Nöturlegt fleti undir bryggju í Reykjavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. júní 2024 19:25 Yfir loftlausri vindsæng undir bryggju í miðbæ Reykjavíkur hefur verið útbúið nokkurskonar þak úr plasti. Vísir/Margrét Þak úr plastpoka, loftlaus vindsæng og notaðar sprautunálar sýna fram á nöturlegar aðstæður heimilislausra í Reykjavík. Deildarstjóri í málaflokknum segir að enginn ætti að þurfa að gista undandyra. Um helgina deildi Stefán S. Jónsson færslu á Facebook þar sem hann sýndi frá dapurlegum aðstæðum undir bryggju í Reykjavík. Svo virðist sem þar hafi einhver búið sér samastað og augljóst var að þar hafði einnig farið fram neysla fíkniefna. Í gærkvöldi var færslan uppfærð og greint var frá því að starfsfólk velferðarsviðs Reykjavíkurborgar myndi bregðast við. Þegar fréttastofa fór á staðinn í dag var enginn á ferli en aðstæðurnar þær sömu, líkt og sjá má í fréttinni hér að neðan. Áskorun að mæta þeim sem ekki vilja þiggja aðstoð Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, segir að reglulega sé brugðist við ábendingum um að fólk hafist við utandyra eða í ótryggum aðstæðum. „Þá fer vettvangshluti VOR-teymisins sem á staðinn og reynir að ná til einstaklingsins sem um ræðir, með það að markmiði að veita þjónustu. Þessi þjónusta er neyðarþjónusta sem er þá neyðargisting, samskipti við félagsráðgjafa eða viðeigandi heilbrigðisþjónusta eftir þörfum.“ Vísir/Hannes Þó séu ekki allir sem vilji þiggja aðstoð og það geti verið áskorun. „Það er bara mjög algengt að einstaklingar í þessum hópi séu búnir að missa traust á því kerfi sem hefur brugðist þeim í gríð og erg,“ segir Soffía. Við erum að tala um einstaklinga með langa áfallasögu að baki. Við þurfum líka að líta í eigin barm og sjá hvernig við mætum þeim en ekki hvernig þau mæta kerfinu. Í Reykjavík eru starfrækt þrjú neyðarskýli, tvö fyrir karlmenn og eitt fyrir konur. Soffía segir að því ætti enginn að þurfa að gista undandyra. Þá áréttar hún mikilvægi ábendinga frá almenningi. „Vettvangsþjónustan hjá okkur er með ákveðna staði sem við kíkjum reglulega á, bílakjallara og önnur opinber svæði. En við vitum auðvitað ekki um dvalarstaði eða aðstæður allra svo það er mjög mikilvægt að samfélagið í heild sinni komi ábendingum áleiðis ef grunur er um að einhver sé í ótryggum aðstæðum.“ Hægt er að senda inn ábendingu í gegnum vef Reykjavíkurborgar. Á staðnum var fjöldinn allur af notuðum sprautunálum.Vísir/Bjarni Er búið að bregðast við í þessu tiltekna tilviki? „Ég get ekki tjáð mig um einstaka mál, en við bregðumst alltaf við um leið og við fáum eitthvað. Það heyrir til algjörra undantekninga ef við náum ekki að bregðast við samdægurs,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra. Soffía segir algengt að einstaklingar í hópi heimilislausra séu búnir að missa traust á kerfinu.Vísir/Bjarni Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Um helgina deildi Stefán S. Jónsson færslu á Facebook þar sem hann sýndi frá dapurlegum aðstæðum undir bryggju í Reykjavík. Svo virðist sem þar hafi einhver búið sér samastað og augljóst var að þar hafði einnig farið fram neysla fíkniefna. Í gærkvöldi var færslan uppfærð og greint var frá því að starfsfólk velferðarsviðs Reykjavíkurborgar myndi bregðast við. Þegar fréttastofa fór á staðinn í dag var enginn á ferli en aðstæðurnar þær sömu, líkt og sjá má í fréttinni hér að neðan. Áskorun að mæta þeim sem ekki vilja þiggja aðstoð Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, segir að reglulega sé brugðist við ábendingum um að fólk hafist við utandyra eða í ótryggum aðstæðum. „Þá fer vettvangshluti VOR-teymisins sem á staðinn og reynir að ná til einstaklingsins sem um ræðir, með það að markmiði að veita þjónustu. Þessi þjónusta er neyðarþjónusta sem er þá neyðargisting, samskipti við félagsráðgjafa eða viðeigandi heilbrigðisþjónusta eftir þörfum.“ Vísir/Hannes Þó séu ekki allir sem vilji þiggja aðstoð og það geti verið áskorun. „Það er bara mjög algengt að einstaklingar í þessum hópi séu búnir að missa traust á því kerfi sem hefur brugðist þeim í gríð og erg,“ segir Soffía. Við erum að tala um einstaklinga með langa áfallasögu að baki. Við þurfum líka að líta í eigin barm og sjá hvernig við mætum þeim en ekki hvernig þau mæta kerfinu. Í Reykjavík eru starfrækt þrjú neyðarskýli, tvö fyrir karlmenn og eitt fyrir konur. Soffía segir að því ætti enginn að þurfa að gista undandyra. Þá áréttar hún mikilvægi ábendinga frá almenningi. „Vettvangsþjónustan hjá okkur er með ákveðna staði sem við kíkjum reglulega á, bílakjallara og önnur opinber svæði. En við vitum auðvitað ekki um dvalarstaði eða aðstæður allra svo það er mjög mikilvægt að samfélagið í heild sinni komi ábendingum áleiðis ef grunur er um að einhver sé í ótryggum aðstæðum.“ Hægt er að senda inn ábendingu í gegnum vef Reykjavíkurborgar. Á staðnum var fjöldinn allur af notuðum sprautunálum.Vísir/Bjarni Er búið að bregðast við í þessu tiltekna tilviki? „Ég get ekki tjáð mig um einstaka mál, en við bregðumst alltaf við um leið og við fáum eitthvað. Það heyrir til algjörra undantekninga ef við náum ekki að bregðast við samdægurs,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra. Soffía segir algengt að einstaklingar í hópi heimilislausra séu búnir að missa traust á kerfinu.Vísir/Bjarni
Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent