„Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 11:35 Forstöðumaður almenningssamgangna segir Vegagerðina vera í heildarendurskoðunarferli á verðlagningu. Vísir/Vilhelm Hilmar Stefánsson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segist taka undir með netverjum sem héldu því fram að verðlag strætóferða á landsbyggðinni væri of hátt. Hann segir að landsbyggðarferðir séu ekki ódýrar og að verðlagningarkerfi Vegagerðarinnar sé í heildarendurskoðunarferli. Vegagerðin sér um strætóferðir byggðarlaga á milli úti á landsbyggðinni og vakið var athygli á því á samfélagsmiðlum í gær að strætóferð frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði kostaði tæplega sautján þúsund krónur. Er það í mörgum tilfellum kostnaðarsamara en flug til stórborga meginlands Evrópu og á svipað ódýrustu flugunum til vesturheims. Svæðakerfi ráði verði Hilmar segir í samtali við fréttastofu að verðlagningarkerfi strætisvagnaleiða á landsbyggðinni byggist á svokölluðu svæðakerfi þar sem fargjald miðast við fjölda svæða sem ekið er í gegnum. Því geti verið dýrara að aka sumar leiðir en aðrar óháð farþegafjölda eða jafnvel vegalengdar. Leiðin til Hornafjarðar fari yfir mörg svæði og því dýr í rekstri. „Frá Reykjavík til Hornafjarðar eru um 450 kílómetrar og [verðið] reiknast yfir ákveðinn svæðafjölda og þá margfaldast upp einingaverðið miðað við þann svæðafjölda sem keyrt er yfir en það er ekki háð fjölda farþega,“ segir Hilmar. Farþegi borgi því jafnmikið fyrir jafnan fjölda aksturssvæða, hvort sem ekið sé til Akureyrar, Hornafjarðar eða Bolungarvíkur. „Ekkert ódýrt“ „Það er akkúrat það sem við erum að velta fyrir okkur. Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það,“ segir Hilmar um áhrif þessarar háu verðlagningar á eftirspurn í almenningsamgöngur um landsbyggðina. Hilmar segir svæðakerfið og verðlagningarkerfið í heild sinni í endurskoðun hjá Vegagerðinni. „Það er auðvitað það sem við viljum, við viljum fjölga farþegum í vögnum hjá okkur. Það er okkar markmið. Ef að það er hægt með lækkun verða þá er það eitthvað sem við myndum skoða,“ segir Hilmar. Samgöngur Vegagerð Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Vegagerðin sér um strætóferðir byggðarlaga á milli úti á landsbyggðinni og vakið var athygli á því á samfélagsmiðlum í gær að strætóferð frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði kostaði tæplega sautján þúsund krónur. Er það í mörgum tilfellum kostnaðarsamara en flug til stórborga meginlands Evrópu og á svipað ódýrustu flugunum til vesturheims. Svæðakerfi ráði verði Hilmar segir í samtali við fréttastofu að verðlagningarkerfi strætisvagnaleiða á landsbyggðinni byggist á svokölluðu svæðakerfi þar sem fargjald miðast við fjölda svæða sem ekið er í gegnum. Því geti verið dýrara að aka sumar leiðir en aðrar óháð farþegafjölda eða jafnvel vegalengdar. Leiðin til Hornafjarðar fari yfir mörg svæði og því dýr í rekstri. „Frá Reykjavík til Hornafjarðar eru um 450 kílómetrar og [verðið] reiknast yfir ákveðinn svæðafjölda og þá margfaldast upp einingaverðið miðað við þann svæðafjölda sem keyrt er yfir en það er ekki háð fjölda farþega,“ segir Hilmar. Farþegi borgi því jafnmikið fyrir jafnan fjölda aksturssvæða, hvort sem ekið sé til Akureyrar, Hornafjarðar eða Bolungarvíkur. „Ekkert ódýrt“ „Það er akkúrat það sem við erum að velta fyrir okkur. Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það,“ segir Hilmar um áhrif þessarar háu verðlagningar á eftirspurn í almenningsamgöngur um landsbyggðina. Hilmar segir svæðakerfið og verðlagningarkerfið í heild sinni í endurskoðun hjá Vegagerðinni. „Það er auðvitað það sem við viljum, við viljum fjölga farþegum í vögnum hjá okkur. Það er okkar markmið. Ef að það er hægt með lækkun verða þá er það eitthvað sem við myndum skoða,“ segir Hilmar.
Samgöngur Vegagerð Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira