erfitt með að heyra af ofbeldinu sem hér þrífst. Við þurfum að horfast í augu við þetta huglausa skrímsli sem kynferðisofbeldi er og hversu algengt það er í raun. Niðurfelling mála of oft vegna ófullnægjandi rannsóknar lögreglu Ég fyllist svo miklu vonleysi þegar ég heyri og les fólk tala um niðurfelld mál sem mál þar sem ekki voru nægar sannanir. Að niðurfelld mál hljóti að vera byggð á lygi eða að ofbeldið hafi nú ekki verið svo alvarlegt fyrst að málið hafi farið svona. Sannleikurinn er sá að mál eru felld niður af ótal mörgum ástæðum sem hefur ekkert alltaf með sönnunargögn eða trúverðugleika þolenda að gera. Mál eru stundum felld niður einfaldlega vegna þess að rannsókn lögreglu er talin ófullnægjandi af ákæruvaldinu. Vegna þess að verkferlum lögreglunnar er ekki fylgt eftir eða rannsókn tekið of langan tíma. Bókstaflega vegna þess að ekki var tikkað í öll boxin við rannsókn málsins. Galið, ekki satt? Tveggja klukkustunda árás en gerandi aldrei dreginn til ábyrgðar Ég varð fyrir árás í rúma tvo klukkutíma. Bar merki ofbeldisins utan á mér jafnt og á sálinni. Vegna þess að lögreglan sinnti ekki sínum rannsóknarskyldum, þá sit ég uppi með afleiðingarnar og gerandinn er aldrei dreginn til ábyrgðar. Mér er synjað um réttláta málsmeðferð. „Talin trúverðug í öllum skýrslutökum,“ stendur í málsgögnunum mínum. Myndirnar af mér, sem teknar voru á neyðarmóttökunni; háværar raddir sem kosið var að hlusta ekki á. Vettvangurinn sjálfur hunsaður. Málsnúmer 007-2021-062416 með eilífðar verkefni framundan í batanum og staðráðin í að fylla restina af blaðsíðunum í seinni bókinni með hugrekki. Í flugi þarf ekki að breyta stefnu nema um eina gráðu til að breyta um áfangastað. Ég fer því ekki til Köben heldur er stefnan tekin á framtíð með réttlæti fyrir þolendur. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Lögreglan Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi á ekkert skylt með kynlífi. Ofbeldið sem er beitt er í formi valdníðslu og djúprar fyrirlitningar. Markmiðið er að hafa vald yfir þér. Ef fólk hefur ekki velt því fyrir sér hver meðaltíminn er sem kynferðisofbeldi stendur yfir að þá eru það um 4,5 klukkustundir. Flug frá Keflavík til Köben tekur styttri tíma en meðaltími nauðgunar. Það má vera að sumir skilji ekki hvernig karlmaður gæti enst svona lengi en raunin er sú, enn og aftur, að kynferðisofbeldi er ekki kynlíf og á ekkert skylt við kynlíf. Árásin á mig var plönuð.Gerandinn mætti í afmælið mitt með MDMA og svefntöflu, mér algerlega óafvitandi. Mér var byrlað og stóð verknaðurinn yfir í u.þ.b. 2 klukkutíma og 15 mínútur. Þetta veit ég því ég var með Garmin úr á mér á meðan þessu stóð og það mældi allt sem gerðist á þessum tíma: Hraða hjartsláttinn sem ég fékk þegar áhrifin af efnunum komu yfir mig. Hvernig púlsinn datt niður og hvernig hann rauk upp aftur þegar meiri efni voru sett upp í mig gegn mínum vilja. Svona var mér viðhaldið í annarlegu ástandi á meðan árásinni stóð. Gengið úr skugga um að ég væri nógu rugluð af lyfjunum og ég missti meðvitund ítrekað fyrir utan örfá augnablik. Augnablik sem lifa svo