Þetta kemur fram í gögnum sem kosningasjóðurinn MAGA INC skilaði inn til Federal Election Commission, sem hefur umsjón með forsetakosningunum vestanhafs.
Mellon er erfingi Mellon bankaveldsisins í Pittsburgh en í gögnunum kemur einnig fram að annað stórt framlag, 10 milljónir Bandaríkjadala, barst í kosningasjóðinn frá milljarðamæringunum Liz og Dick Uihlein.
Mellon hefur verið örlátur í aðdraganda kosninganna en hann hefur einnig gefið 20 milljónir Bandaríkjadala í kosningasjóði Robert F. Kennedy Jr.
Samkvæmt umfjöllun BBC gerði rausnarlegt framlag Mellon það að verkum að bandamenn Trump hafa varið meiri fjármunum í kosningabaráttuna á undanförnum vikum en stuðningsmenn Joe Biden.
Biden á hins vegar einnig hauka í horni en Reuters segir milljarðamæringinn Mike Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra New York, hafa látið 20 milljónir Bandaríkjadala af hendi rakna í kosningasjóði forsetans.