„Hann var bara góður í þessum leik, öruggur og með allt á hreinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. júní 2024 22:05 Heimir Guðjónsson hrósaði sínum mönnum fyrir góða frammistöðu. Vísir/Diego Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var eðlilega hæstánægður með 3-1 sigur sinna mann gegn Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. „Ég kom inn á þetta fyrir leik að Fylkismenn eru með gott lið og hafa verið að spila betur og betur eftir því sem hefur liðið á tímabilið þannig við erum hæstánægðir með sigurinn,“ sagði Heimir í leikslok. „Við komumst sanngjarnt yfir og mér fannst við ráða þessu í fyrri hálfleik, en þeir komu sterkir í seinni og settu okkur undir mikla pressu. Sindri var frábær í markinu og svo komu Gyrðir og Arnór inn í seinni hálfleik og skiptu sköpum fyrir liðið.“ Heimir hélt svo áfram að hrósa Sindra Kristni Ólafssyni, markverði liðsins, fyrir sína frammistöðu. „Hann bjargaði okkur held ég tvisvar frábærlega. Hann var bara góður í þessum leik, öruggur og með allt á hreinu. Þetta var bara jákvætt fyrir okkur.“ Hann segir einnig að jöfnunarmark Fylkis hafi virkað sem vítamínsprauta fyrir FH-liðið. „Það virkaði allavega þannig. Þeir voru búnir að liggja svolítið á okkur, voru að senda langa bolta og kröftugir að vinna seinni boltana. Við réðum ekki nógu vel við þetta, en við sýndum góðan karakter eftir að þeir jöfnuðu leikinn og skoruðum tvö góð mörk.“ Að lokum hrósaði hann einnig varamönnunum sem komu inn á í kvöld. „Gyrðir og Arnór komu inn á og Baldur Kári í lokin og þeir stóðu sig allir mjög vel. Þetta er liðsheildarsport og það þurfa allir að vera klárir þegar kallið kemur og það gekk upp í dag.“ Besta deild karla FH Fylkir Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
„Ég kom inn á þetta fyrir leik að Fylkismenn eru með gott lið og hafa verið að spila betur og betur eftir því sem hefur liðið á tímabilið þannig við erum hæstánægðir með sigurinn,“ sagði Heimir í leikslok. „Við komumst sanngjarnt yfir og mér fannst við ráða þessu í fyrri hálfleik, en þeir komu sterkir í seinni og settu okkur undir mikla pressu. Sindri var frábær í markinu og svo komu Gyrðir og Arnór inn í seinni hálfleik og skiptu sköpum fyrir liðið.“ Heimir hélt svo áfram að hrósa Sindra Kristni Ólafssyni, markverði liðsins, fyrir sína frammistöðu. „Hann bjargaði okkur held ég tvisvar frábærlega. Hann var bara góður í þessum leik, öruggur og með allt á hreinu. Þetta var bara jákvætt fyrir okkur.“ Hann segir einnig að jöfnunarmark Fylkis hafi virkað sem vítamínsprauta fyrir FH-liðið. „Það virkaði allavega þannig. Þeir voru búnir að liggja svolítið á okkur, voru að senda langa bolta og kröftugir að vinna seinni boltana. Við réðum ekki nógu vel við þetta, en við sýndum góðan karakter eftir að þeir jöfnuðu leikinn og skoruðum tvö góð mörk.“ Að lokum hrósaði hann einnig varamönnunum sem komu inn á í kvöld. „Gyrðir og Arnór komu inn á og Baldur Kári í lokin og þeir stóðu sig allir mjög vel. Þetta er liðsheildarsport og það þurfa allir að vera klárir þegar kallið kemur og það gekk upp í dag.“
Besta deild karla FH Fylkir Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31