Fjöldi látinn eftir árásir á sýnagógu og kirkjur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 23:02 Reykjarmökkur stígur upp í Makhachkala. Kveikt var í sýnagógum og kirkjum. AP/Golos Dagestana Að minnsta kosti sex lögregluþjónar og einn prestur létust í skotárásum í tveimur borgum í Dagestan á sunnanverðu Rússlandi í dag. Árásarmenn hófu skothríð í sýnagógu, tveimur kirkjum og lögreglustöð. Rússnesk yfirvöld segja fjóra árásarmannanna hafa fallið en aðrir flúðu vettvang og leit að þeim stendur yfir. Minnst tólf lögregluþjónar særðust einnig í árásunum sem rússnesk yfirvöld telja að tengist. Árásirnar áttu sér stað í Makhachkala, höfuðborg Dagestan, og Derbent, borg á landamærunum við Aserbaídsjan. The New York Times hafa eftir lögregluyfirvöldum í Derbent að menn vopnaðir hríðskotabyssum hafi hafið skothríð í sýnagógu og kirkju og drepið minnst einn lögregluþjón og sært annan. RIA Novosti, rússneskur ríkismiðill, birti myndefni á Telegram sem sýnir sýnagóguna í Derbent standa í ljósum logum. Sýnagógan og kirkja brunnu til kaldra kola í kjölfar árásarinnar. Í Makhachkala-borg við Kaspíahafið hófst skothríð á götu sem sýnagóga liggur á. Sýnagógan varð einnig fyrir árás en rabbíninn í Makhachkala sagði í samtali við RIA Novosti að enginn hafi særst í árásinni. „Það er enginn vafi á því að þessi hryðjuverk tengist á einn eða annan hátt leyniþjónustum Úkraínu og NATO-ríkjanna,“ skrifar þingmaðurinn Abdulkhakim Gadzhiyev þingmaður í Dagestan í færslu á Telegram. Hryðjuverkasamtök íslamista eiga sér þó langa sögu á svæðinu. Dagestan er eitt lýðvelda sambandslýðveldisins Rússlands og er meirihluti fólks þar Íslamstrúar en gyðingar eiga þar einnig heima. Mikið hefur verið um trúartengt ofbeldi frá upplausn Sovétríkjanna en það hefur færst í aukana í kjölfar þess að stríð braust út milli Ísraels og Hamas í október síðastliðnum. Rússland Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Rússnesk yfirvöld segja fjóra árásarmannanna hafa fallið en aðrir flúðu vettvang og leit að þeim stendur yfir. Minnst tólf lögregluþjónar særðust einnig í árásunum sem rússnesk yfirvöld telja að tengist. Árásirnar áttu sér stað í Makhachkala, höfuðborg Dagestan, og Derbent, borg á landamærunum við Aserbaídsjan. The New York Times hafa eftir lögregluyfirvöldum í Derbent að menn vopnaðir hríðskotabyssum hafi hafið skothríð í sýnagógu og kirkju og drepið minnst einn lögregluþjón og sært annan. RIA Novosti, rússneskur ríkismiðill, birti myndefni á Telegram sem sýnir sýnagóguna í Derbent standa í ljósum logum. Sýnagógan og kirkja brunnu til kaldra kola í kjölfar árásarinnar. Í Makhachkala-borg við Kaspíahafið hófst skothríð á götu sem sýnagóga liggur á. Sýnagógan varð einnig fyrir árás en rabbíninn í Makhachkala sagði í samtali við RIA Novosti að enginn hafi særst í árásinni. „Það er enginn vafi á því að þessi hryðjuverk tengist á einn eða annan hátt leyniþjónustum Úkraínu og NATO-ríkjanna,“ skrifar þingmaðurinn Abdulkhakim Gadzhiyev þingmaður í Dagestan í færslu á Telegram. Hryðjuverkasamtök íslamista eiga sér þó langa sögu á svæðinu. Dagestan er eitt lýðvelda sambandslýðveldisins Rússlands og er meirihluti fólks þar Íslamstrúar en gyðingar eiga þar einnig heima. Mikið hefur verið um trúartengt ofbeldi frá upplausn Sovétríkjanna en það hefur færst í aukana í kjölfar þess að stríð braust út milli Ísraels og Hamas í október síðastliðnum.
Rússland Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira