Nöturlegt fleti undir bryggju í Reykjavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. júní 2024 19:25 Yfir loftlausri vindsæng undir bryggju í miðbæ Reykjavíkur hefur verið útbúið nokkurskonar þak úr plasti. Vísir/Margrét Þak úr plastpoka, loftlaus vindsæng og notaðar sprautunálar sýna fram á nöturlegar aðstæður heimilislausra í Reykjavík. Deildarstjóri í málaflokknum segir að enginn ætti að þurfa að gista undandyra. Um helgina deildi Stefán S. Jónsson færslu á Facebook þar sem hann sýndi frá dapurlegum aðstæðum undir bryggju í Reykjavík. Svo virðist sem þar hafi einhver búið sér samastað og augljóst var að þar hafði einnig farið fram neysla fíkniefna. Í gærkvöldi var færslan uppfærð og greint var frá því að starfsfólk velferðarsviðs Reykjavíkurborgar myndi bregðast við. Þegar fréttastofa fór á staðinn í dag var enginn á ferli en aðstæðurnar þær sömu, líkt og sjá má í fréttinni hér að neðan. Áskorun að mæta þeim sem ekki vilja þiggja aðstoð Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, segir að reglulega sé brugðist við ábendingum um að fólk hafist við utandyra eða í ótryggum aðstæðum. „Þá fer vettvangshluti VOR-teymisins sem á staðinn og reynir að ná til einstaklingsins sem um ræðir, með það að markmiði að veita þjónustu. Þessi þjónusta er neyðarþjónusta sem er þá neyðargisting, samskipti við félagsráðgjafa eða viðeigandi heilbrigðisþjónusta eftir þörfum.“ Vísir/Hannes Þó séu ekki allir sem vilji þiggja aðstoð og það geti verið áskorun. „Það er bara mjög algengt að einstaklingar í þessum hópi séu búnir að missa traust á því kerfi sem hefur brugðist þeim í gríð og erg,“ segir Soffía. Við erum að tala um einstaklinga með langa áfallasögu að baki. Við þurfum líka að líta í eigin barm og sjá hvernig við mætum þeim en ekki hvernig þau mæta kerfinu. Í Reykjavík eru starfrækt þrjú neyðarskýli, tvö fyrir karlmenn og eitt fyrir konur. Soffía segir að því ætti enginn að þurfa að gista undandyra. Þá áréttar hún mikilvægi ábendinga frá almenningi. „Vettvangsþjónustan hjá okkur er með ákveðna staði sem við kíkjum reglulega á, bílakjallara og önnur opinber svæði. En við vitum auðvitað ekki um dvalarstaði eða aðstæður allra svo það er mjög mikilvægt að samfélagið í heild sinni komi ábendingum áleiðis ef grunur er um að einhver sé í ótryggum aðstæðum.“ Hægt er að senda inn ábendingu í gegnum vef Reykjavíkurborgar. Á staðnum var fjöldinn allur af notuðum sprautunálum.Vísir/Bjarni Er búið að bregðast við í þessu tiltekna tilviki? „Ég get ekki tjáð mig um einstaka mál, en við bregðumst alltaf við um leið og við fáum eitthvað. Það heyrir til algjörra undantekninga ef við náum ekki að bregðast við samdægurs,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra. Soffía segir algengt að einstaklingar í hópi heimilislausra séu búnir að missa traust á kerfinu.Vísir/Bjarni Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Um helgina deildi Stefán S. Jónsson færslu á Facebook þar sem hann sýndi frá dapurlegum aðstæðum undir bryggju í Reykjavík. Svo virðist sem þar hafi einhver búið sér samastað og augljóst var að þar hafði einnig farið fram neysla fíkniefna. Í gærkvöldi var færslan uppfærð og greint var frá því að starfsfólk velferðarsviðs Reykjavíkurborgar myndi bregðast við. Þegar fréttastofa fór á staðinn í dag var enginn á ferli en aðstæðurnar þær sömu, líkt og sjá má í fréttinni hér að neðan. Áskorun að mæta þeim sem ekki vilja þiggja aðstoð Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, segir að reglulega sé brugðist við ábendingum um að fólk hafist við utandyra eða í ótryggum aðstæðum. „Þá fer vettvangshluti VOR-teymisins sem á staðinn og reynir að ná til einstaklingsins sem um ræðir, með það að markmiði að veita þjónustu. Þessi þjónusta er neyðarþjónusta sem er þá neyðargisting, samskipti við félagsráðgjafa eða viðeigandi heilbrigðisþjónusta eftir þörfum.“ Vísir/Hannes Þó séu ekki allir sem vilji þiggja aðstoð og það geti verið áskorun. „Það er bara mjög algengt að einstaklingar í þessum hópi séu búnir að missa traust á því kerfi sem hefur brugðist þeim í gríð og erg,“ segir Soffía. Við erum að tala um einstaklinga með langa áfallasögu að baki. Við þurfum líka að líta í eigin barm og sjá hvernig við mætum þeim en ekki hvernig þau mæta kerfinu. Í Reykjavík eru starfrækt þrjú neyðarskýli, tvö fyrir karlmenn og eitt fyrir konur. Soffía segir að því ætti enginn að þurfa að gista undandyra. Þá áréttar hún mikilvægi ábendinga frá almenningi. „Vettvangsþjónustan hjá okkur er með ákveðna staði sem við kíkjum reglulega á, bílakjallara og önnur opinber svæði. En við vitum auðvitað ekki um dvalarstaði eða aðstæður allra svo það er mjög mikilvægt að samfélagið í heild sinni komi ábendingum áleiðis ef grunur er um að einhver sé í ótryggum aðstæðum.“ Hægt er að senda inn ábendingu í gegnum vef Reykjavíkurborgar. Á staðnum var fjöldinn allur af notuðum sprautunálum.Vísir/Bjarni Er búið að bregðast við í þessu tiltekna tilviki? „Ég get ekki tjáð mig um einstaka mál, en við bregðumst alltaf við um leið og við fáum eitthvað. Það heyrir til algjörra undantekninga ef við náum ekki að bregðast við samdægurs,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra. Soffía segir algengt að einstaklingar í hópi heimilislausra séu búnir að missa traust á kerfinu.Vísir/Bjarni
Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira