„Ég sakna vina minna úr Grindavík“ Jón Þór Stefánsson skrifar 20. júní 2024 10:35 Frá aðventufögnuði Grindvíkinga á Ásvöllum í desember. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm „Hvenær getum við komist heim til Grindavíkur?“ er haft eftir ónefndu gríndvísku barni í nýrri skýrslu umboðsmanns barna. „Ég sakna vina minna úr Grindavík,“ segir annað barn. Skýrsla umboðsmanns byggir á niðurstöðum frá fundi hans með grindvískum börnum sem fram fór í Laugardalshöll þann sjöunda mars síðastliðinn. Meira en þrjú hundruð börn á grunn- og framhaldsskólaaldri mættu á fundinn og sögðu frá reynslu sinni af þeim hremmingum sem Grindvíkingar hafa mátt ganga í gegnum síðustu misseri. Samkvæmt umboðsmanni kom í ljós á fundinum að áhrif atburðanna hafi verið margvísleg á líf grindvískra barna. Ástandið hafi haft mikla óvissu í för með sér fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Mörg þeirra upplifi sáran söknuð. Fram kemur að börnin beri blendnar tilfinningar um að byrja í nýjum skólum. Börnin sakni grunnskólans í Grindavík, skólafélaga og starfsfólk. Einnig tóku börnin fram að vel hefði verið tekið á móti þeim í nýjum skólum. „Ég sakna skólans sem er í Grindavík,“ er haft eftir grindvísku barni. „Gekk illa að ég mátti kannski ekki vera í sama skóla og vinkonur mínar,“ segir annað barn. Grindavíkurskóli stendur auður.Vísir/Vilhelm Börnin sögðu að þeim finnist að þeim eigi að standa til boða að vera saman í svokölluðum safnskóla með öðrum grindvíkingum. Í apríl var greint frá því að slíkir skólar yrðu lagðir a fog að grindvísk börn myndu sækja skóla næst sínu heimili. Umboðsmaður segir að í kjölfarið hafi sér borist erindi frá börnum sem lýstu miklum vonbrigðum yfir þessu. „Ég vil hafa safnskóla að eilífu,“ sagði barn á fundinum. Í skýrslunni segir að rót hafi orðið á félagslífi barnanna. Þeim gangi verr að halda vinatengslum og söknuður eftir vinum er mikill. Þá hafi mörg born lýst einmannaleika eftir skóla þar sem þau geti ekki hitt vini sína líkt og áður. „Engir vinir,“ sagði eitt barn.„Ég hitti vini mína aldrei eftir skóla því þau búa svo langt í burtu,“ sagði annað. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Skýrsla umboðsmanns byggir á niðurstöðum frá fundi hans með grindvískum börnum sem fram fór í Laugardalshöll þann sjöunda mars síðastliðinn. Meira en þrjú hundruð börn á grunn- og framhaldsskólaaldri mættu á fundinn og sögðu frá reynslu sinni af þeim hremmingum sem Grindvíkingar hafa mátt ganga í gegnum síðustu misseri. Samkvæmt umboðsmanni kom í ljós á fundinum að áhrif atburðanna hafi verið margvísleg á líf grindvískra barna. Ástandið hafi haft mikla óvissu í för með sér fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Mörg þeirra upplifi sáran söknuð. Fram kemur að börnin beri blendnar tilfinningar um að byrja í nýjum skólum. Börnin sakni grunnskólans í Grindavík, skólafélaga og starfsfólk. Einnig tóku börnin fram að vel hefði verið tekið á móti þeim í nýjum skólum. „Ég sakna skólans sem er í Grindavík,“ er haft eftir grindvísku barni. „Gekk illa að ég mátti kannski ekki vera í sama skóla og vinkonur mínar,“ segir annað barn. Grindavíkurskóli stendur auður.Vísir/Vilhelm Börnin sögðu að þeim finnist að þeim eigi að standa til boða að vera saman í svokölluðum safnskóla með öðrum grindvíkingum. Í apríl var greint frá því að slíkir skólar yrðu lagðir a fog að grindvísk börn myndu sækja skóla næst sínu heimili. Umboðsmaður segir að í kjölfarið hafi sér borist erindi frá börnum sem lýstu miklum vonbrigðum yfir þessu. „Ég vil hafa safnskóla að eilífu,“ sagði barn á fundinum. Í skýrslunni segir að rót hafi orðið á félagslífi barnanna. Þeim gangi verr að halda vinatengslum og söknuður eftir vinum er mikill. Þá hafi mörg born lýst einmannaleika eftir skóla þar sem þau geti ekki hitt vini sína líkt og áður. „Engir vinir,“ sagði eitt barn.„Ég hitti vini mína aldrei eftir skóla því þau búa svo langt í burtu,“ sagði annað.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira