Það er tímaritið Best Lawers sem veitir þessa viðurkenningu en það hefur notið virðingar allt frá því að fyrsta tölublaðið kom út 1983 sem fremsta fyrirbærið á þessu sviði.

Ef mætti líkja þessu við eitthvað væri það hugsanlega á pari við Michelín-stjörnu í matargeiranum. Þetta telst mikil viðurkenning.
„Ég er afar ánægður með þessa viðurkenningu sem kom eilítið á óvart, enda ferill minn sem lögmaður ekki langur eftir að ég lauk störfum hjá Mannréttindadómstól Evrópu á árinu 2022. Samkeppni lögmanna í Bretlandi er gríðarlega mikil þannig að þessi tilnefning er velkomin, ekki síst fyrir íslenskan lögfræðing,“ segir Róbert í samtali við Vísi um þessa viðurkenningu.