Þriggja ára dómi fyrir að nauðga eiginkonu snúið við Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. júní 2024 15:38 Maðurinn var sýknaður fyrir Landsrétti. Vísir/Vilhelm Maður sem var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart eiginkonu sinni fyrir héraðsdómi var sýknaður fyrir Landsrétti í gær. Einkaréttarkröfu brotaþola var jafnframt vísað frá héraðsdómi. Maðurinn var dæmdur sekur í tveimur ákæruliðum fyrir Héraðsdómi Reykjanes á síðasta ári. Hann hafði verið ákærður í þremur ákæruliðum árið 2022. Í fyrsta lagi var honum gefið að sök að hafa samræði og endaþarmsmök við þáverandi eiginkonu sína án samþykkis en hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Í öðru lagi var hann sakaður um að hafa beitt aflsmuni sínum ítrekað til að hafa samræði við hana í sumarbústað. Konan hlaut eymsl á hálsi og herðum og mar á ytri kynfærum. Í þriðja lagi var hann sakaður um að hafa með þessari háttsemi skapað viðvarandi ógnarástand í sambandinu sem olli henni andlegum þjáningum, kúgun og vanmætti. Aðeins maðurinn og eiginkonan til frásagnar Maðurinn var sýknaður af fyrsta ákæruliðnum fyrir héraðsdómi, ákæruvaldið undi þeirri niðurstöðu og kom sá þáttur málsins því ekki til endurskoðunar fyrir Landsrétti. Maðurinn var þó sakfelldur fyrir nauðgun í öðrum ákæruliði sem átti sér stað í sumarbústaðnum fyrir héraðsdómi. Hann var jafnframt sakfelldur í þriðja ákæruliði fyrir að hafa gerst sekur um stórfellt brot í nánu sambandi. Í dómi Landsréttar er rakið að til frásagnar um það sem gerðist í bústaðnum væru aðeins maðurinn og fyrrverandi eiginkona hans. Maðurinn neitaði staðfastlega sök og var ekki séð að mótsagna gætti í framburði hans. Framburður konunnar nægði ekki gegn neitun mannsins Maðurinn skýrði svo frá að hann hefði haft kynmök við konuna í umrætt sinn en það hafi verið með fullu samþykki hennar. Leit Landsréttur þá til þeirra krafna sem gerðar eru til sönnunar í sakamálum og komst að þeirri niðurstöðu að ef framburður hennar ætti að vera lagður til grundvallar sakfellingu þyrfti hann að eiga sér næga stoð í framburði annarra. „Með vísan til læknisfræðilegra gagna og vættis vitna þótti framburður A ekki eiga þá stoð í gögnum málsins að hann nægði til þess, gegn eindreginni neitun ákærða, að ákæruvaldið hafi axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli,“ segir í dómi Landsréttar. Út frá þessu var maðurinn sýknaður af sakargiftum samkvæmt öðrum ákærulið. Saksókn fyrir ætlað brot í nánu sambandi var alfarið bundið við þessa háttsemi og kom sá ákæruliður því ekki til frekari skoðunar hjá Landsrétti og maðurinn sýknaður af öllum ákæruliðum. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu í sumarbústað Maður var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi. Brotin voru framin gegn fyrrverandi eiginkonu hans í sumarbústað. 14. júlí 2023 13:30 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Maðurinn var dæmdur sekur í tveimur ákæruliðum fyrir Héraðsdómi Reykjanes á síðasta ári. Hann hafði verið ákærður í þremur ákæruliðum árið 2022. Í fyrsta lagi var honum gefið að sök að hafa samræði og endaþarmsmök við þáverandi eiginkonu sína án samþykkis en hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Í öðru lagi var hann sakaður um að hafa beitt aflsmuni sínum ítrekað til að hafa samræði við hana í sumarbústað. Konan hlaut eymsl á hálsi og herðum og mar á ytri kynfærum. Í þriðja lagi var hann sakaður um að hafa með þessari háttsemi skapað viðvarandi ógnarástand í sambandinu sem olli henni andlegum þjáningum, kúgun og vanmætti. Aðeins maðurinn og eiginkonan til frásagnar Maðurinn var sýknaður af fyrsta ákæruliðnum fyrir héraðsdómi, ákæruvaldið undi þeirri niðurstöðu og kom sá þáttur málsins því ekki til endurskoðunar fyrir Landsrétti. Maðurinn var þó sakfelldur fyrir nauðgun í öðrum ákæruliði sem átti sér stað í sumarbústaðnum fyrir héraðsdómi. Hann var jafnframt sakfelldur í þriðja ákæruliði fyrir að hafa gerst sekur um stórfellt brot í nánu sambandi. Í dómi Landsréttar er rakið að til frásagnar um það sem gerðist í bústaðnum væru aðeins maðurinn og fyrrverandi eiginkona hans. Maðurinn neitaði staðfastlega sök og var ekki séð að mótsagna gætti í framburði hans. Framburður konunnar nægði ekki gegn neitun mannsins Maðurinn skýrði svo frá að hann hefði haft kynmök við konuna í umrætt sinn en það hafi verið með fullu samþykki hennar. Leit Landsréttur þá til þeirra krafna sem gerðar eru til sönnunar í sakamálum og komst að þeirri niðurstöðu að ef framburður hennar ætti að vera lagður til grundvallar sakfellingu þyrfti hann að eiga sér næga stoð í framburði annarra. „Með vísan til læknisfræðilegra gagna og vættis vitna þótti framburður A ekki eiga þá stoð í gögnum málsins að hann nægði til þess, gegn eindreginni neitun ákærða, að ákæruvaldið hafi axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli,“ segir í dómi Landsréttar. Út frá þessu var maðurinn sýknaður af sakargiftum samkvæmt öðrum ákærulið. Saksókn fyrir ætlað brot í nánu sambandi var alfarið bundið við þessa háttsemi og kom sá ákæruliður því ekki til frekari skoðunar hjá Landsrétti og maðurinn sýknaður af öllum ákæruliðum.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu í sumarbústað Maður var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi. Brotin voru framin gegn fyrrverandi eiginkonu hans í sumarbústað. 14. júlí 2023 13:30 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu í sumarbústað Maður var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi. Brotin voru framin gegn fyrrverandi eiginkonu hans í sumarbústað. 14. júlí 2023 13:30