skýrt í huga mér að þau gefa mér enn martraðir í dag, tveimur og hálfu ári seinna. Árás sem breytir kjarna manneskju til frambúðar Kynferðisofbeldi er ekki eitthvað sem maður verður fyrir og er einangrað atvik í lífi mans. Svona áfall breytir kjarna manneskju til frambúðar og endurraðar tengingum í heilanum. Ég upplifði algjört niðurbrot. Niðurbrot á mér sem manneskju, tóm að innan eftir að allt sem ég var hafði verið tekið frá mér. Í skýrslu úr áfallameðferðinni minni stendur: „óvíst hvort skjólstæðingur nái bata.“Í dag hugsa ég um Guðnýju sem var og Guðnýju sem ég er í dag. Fyrir og eftir. Skýrir kaflar í sitt hvorri bókinni og í seinni bókinni eru ekkert nema flóknar þrautir á fyrstu 100 blaðsíðunum. Það er ekki bara þrautarganga að vera beitt kynferðisofbeldi, því vinnan sem byrjar á þessu augnabliki er þrotlaus alla daga, ævina á enda. Að tilkynna kynferðisofbeldi er stórt skref sem ekki öll taka en þess þó heldur er mikilvægt að trúa þolendum þegar þau skref eru tekin. Getur þú ímyndað þér að verða fyrir ofbeldi og árás í marga klukkutíma og enginn trúir þér? Sjaldnast eru vitni í svona málum. Sumum, eins og mér, er byrlað til að tryggja erfiðleika við að muna ofbeldið. Sum segja aldrei frá því og samfélagið okkar á erfitt með að heyra af ofbeldinu sem hér þrífst. Við þurfum að horfast í augu við þetta huglausa skrímsli sem kynferðisofbeldi er og hversu algengt það er í raun. Niðurfelling mála of oft vegna ófullnægjandi rannsóknar lögreglu Ég fyllist svo miklu vonleysi þegar ég heyri og les fólk tala um niðurfelld mál sem mál þar sem ekki voru nægar sannanir. Að niðurfelld mál hljóti að vera byggð á lygi eða að ofbeldið hafi nú ekki verið svo alvarlegt fyrst að málið hafi farið svona. Sannleikurinn er sá að mál eru felld niður af ótal mörgum ástæðum sem hefur ekkert alltaf með sönnunargögn eða trúverðugleika þolenda að gera. Mál eru stundum felld niður einfaldlega vegna þess að rannsókn lögreglu er talin ófullnægjandi af ákæruvaldinu. Vegna þess að verkferlum lögreglunnar er ekki fylgt eftir eða rannsókn tekið of langan tíma. Bókstaflega vegna þess að ekki var tikkað í öll boxin við rannsókn málsins. Galið, ekki satt? Tveggja klukkustunda árás en gerandi aldrei dreginn til ábyrgðar Ég varð fyrir árás í rúma tvo klukkutíma. Bar merki ofbeldisins utan á mér jafnt og á sálinni. Vegna þess að lögreglan sinnti ekki sínum rannsóknarskyldum, þá sit ég uppi með afleiðingarnar og gerandinn er aldrei dreginn til ábyrgðar. Mér er synjað um réttláta málsmeðferð. „Talin trúverðug í öllum skýrslutökum,“ stendur í málsgögnunum mínum. Myndirnar af mér, sem teknar voru á neyðarmóttökunni; háværar raddir sem kosið var að hlusta ekki á. Vettvangurinn sjálfur hunsaður. Málsnúmer 007-2021-062416 með eilífðar verkefni framundan í batanum og staðráðin í að fylla restina af blaðsíðunum í seinni bókinni með hugrekki. Í flugi þarf ekki að breyta stefnu nema um eina gráðu til að breyta um áfangastað. Ég fer því ekki til Köben heldur er stefnan tekin á framtíð með réttlæti fyrir þolendur. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar