Fólk hvatt til að sýna aðgát vegna skriðufallahættu á Norðurlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 22:41 Í forgrunni er Eyjafjarðará. Skriðan á upptök sín í miðri hlíð og nemur staðar neðarlega í hlíðinni. Veðurstofa Íslands Ofanflóðssérfræðingar Veðurstofu Íslands brýna til fólks að sýna aðgát og fylgjast vel með aðstæðum í fjallshlíðum þar sem fólk er að störfum. Í dag slapp bóndi í Eyjafjarðardal naumlega undan aurskriðu sem féll við Halldórsstaði þar sem hann var að þvæla fé upp á fjöll. Í kjölfar þess að Veðurstofu barst melding um aurskriðuna sem féll í Eyjafirði fór skriðusérfræðingur á vettvang til að kanna aðstæður. Þetta kemur fram í færslu á ofanflóðavef Veðurstofunnar. Tvær skriður til viðbótar Á vettvangi tók skriðusérfræðingurinn eftir tveimur nýlegum skriðum innst inni í Eyjafjarðardal til viðbótar við þá sem féll síðdegis í dag. Þær skriður voru þó efnislitlar og ollu engu tjóni. Í samtali við fréttastofu segir Martina Stefani, ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar, að mat Ragnars Jónssonar bónda á upptökum skriðunnar við Halldórsstaði hafi verið í meginatriðum rétt. „Vatn rennur um flesta lækjarfarvegi og snjór er efst í fjöllum innarlega í dalnum. Jarðvegur er víða blautur eftir leysingar síðustu vikna og því ekki hægt að útiloka að fleiri skriður geti fallið,“ segir í færslunni. Veðurspáin geri þó ráð fyrir svölu veðri næsta sólarhringinn og lítilli úrkomu sem dregur úr líkum á skriðuföllum. Jarðvegur víða blautur á Norðurlandi Fyrr í vikunni barst Veðurstofunni einnig tilkynning um skriðu sem féll í farvegi í Langadal, skammt frá Húnaveri. Skriðan náði þó ekki niður á veg. „Þessir atburði gefa til kynna að jarðvegurinn er víða blautur á norðanverðu landinu og sumstaðar er snjór enn efst til fjalla. Þegar að staðbundin úrkoma verður geta skriður fallið án mikils fyrirvara og því er best að sýna aðgát og fylgjast með vel með aðstæðum í fjallshlíðum þar sem fólk er að störfum,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Aurskriðan sem féll við Halldórsstaði síðdegis í dag.Veðurstofa Íslands „Ef fólk verður vart við skriður er best að halda sig í fjarlægð og vera meðvituð um að skriður geta komið niður í púlsum. Erfitt er að spá fyrir um leysingarskriður þar sem snjóalög eru breytileg eftir landshlutum og erfitt er að spá fyrir um staðbunda úrkomu,“ segir jafnframt. Veðurstofan heldur utan um skráningar á skriðuföllum í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Þeir sem verða varir við skriður eða grjóthrun eru beðnir um að koma þeim upplýsingum til Veðurstofunnar. Eyjafjarðarsveit Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Í kjölfar þess að Veðurstofu barst melding um aurskriðuna sem féll í Eyjafirði fór skriðusérfræðingur á vettvang til að kanna aðstæður. Þetta kemur fram í færslu á ofanflóðavef Veðurstofunnar. Tvær skriður til viðbótar Á vettvangi tók skriðusérfræðingurinn eftir tveimur nýlegum skriðum innst inni í Eyjafjarðardal til viðbótar við þá sem féll síðdegis í dag. Þær skriður voru þó efnislitlar og ollu engu tjóni. Í samtali við fréttastofu segir Martina Stefani, ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar, að mat Ragnars Jónssonar bónda á upptökum skriðunnar við Halldórsstaði hafi verið í meginatriðum rétt. „Vatn rennur um flesta lækjarfarvegi og snjór er efst í fjöllum innarlega í dalnum. Jarðvegur er víða blautur eftir leysingar síðustu vikna og því ekki hægt að útiloka að fleiri skriður geti fallið,“ segir í færslunni. Veðurspáin geri þó ráð fyrir svölu veðri næsta sólarhringinn og lítilli úrkomu sem dregur úr líkum á skriðuföllum. Jarðvegur víða blautur á Norðurlandi Fyrr í vikunni barst Veðurstofunni einnig tilkynning um skriðu sem féll í farvegi í Langadal, skammt frá Húnaveri. Skriðan náði þó ekki niður á veg. „Þessir atburði gefa til kynna að jarðvegurinn er víða blautur á norðanverðu landinu og sumstaðar er snjór enn efst til fjalla. Þegar að staðbundin úrkoma verður geta skriður fallið án mikils fyrirvara og því er best að sýna aðgát og fylgjast með vel með aðstæðum í fjallshlíðum þar sem fólk er að störfum,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Aurskriðan sem féll við Halldórsstaði síðdegis í dag.Veðurstofa Íslands „Ef fólk verður vart við skriður er best að halda sig í fjarlægð og vera meðvituð um að skriður geta komið niður í púlsum. Erfitt er að spá fyrir um leysingarskriður þar sem snjóalög eru breytileg eftir landshlutum og erfitt er að spá fyrir um staðbunda úrkomu,“ segir jafnframt. Veðurstofan heldur utan um skráningar á skriðuföllum í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Þeir sem verða varir við skriður eða grjóthrun eru beðnir um að koma þeim upplýsingum til Veðurstofunnar.
Eyjafjarðarsveit Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira