Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júní 2024 06:40 Trump og Biden mættust í stúdíói CNN. Engir áhorfendur voru í salnum. Vísir/EPA Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. Þá segir að Biden hafi verið hikandi og að Demókratar séu margir áhyggjufullir eftir kappræðurnar. Einhverjir vilji að hann stígi til hliðar og að annar frambjóðandi taki við. Stuðningsmenn Trump lýstu eftir kappræðurnar yfir sigri Mennirnir tveir fóru um víðan völl í kappræðunum og ræddu fóstureyðingar, skattamál, innflytjendamál, stríðin í Úkraínu og á Gasa og efnahagsmál. Þá ræddu þeir einnig golf og skoðanakannanir síðustu mánaða. Á vef Guardian segir að Biden hafi byrjað kvöldið hás og hafi stöðugt misst þráðinn þegar hann reyndi að verja efnahagsstefnu sína og gagnrýna Trump. Þá segir að hann hafi átt erfitt með að einbeita sér að því að svara og hafi farið úr einu í annað. Þá hafi Biden átt erfitt með að svara spurningu um fóstureyðingar sem er hitamál í Bandaríkjunum eins og er. Stuðningsmenn Trump lýstu yfir sigri í kjölfar kappræðnanna.Vísir/EPA Í umfjöllun Reuters segir að bandamenn Biden hafi reynt að vera stoltir eftir að kappræðunum lauk og sögðu hann hafa verið með flensu eða Covid-19. Líklegt er að frammistaða Biden muni ýta undir frekari áhyggjur hjá kjósendum sem þegar höfðu áhyggjur af aldri hans, en hann er 81 árs gamall. Trump er nokkrum árum yngri, eða 78 ára. Vilja nýjan frambjóðanda Í frétt Reuters segir að þau hafi rætt við einn af stærstu bakhjörlum Biden sem vilji að hann stígi til hliðar. Varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris, sagði í viðtali eftir kappræðurnar á CNN að Biden hefði byrjað hægur en sagði að það ætti að dæma hann eftir frammistöðu sinni í embætti, og sömuleiðis Trump. Biden byrjaði ekki vel og var hikandi og hás. Honum tókst betur til þegar fór að líða á kappræðurnar.Vísir/EPA Enn eru rúmir fimm mánuðir í kosningar en þær fara fram í upphafi nóvember. Kappræðurnar voru haldnar af CNN og voru engir áhorfendur í salnum. Þeir fengu báðir tvær mínútur til að svara hverri spurningu og á meðan var slökkt á míkrófón hins. Margir óákveðnir Forsetaframbjóðendurnir höfðu ekki talað saman frá því að þeir mættust í síðustu kappræðunum fyrir kosningarnar árið 2020. Trump kom ekki á innsetningarhátíð Biden árið 2020. Þá mótmælti hann niðurstöðu kosninganna sem varð til þess að hópur fólks réðst inn í þinghúsið. Trump sagði í gær að hann myndi aðeins samþykkja kosninguna ef hún yrði „sanngjörn“ og „rétt“. Fram kemur í frétt Reuters að hvorki Biden né Trump sé mjög vinsæll og að margir Bandaríkjamenn séu enn tvístígandi varðandi val sitt í kosningunum. Um fimmti hver sagði í nýlegri könnun Reuters og Ipsos að þau ætli að kjósa þriðja frambjóðandann eða ætli ekki að taka þátt í kosningunum. Hægt er að horfa á kappræðurnar hér að neðan. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Bein útsending: „Óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á“ Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt. 27. júní 2024 23:49 Trump getur ekki gripið fram í fyrir Biden í nótt Joe Biden og Donald Trump mætast í fyrri kappræðum sínum fyrir forsetakosningarnar í nótt. Prófessor í stjórnmálafræði segir á brattann að sækja fyrir Biden, sem þurfi að sanna sig fyrir kjósendum í kappræðum kvöldsins. 27. júní 2024 13:57 Fyrstu kappræðurnar í fjögur ár gætu skipt sköpum Fyrstu kappræður forsetaefnanna tveggja, Joe Biden, Bandaríkjaforseta fyrir Demókrataflokkinn, og Donald Trump fyrrverandi forseta fyrir Repúblikanaflokkinn, í fjögur ár fara fram í kvöld á sjónvarpsstöðinni CNN. Kappræðurnar gætu skipt sköpum fyrir baráttu frambjóðendanna tveggja og ljóst er að mikið er í húfi. 27. júní 2024 11:11 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Þá segir að Biden hafi verið hikandi og að Demókratar séu margir áhyggjufullir eftir kappræðurnar. Einhverjir vilji að hann stígi til hliðar og að annar frambjóðandi taki við. Stuðningsmenn Trump lýstu eftir kappræðurnar yfir sigri Mennirnir tveir fóru um víðan völl í kappræðunum og ræddu fóstureyðingar, skattamál, innflytjendamál, stríðin í Úkraínu og á Gasa og efnahagsmál. Þá ræddu þeir einnig golf og skoðanakannanir síðustu mánaða. Á vef Guardian segir að Biden hafi byrjað kvöldið hás og hafi stöðugt misst þráðinn þegar hann reyndi að verja efnahagsstefnu sína og gagnrýna Trump. Þá segir að hann hafi átt erfitt með að einbeita sér að því að svara og hafi farið úr einu í annað. Þá hafi Biden átt erfitt með að svara spurningu um fóstureyðingar sem er hitamál í Bandaríkjunum eins og er. Stuðningsmenn Trump lýstu yfir sigri í kjölfar kappræðnanna.Vísir/EPA Í umfjöllun Reuters segir að bandamenn Biden hafi reynt að vera stoltir eftir að kappræðunum lauk og sögðu hann hafa verið með flensu eða Covid-19. Líklegt er að frammistaða Biden muni ýta undir frekari áhyggjur hjá kjósendum sem þegar höfðu áhyggjur af aldri hans, en hann er 81 árs gamall. Trump er nokkrum árum yngri, eða 78 ára. Vilja nýjan frambjóðanda Í frétt Reuters segir að þau hafi rætt við einn af stærstu bakhjörlum Biden sem vilji að hann stígi til hliðar. Varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris, sagði í viðtali eftir kappræðurnar á CNN að Biden hefði byrjað hægur en sagði að það ætti að dæma hann eftir frammistöðu sinni í embætti, og sömuleiðis Trump. Biden byrjaði ekki vel og var hikandi og hás. Honum tókst betur til þegar fór að líða á kappræðurnar.Vísir/EPA Enn eru rúmir fimm mánuðir í kosningar en þær fara fram í upphafi nóvember. Kappræðurnar voru haldnar af CNN og voru engir áhorfendur í salnum. Þeir fengu báðir tvær mínútur til að svara hverri spurningu og á meðan var slökkt á míkrófón hins. Margir óákveðnir Forsetaframbjóðendurnir höfðu ekki talað saman frá því að þeir mættust í síðustu kappræðunum fyrir kosningarnar árið 2020. Trump kom ekki á innsetningarhátíð Biden árið 2020. Þá mótmælti hann niðurstöðu kosninganna sem varð til þess að hópur fólks réðst inn í þinghúsið. Trump sagði í gær að hann myndi aðeins samþykkja kosninguna ef hún yrði „sanngjörn“ og „rétt“. Fram kemur í frétt Reuters að hvorki Biden né Trump sé mjög vinsæll og að margir Bandaríkjamenn séu enn tvístígandi varðandi val sitt í kosningunum. Um fimmti hver sagði í nýlegri könnun Reuters og Ipsos að þau ætli að kjósa þriðja frambjóðandann eða ætli ekki að taka þátt í kosningunum. Hægt er að horfa á kappræðurnar hér að neðan.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Bein útsending: „Óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á“ Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt. 27. júní 2024 23:49 Trump getur ekki gripið fram í fyrir Biden í nótt Joe Biden og Donald Trump mætast í fyrri kappræðum sínum fyrir forsetakosningarnar í nótt. Prófessor í stjórnmálafræði segir á brattann að sækja fyrir Biden, sem þurfi að sanna sig fyrir kjósendum í kappræðum kvöldsins. 27. júní 2024 13:57 Fyrstu kappræðurnar í fjögur ár gætu skipt sköpum Fyrstu kappræður forsetaefnanna tveggja, Joe Biden, Bandaríkjaforseta fyrir Demókrataflokkinn, og Donald Trump fyrrverandi forseta fyrir Repúblikanaflokkinn, í fjögur ár fara fram í kvöld á sjónvarpsstöðinni CNN. Kappræðurnar gætu skipt sköpum fyrir baráttu frambjóðendanna tveggja og ljóst er að mikið er í húfi. 27. júní 2024 11:11 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Bein útsending: „Óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á“ Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt. 27. júní 2024 23:49
Trump getur ekki gripið fram í fyrir Biden í nótt Joe Biden og Donald Trump mætast í fyrri kappræðum sínum fyrir forsetakosningarnar í nótt. Prófessor í stjórnmálafræði segir á brattann að sækja fyrir Biden, sem þurfi að sanna sig fyrir kjósendum í kappræðum kvöldsins. 27. júní 2024 13:57
Fyrstu kappræðurnar í fjögur ár gætu skipt sköpum Fyrstu kappræður forsetaefnanna tveggja, Joe Biden, Bandaríkjaforseta fyrir Demókrataflokkinn, og Donald Trump fyrrverandi forseta fyrir Repúblikanaflokkinn, í fjögur ár fara fram í kvöld á sjónvarpsstöðinni CNN. Kappræðurnar gætu skipt sköpum fyrir baráttu frambjóðendanna tveggja og ljóst er að mikið er í húfi. 27. júní 2024 11:11