Fann fyrir nærveru hinna látnu í Auschwitz Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2024 21:00 Talið er að 1,3 milljónir manna hafi verið flutt í útrýmingabúðirnar í Auschwitz og 1,1 milljón verið tekin af lífi. Hilmar Þór „Það tók virkilega á að sjá þennan stað og upplifa þá skelfilegu sögu sem þarna fór fram,“ segir ljósmyndarinn Hilmar Þór Norðfjörð. Hann heimsótti á dögunum útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz með myndavélina við höndina. Hilmar Þór lýsti upplifun sinni af heimsókn sinni í fangabúðirnar alræmdu í færslu á Facebook á dögunum. Talið er að 1,1 milljón manna, að stærstum hluta gyðingar, hafi verið teknir af lífi í fangabúðunum yfir fimm ára tímabil í seinni heimsstyrjöldinni. Auschwitz voru stærstu fanga- og útrýmingarbúðir nasista í stríðuna, staðsettar í Póllandi sem Þjóðverjar hernámu. Hilmar Þór „Það tók virkilega á að sjá þennan stað og upplifa þá skelfilegu sögu sem þarna fór fram. Það er eitt að sjá bíómyndir eða þætti sem fjalla um þennan tíma í sögunni en annað að vera á staðnum og nánast finna fyrir nærveru þeirra sem enduðu líf sitt á þessum skelfilega stað. Og við skulum ekki gleyma að í sögulegu samhengi er alls ekki langt síðan þessir atburðir áttu sér stað,“ segir Hilmar Þór. Hilmar Þór „Flest þau sem fóru í Auschwitz lifðu skemur en ár áður en þau voru myrt í gasklefunum eða á annan hræðilegan hátt. Þetta var saklaust fólk sem, eins og ég eða þú, sem vissi að það ætti ekki mikla möguleika á að sleppa frá búðunum lifandi. Og bara að hugsa um að þurfa að fara í gegnum hvern dag með það í huganum er skelfilegt eitt og sér.“ Að neðan má sjá fleiri listrænar myndir Hilmars Þórs frá Auschwitz. Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hér að neðan má sjá færsluna sem Hilmar birti með myndunum en hægt er að skoða fleiri myndir frá Auschwitz á vefnum nordleica.com eða á instagram.com/nordleica. Hilmar Þór heldur úti ljósmyndavefnum nordleica.com en Hilmar starfaði í um tuttugu ár sem blaðaljósmyndari, meðal annars á DV. Færslu Hilmar má sjá hér að neðan. Sagan má ekki gleymast! Það hefur lengi verið á dagskrá hjá mér að heimsækja Auswitch - Birkenau og það varð loksins úr því á mánudaginn þegar ég fór með Auði í þessar fyrrum útrýmingarbúðir Nasista. Allir sem ég veit um að hafa farið þangað segja að upplifunin sé skelfileg enda er eitt að sjá heimildarmynd eða kvikmynd um staðinn en allt annað fara á staðinn og skoða söguna, fórnarlömbin og muna að það er ekki langt síðan þetta helvíti á jörðu var starfrækt. Heimsóknin var erfið og situr í mér. Að sjá persónulega muni fólks, hár af mörg þúsund manneskjum sem var selt til að búa til sængur, dýnur og kodda. Skála þar sem börn dvöldu, allt að 10 saman í rúmi og vitneskjan um að meðal-dvalartími fanga sem komu var frá nokkrum vikum í um ár áður en þau voru send í gasklefana enda orðin of veikburða til að vinna. Sagan endurtekur sig og þess vegna finnst mér skipta alla máli að muna eftir þeim voðaverkum og grimmdinni sem fram fór í Auswitch - Birkenau sem og öðrum fangabúðum. Ég tók myndir á staðnum, þar sem það mátti, og notaði myndavélina sem vegg til að vernda mig en jafnframt til að geta minnt mig á að sagan má ekki gleymast, þá endurtekur hún sig. Ég mæli eindregið með heimsókn í Auswitch - Birkenau, jafnvel þó það séu erfið skref að ganga. Seinni heimsstyrjöldin Ljósmyndun Íslendingar erlendis Ferðalög Pólland Þýskaland Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
Hilmar Þór lýsti upplifun sinni af heimsókn sinni í fangabúðirnar alræmdu í færslu á Facebook á dögunum. Talið er að 1,1 milljón manna, að stærstum hluta gyðingar, hafi verið teknir af lífi í fangabúðunum yfir fimm ára tímabil í seinni heimsstyrjöldinni. Auschwitz voru stærstu fanga- og útrýmingarbúðir nasista í stríðuna, staðsettar í Póllandi sem Þjóðverjar hernámu. Hilmar Þór „Það tók virkilega á að sjá þennan stað og upplifa þá skelfilegu sögu sem þarna fór fram. Það er eitt að sjá bíómyndir eða þætti sem fjalla um þennan tíma í sögunni en annað að vera á staðnum og nánast finna fyrir nærveru þeirra sem enduðu líf sitt á þessum skelfilega stað. Og við skulum ekki gleyma að í sögulegu samhengi er alls ekki langt síðan þessir atburðir áttu sér stað,“ segir Hilmar Þór. Hilmar Þór „Flest þau sem fóru í Auschwitz lifðu skemur en ár áður en þau voru myrt í gasklefunum eða á annan hræðilegan hátt. Þetta var saklaust fólk sem, eins og ég eða þú, sem vissi að það ætti ekki mikla möguleika á að sleppa frá búðunum lifandi. Og bara að hugsa um að þurfa að fara í gegnum hvern dag með það í huganum er skelfilegt eitt og sér.“ Að neðan má sjá fleiri listrænar myndir Hilmars Þórs frá Auschwitz. Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hér að neðan má sjá færsluna sem Hilmar birti með myndunum en hægt er að skoða fleiri myndir frá Auschwitz á vefnum nordleica.com eða á instagram.com/nordleica. Hilmar Þór heldur úti ljósmyndavefnum nordleica.com en Hilmar starfaði í um tuttugu ár sem blaðaljósmyndari, meðal annars á DV. Færslu Hilmar má sjá hér að neðan. Sagan má ekki gleymast! Það hefur lengi verið á dagskrá hjá mér að heimsækja Auswitch - Birkenau og það varð loksins úr því á mánudaginn þegar ég fór með Auði í þessar fyrrum útrýmingarbúðir Nasista. Allir sem ég veit um að hafa farið þangað segja að upplifunin sé skelfileg enda er eitt að sjá heimildarmynd eða kvikmynd um staðinn en allt annað fara á staðinn og skoða söguna, fórnarlömbin og muna að það er ekki langt síðan þetta helvíti á jörðu var starfrækt. Heimsóknin var erfið og situr í mér. Að sjá persónulega muni fólks, hár af mörg þúsund manneskjum sem var selt til að búa til sængur, dýnur og kodda. Skála þar sem börn dvöldu, allt að 10 saman í rúmi og vitneskjan um að meðal-dvalartími fanga sem komu var frá nokkrum vikum í um ár áður en þau voru send í gasklefana enda orðin of veikburða til að vinna. Sagan endurtekur sig og þess vegna finnst mér skipta alla máli að muna eftir þeim voðaverkum og grimmdinni sem fram fór í Auswitch - Birkenau sem og öðrum fangabúðum. Ég tók myndir á staðnum, þar sem það mátti, og notaði myndavélina sem vegg til að vernda mig en jafnframt til að geta minnt mig á að sagan má ekki gleymast, þá endurtekur hún sig. Ég mæli eindregið með heimsókn í Auswitch - Birkenau, jafnvel þó það séu erfið skref að ganga.
Sagan má ekki gleymast! Það hefur lengi verið á dagskrá hjá mér að heimsækja Auswitch - Birkenau og það varð loksins úr því á mánudaginn þegar ég fór með Auði í þessar fyrrum útrýmingarbúðir Nasista. Allir sem ég veit um að hafa farið þangað segja að upplifunin sé skelfileg enda er eitt að sjá heimildarmynd eða kvikmynd um staðinn en allt annað fara á staðinn og skoða söguna, fórnarlömbin og muna að það er ekki langt síðan þetta helvíti á jörðu var starfrækt. Heimsóknin var erfið og situr í mér. Að sjá persónulega muni fólks, hár af mörg þúsund manneskjum sem var selt til að búa til sængur, dýnur og kodda. Skála þar sem börn dvöldu, allt að 10 saman í rúmi og vitneskjan um að meðal-dvalartími fanga sem komu var frá nokkrum vikum í um ár áður en þau voru send í gasklefana enda orðin of veikburða til að vinna. Sagan endurtekur sig og þess vegna finnst mér skipta alla máli að muna eftir þeim voðaverkum og grimmdinni sem fram fór í Auswitch - Birkenau sem og öðrum fangabúðum. Ég tók myndir á staðnum, þar sem það mátti, og notaði myndavélina sem vegg til að vernda mig en jafnframt til að geta minnt mig á að sagan má ekki gleymast, þá endurtekur hún sig. Ég mæli eindregið með heimsókn í Auswitch - Birkenau, jafnvel þó það séu erfið skref að ganga.
Seinni heimsstyrjöldin Ljósmyndun Íslendingar erlendis Ferðalög Pólland Þýskaland Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”