Blikakonur ætluðu sér eflaust að reyna að hefna fyrir tapið á móti Víkingi í bikarúrslitaleiknum í fyrra en Breiðablik hafði einnig unnið átta fyrstu deildarleiki sumarsins.
Það fór ekki svo því Víkingskonur unnu 2-1 sigur sem var jafnframt fyrsti heimasigur liðsins í sumar.
Bergdís Sveinsdóttir skoraði fyrra markið eftir sendingu frá Sigdísi Eva Bárðardóttur og Selma Dögg Björgvinsdóttir það síðara eftir sendingu frá Lindu Líf Boama.
Katrín Ásbjörnsdóttir minnkaði muninn fyrir Blika í uppbótatíma en það var ekki nóg.
Víkingsliðið komst upp í fimmta sætið með þessum sigri en tapið þýðir að Valskonur geta náð Blikum að stigum á toppnum með sigri á FH í kvöld.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum.