„Ég sakna vina minna úr Grindavík“ Jón Þór Stefánsson skrifar 20. júní 2024 10:35 Frá aðventufögnuði Grindvíkinga á Ásvöllum í desember. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm „Hvenær getum við komist heim til Grindavíkur?“ er haft eftir ónefndu gríndvísku barni í nýrri skýrslu umboðsmanns barna. „Ég sakna vina minna úr Grindavík,“ segir annað barn. Skýrsla umboðsmanns byggir á niðurstöðum frá fundi hans með grindvískum börnum sem fram fór í Laugardalshöll þann sjöunda mars síðastliðinn. Meira en þrjú hundruð börn á grunn- og framhaldsskólaaldri mættu á fundinn og sögðu frá reynslu sinni af þeim hremmingum sem Grindvíkingar hafa mátt ganga í gegnum síðustu misseri. Samkvæmt umboðsmanni kom í ljós á fundinum að áhrif atburðanna hafi verið margvísleg á líf grindvískra barna. Ástandið hafi haft mikla óvissu í för með sér fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Mörg þeirra upplifi sáran söknuð. Fram kemur að börnin beri blendnar tilfinningar um að byrja í nýjum skólum. Börnin sakni grunnskólans í Grindavík, skólafélaga og starfsfólk. Einnig tóku börnin fram að vel hefði verið tekið á móti þeim í nýjum skólum. „Ég sakna skólans sem er í Grindavík,“ er haft eftir grindvísku barni. „Gekk illa að ég mátti kannski ekki vera í sama skóla og vinkonur mínar,“ segir annað barn. Grindavíkurskóli stendur auður.Vísir/Vilhelm Börnin sögðu að þeim finnist að þeim eigi að standa til boða að vera saman í svokölluðum safnskóla með öðrum grindvíkingum. Í apríl var greint frá því að slíkir skólar yrðu lagðir a fog að grindvísk börn myndu sækja skóla næst sínu heimili. Umboðsmaður segir að í kjölfarið hafi sér borist erindi frá börnum sem lýstu miklum vonbrigðum yfir þessu. „Ég vil hafa safnskóla að eilífu,“ sagði barn á fundinum. Í skýrslunni segir að rót hafi orðið á félagslífi barnanna. Þeim gangi verr að halda vinatengslum og söknuður eftir vinum er mikill. Þá hafi mörg born lýst einmannaleika eftir skóla þar sem þau geti ekki hitt vini sína líkt og áður. „Engir vinir,“ sagði eitt barn.„Ég hitti vini mína aldrei eftir skóla því þau búa svo langt í burtu,“ sagði annað. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Skýrsla umboðsmanns byggir á niðurstöðum frá fundi hans með grindvískum börnum sem fram fór í Laugardalshöll þann sjöunda mars síðastliðinn. Meira en þrjú hundruð börn á grunn- og framhaldsskólaaldri mættu á fundinn og sögðu frá reynslu sinni af þeim hremmingum sem Grindvíkingar hafa mátt ganga í gegnum síðustu misseri. Samkvæmt umboðsmanni kom í ljós á fundinum að áhrif atburðanna hafi verið margvísleg á líf grindvískra barna. Ástandið hafi haft mikla óvissu í för með sér fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Mörg þeirra upplifi sáran söknuð. Fram kemur að börnin beri blendnar tilfinningar um að byrja í nýjum skólum. Börnin sakni grunnskólans í Grindavík, skólafélaga og starfsfólk. Einnig tóku börnin fram að vel hefði verið tekið á móti þeim í nýjum skólum. „Ég sakna skólans sem er í Grindavík,“ er haft eftir grindvísku barni. „Gekk illa að ég mátti kannski ekki vera í sama skóla og vinkonur mínar,“ segir annað barn. Grindavíkurskóli stendur auður.Vísir/Vilhelm Börnin sögðu að þeim finnist að þeim eigi að standa til boða að vera saman í svokölluðum safnskóla með öðrum grindvíkingum. Í apríl var greint frá því að slíkir skólar yrðu lagðir a fog að grindvísk börn myndu sækja skóla næst sínu heimili. Umboðsmaður segir að í kjölfarið hafi sér borist erindi frá börnum sem lýstu miklum vonbrigðum yfir þessu. „Ég vil hafa safnskóla að eilífu,“ sagði barn á fundinum. Í skýrslunni segir að rót hafi orðið á félagslífi barnanna. Þeim gangi verr að halda vinatengslum og söknuður eftir vinum er mikill. Þá hafi mörg born lýst einmannaleika eftir skóla þar sem þau geti ekki hitt vini sína líkt og áður. „Engir vinir,“ sagði eitt barn.„Ég hitti vini mína aldrei eftir skóla því þau búa svo langt í burtu,“ sagði annað.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira