Unnur Anna nýr forseti Heilbrigðisvísindasviðs Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2024 10:26 Unnur Anna Valdimarsdóttir er nýr forseti Heilbriðgisvísindasviðs Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði við Læknadeild Háskóla Íslands, hefur verið ráðin nýr forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún tekur við starfinu af Unni Þorsteinsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum. En þar er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni rektor að fengur sé af því að fá Unni Önnu til starfa. „Unnur Anna hefur afar metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir Heilbrigðisvísindasvið, mikla reynslu af vísindastörfum, leiðbeiningu rannsóknanema og víðtæka stjórnunarreynslu. Hún hefur því allt til að bera til að vera öflugur talsmaður heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands,“ er haft eftir Jóni Atla í tilkynningunni. Mikilvægt að fá Unni Önnu til starfa á þessum tímamótum Þar lýsir hann því yfir að mikilvægt sé að fá Unni Önnu í hóp lykilstjórnenda Háskóla Íslands á þeim tímamótum sem fram undan eru í starfi Heilbrigðisvísindasviðs með byggingu nýs heilbrigðisvísindahúss á lóð Landspítalans og mikilli grósku og nýsköpun í kennslu og rannsóknum á sviðinu. „Ég hlakka til að vinna með Unni Önnu og óska henni velfarnaðar við að stýra þessu mikilvæga fræðasviði,“ segir Jón Atli í tilkynningunni. Heilbrigðisvísindasvið er eitt fimm fræðasviða Háskóla Íslands. Innan þess eru sex deildir, Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Unnur Anna sér mörg tækifæri í kortunum Unnur Anna sjálf er ánægð með skipunina og segist full tilhlökkunar að takast á við þetta mikilvæga verkefni. „Það er einstakur heiður að fá leiða áframhaldandi þróun Heilbrigðisvísindasviðs við Háskóla Íslands næstu árin með öllu því frábæra samstarfsfólki sem þar er. Við höfum náð einstökum árangri í heilbrigðisvísindum og í menntun heilbrigðisstarfsfólks og ég sé mörg tækifæri til þess að gera enn betur með sameiginlegri uppbyggingu rannsóknarinnviða, miðlun vísinda til samfélagsins og framþróun í kennslu og þjálfun í virkri innlendri og alþjóðlegri samvinnu,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir. Í tilkynningunni kemur meðal annars fram að Unnur Anna hafi hlotið fjölda viðurkenninga fyrir vísindastörf sín, meðal annars Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2010 og viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Þórðar Harðarsonar og Árna Kristinssonar í læknisfræði og skyldum greinum árið 2017. Hún var valin háskólakona ársins af Félagi háskólakvenna sama ár og þá hlaut Unnur Anna Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til rannsókna á sviði faraldsfræði árið 2023. Háskólar Vistaskipti Skóla- og menntamál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum. En þar er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni rektor að fengur sé af því að fá Unni Önnu til starfa. „Unnur Anna hefur afar metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir Heilbrigðisvísindasvið, mikla reynslu af vísindastörfum, leiðbeiningu rannsóknanema og víðtæka stjórnunarreynslu. Hún hefur því allt til að bera til að vera öflugur talsmaður heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands,“ er haft eftir Jóni Atla í tilkynningunni. Mikilvægt að fá Unni Önnu til starfa á þessum tímamótum Þar lýsir hann því yfir að mikilvægt sé að fá Unni Önnu í hóp lykilstjórnenda Háskóla Íslands á þeim tímamótum sem fram undan eru í starfi Heilbrigðisvísindasviðs með byggingu nýs heilbrigðisvísindahúss á lóð Landspítalans og mikilli grósku og nýsköpun í kennslu og rannsóknum á sviðinu. „Ég hlakka til að vinna með Unni Önnu og óska henni velfarnaðar við að stýra þessu mikilvæga fræðasviði,“ segir Jón Atli í tilkynningunni. Heilbrigðisvísindasvið er eitt fimm fræðasviða Háskóla Íslands. Innan þess eru sex deildir, Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Unnur Anna sér mörg tækifæri í kortunum Unnur Anna sjálf er ánægð með skipunina og segist full tilhlökkunar að takast á við þetta mikilvæga verkefni. „Það er einstakur heiður að fá leiða áframhaldandi þróun Heilbrigðisvísindasviðs við Háskóla Íslands næstu árin með öllu því frábæra samstarfsfólki sem þar er. Við höfum náð einstökum árangri í heilbrigðisvísindum og í menntun heilbrigðisstarfsfólks og ég sé mörg tækifæri til þess að gera enn betur með sameiginlegri uppbyggingu rannsóknarinnviða, miðlun vísinda til samfélagsins og framþróun í kennslu og þjálfun í virkri innlendri og alþjóðlegri samvinnu,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir. Í tilkynningunni kemur meðal annars fram að Unnur Anna hafi hlotið fjölda viðurkenninga fyrir vísindastörf sín, meðal annars Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2010 og viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Þórðar Harðarsonar og Árna Kristinssonar í læknisfræði og skyldum greinum árið 2017. Hún var valin háskólakona ársins af Félagi háskólakvenna sama ár og þá hlaut Unnur Anna Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til rannsókna á sviði faraldsfræði árið 2023.
Háskólar Vistaskipti Skóla- og menntamál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira