Fölsk vernd fæðingarorlofslaga fyrir verðandi feður? Erna Guðmundsdóttir skrifar 27. júní 2024 15:00 Hjá ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi, var starfsmanni sem hafði nýlega sagt frá því að hann ætti von á barni, sagt upp störfum. Um er að ræða verðandi föður og á fundinum þar sem honum var afhent uppsagnarbréfið sagði hann að þetta gæti ekki verið lögleg uppsögn þar sem hann væri verndaður skv. fæðingarorlofslögum. Svar fyrirtækisins var að þessi vernd gildi einungis fyrir konur. Túlkun á vernd fyrir karl samkvæmt fæðingorlofslögunum er sú að vernd fyrir verðandi föður gildi einungis þegar hann hafi tilkynnt formlega, með skriflegum hætti um hvernig hann ætli að haga töku fæðingarorlofs. Samkvæmt þessari túlkun þá er vernd verðandi föður engin fyrr en hann er búinn að tilkynna með formlega, skriflegum hætti um töku fæðingarorlofs. Vinnuveitanda virðist því vera í lófa lagið að segja verðandi föður upp strax og hann hefur sagt þær gleðifréttir á vinnustaðnum að hann eigi von á barni. Í mörgum tilvikum segja verðandi foreldrar frá því að þeir eigi von á barni eftir tólftu viku. Á þeim tímapunkti eru foreldrarnir oft ekki búnir að taka ákvörðun um hvernig þau ætla að haga töku fæðingarorlofs. Ef túlkun umrædds ferðaþjónustufyrirtækis er rétt þá hefur vinnuveitandi mjög rúman tíma til að segja verðandi föður upp störfum en frá því að verðandi faðir tilkynnir yfirmanni sínum og samstarfsfólki í gleði sinni að hann eigi von á barni og þar til hann afhendir formlega, skriflega tilkynningu um tilhögun fæðingarorlofs geta liðið nokkrar vikur og skapast því stór gluggi fyrir vinnuveitanda að segja verðandi föður upp án nokkurra eftirmála. Fyrirtæki virðast því hafa frítt spil til að segja verðandi föður upp sé þessi túlkun rétt. Hver er vernd verðanda feðra þegar um slík fyrirtæki er að ræða ? og spyr ég er um að ræða falska vernd fæðingarorlofslaga fyrir verðandi feður? Höfundur er lögmaður og eigandi Magistra ehf. lögfræðiþjónusta og ráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Börn og uppeldi Vinnumarkaður Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Hjá ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi, var starfsmanni sem hafði nýlega sagt frá því að hann ætti von á barni, sagt upp störfum. Um er að ræða verðandi föður og á fundinum þar sem honum var afhent uppsagnarbréfið sagði hann að þetta gæti ekki verið lögleg uppsögn þar sem hann væri verndaður skv. fæðingarorlofslögum. Svar fyrirtækisins var að þessi vernd gildi einungis fyrir konur. Túlkun á vernd fyrir karl samkvæmt fæðingorlofslögunum er sú að vernd fyrir verðandi föður gildi einungis þegar hann hafi tilkynnt formlega, með skriflegum hætti um hvernig hann ætli að haga töku fæðingarorlofs. Samkvæmt þessari túlkun þá er vernd verðandi föður engin fyrr en hann er búinn að tilkynna með formlega, skriflegum hætti um töku fæðingarorlofs. Vinnuveitanda virðist því vera í lófa lagið að segja verðandi föður upp strax og hann hefur sagt þær gleðifréttir á vinnustaðnum að hann eigi von á barni. Í mörgum tilvikum segja verðandi foreldrar frá því að þeir eigi von á barni eftir tólftu viku. Á þeim tímapunkti eru foreldrarnir oft ekki búnir að taka ákvörðun um hvernig þau ætla að haga töku fæðingarorlofs. Ef túlkun umrædds ferðaþjónustufyrirtækis er rétt þá hefur vinnuveitandi mjög rúman tíma til að segja verðandi föður upp störfum en frá því að verðandi faðir tilkynnir yfirmanni sínum og samstarfsfólki í gleði sinni að hann eigi von á barni og þar til hann afhendir formlega, skriflega tilkynningu um tilhögun fæðingarorlofs geta liðið nokkrar vikur og skapast því stór gluggi fyrir vinnuveitanda að segja verðandi föður upp án nokkurra eftirmála. Fyrirtæki virðast því hafa frítt spil til að segja verðandi föður upp sé þessi túlkun rétt. Hver er vernd verðanda feðra þegar um slík fyrirtæki er að ræða ? og spyr ég er um að ræða falska vernd fæðingarorlofslaga fyrir verðandi feður? Höfundur er lögmaður og eigandi Magistra ehf. lögfræðiþjónusta og ráðgjöf.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar