Væru með helmingi færri þingmenn Bjarki Sigurðsson skrifar 27. júní 2024 19:30 Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast með eingöngu nítján þingmenn inni á þingi. Vísir/Vilhelm Flokkarnir sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík gætu myndað ríkisstjórn með ríflegum meirihluta samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að gera upp við sig hvert hann sækir tapað fylgi. Formaðurinn tekur fylgistapinu alvarlega. Í nýlegri könnun Maskínu mælist Sjálfstæðisflokkurinn með sögulega lítið fylgi, rétt undir fimmtán prósentum. Yrði gengið til kosninga í dag myndi flokkurinn einungis fá níu þingmenn, samkvæmt lauslegum útreikningum fréttastofu. Svona myndu þingmannasætin skiptast á milli flokka.Vísir/Hjalti Nítján af 38 kæmust inn Stjórnarflokkarnir fengju sameiginlega aðeins nítján þingmenn, eru með 38 í dag. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnun Maskínu sjö þingmenn og Vinstri græn þrjá. Samfylkingin mælist stærst flokka og fengi 17 þingmenn og Miðflokkurinn, sem nú er þriðji stærsti flokkurinn, og fengi átta þingmenn. Miðað við þennan fjölda þingmanna gætu þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í Reykjavíkurborg, Samfylkingin, Framsókn, Viðreisn og Píratar, myndað meirihluta á þingi með 36 þingmenn. Hægt væri að skipta Pírötum út fyrir Vinstri græn og hefði slík stjórn 33 þingmenn. Taka fylgistapinu alvarlega Flokkar vilja yfirleitt mynda ríkisstjórn með sem fæstum flokkum. Ætla má að Samfylkingin vildi helst mynda stjórn með Viðreisn og Framsóknarflokki, en stjórn þessara flokka hefði aðeins þrjátíu þingmenn, vantaði tvo til að mynda lágmarksmeirihluta. Svona væri hægt að mynda ríkisstjórn miðað við nýjustu könnun Maskínu.Vísir/Hjalti Það myndi heldur ekki duga Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki að skipta Vinstri grænum út fyrir Miðflokkinn, því sú stjórn hefði einungis 24 þingmenn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystuna taka fylgistapinu alvarlega. Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar „Við erum auðvitað ekki ánægð með að mælast svona. En það er ekki kosið á morgun og við ætlum bara að vinna okkar vinnu áfram og trúum því að það muni skila sínu þegar upp er staðið,“ segir Bjarni. Hver eru næstu skref hjá Sjálfstæðisflokknum til að vinna þetta fylgi til baka? „Vinna vinnuna alla daga og vera í samtali við fólk. Það hefur ekkert breyst í því.“ Þú ert viss um að fylgið muni ná sér aftur á strik fyrir næstu kosningar? „Er ég viss? Við ætlum bara að gera okkar besta,“ segir Bjarni. Hluti af þróun sem hefur verið í gangi Viktor Orri Valgarðsson, doktor í stjórnmálafræði, segir niðurstöður könnunarinnar stórmerkilegar. „Þó þetta sé bara ein könnun, þá er þetta augljóslega hluti af fylgisþróun sem við höfum verið að sjá hjá Maskínu og fleiri könnunarfyrirtækjum undanfarna mánuði þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að minnka verulega, Samfylkingin að auka fylgi og Miðflokkurinn sömuleiðis að sækja á,“ segir Viktor Orri. Viktor Orri Valgarðsson er doktor í stjórnmálafræði.Vísir/Hannes Sjálfstæðismenn þurfi að fara að ákveða sig hvert þeir ætli að sækja fylgið sem flokkurinn hefur tapað. „Hvort þau vilja reyna að berjast við Miðflokkinn til hægri eða við Samfylkinguna, Viðreisn, Framsóknarflokkinn, til vinstri. Hingað til sýnist mér þau hafa kosið fyrri kostinn og þá verður áhugavert að sjá hvernig það hefur áhrif á málflutning og stefnu flokksins en líka á hver verður næsti formaður ef ekki núverandi,“ segir Viktor. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Miðflokkurinn Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Í nýlegri könnun Maskínu mælist Sjálfstæðisflokkurinn með sögulega lítið fylgi, rétt undir fimmtán prósentum. Yrði gengið til kosninga í dag myndi flokkurinn einungis fá níu þingmenn, samkvæmt lauslegum útreikningum fréttastofu. Svona myndu þingmannasætin skiptast á milli flokka.Vísir/Hjalti Nítján af 38 kæmust inn Stjórnarflokkarnir fengju sameiginlega aðeins nítján þingmenn, eru með 38 í dag. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnun Maskínu sjö þingmenn og Vinstri græn þrjá. Samfylkingin mælist stærst flokka og fengi 17 þingmenn og Miðflokkurinn, sem nú er þriðji stærsti flokkurinn, og fengi átta þingmenn. Miðað við þennan fjölda þingmanna gætu þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í Reykjavíkurborg, Samfylkingin, Framsókn, Viðreisn og Píratar, myndað meirihluta á þingi með 36 þingmenn. Hægt væri að skipta Pírötum út fyrir Vinstri græn og hefði slík stjórn 33 þingmenn. Taka fylgistapinu alvarlega Flokkar vilja yfirleitt mynda ríkisstjórn með sem fæstum flokkum. Ætla má að Samfylkingin vildi helst mynda stjórn með Viðreisn og Framsóknarflokki, en stjórn þessara flokka hefði aðeins þrjátíu þingmenn, vantaði tvo til að mynda lágmarksmeirihluta. Svona væri hægt að mynda ríkisstjórn miðað við nýjustu könnun Maskínu.Vísir/Hjalti Það myndi heldur ekki duga Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki að skipta Vinstri grænum út fyrir Miðflokkinn, því sú stjórn hefði einungis 24 þingmenn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystuna taka fylgistapinu alvarlega. Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar „Við erum auðvitað ekki ánægð með að mælast svona. En það er ekki kosið á morgun og við ætlum bara að vinna okkar vinnu áfram og trúum því að það muni skila sínu þegar upp er staðið,“ segir Bjarni. Hver eru næstu skref hjá Sjálfstæðisflokknum til að vinna þetta fylgi til baka? „Vinna vinnuna alla daga og vera í samtali við fólk. Það hefur ekkert breyst í því.“ Þú ert viss um að fylgið muni ná sér aftur á strik fyrir næstu kosningar? „Er ég viss? Við ætlum bara að gera okkar besta,“ segir Bjarni. Hluti af þróun sem hefur verið í gangi Viktor Orri Valgarðsson, doktor í stjórnmálafræði, segir niðurstöður könnunarinnar stórmerkilegar. „Þó þetta sé bara ein könnun, þá er þetta augljóslega hluti af fylgisþróun sem við höfum verið að sjá hjá Maskínu og fleiri könnunarfyrirtækjum undanfarna mánuði þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að minnka verulega, Samfylkingin að auka fylgi og Miðflokkurinn sömuleiðis að sækja á,“ segir Viktor Orri. Viktor Orri Valgarðsson er doktor í stjórnmálafræði.Vísir/Hannes Sjálfstæðismenn þurfi að fara að ákveða sig hvert þeir ætli að sækja fylgið sem flokkurinn hefur tapað. „Hvort þau vilja reyna að berjast við Miðflokkinn til hægri eða við Samfylkinguna, Viðreisn, Framsóknarflokkinn, til vinstri. Hingað til sýnist mér þau hafa kosið fyrri kostinn og þá verður áhugavert að sjá hvernig það hefur áhrif á málflutning og stefnu flokksins en líka á hver verður næsti formaður ef ekki núverandi,“ segir Viktor.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Miðflokkurinn Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira